Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. október 1977 Héreru þau hjónin, Ingimar Ottósson og Guðbjörg Guömundsdóttir hjá blómagarðshliði sínu, sem húsbóndinn hefur smfðað. Við sjáum, aðhliðgrindin er gamalt kerruhjól, handfangið uppi á hjólinu er ak- tygjabogi, en beizlisstengur eru til hliðar, hjá hjörum og læsingu (við húshliðina). Og það er miklu víðar en i þessu garöshliði, sem gestir, er koma að Vorsabæjarhjáleigu, getaséðmerki um hagleik og hugkvæmni Ingimars bónda. Timamynd Róbert. Og ég hef alla ævi unnið erfiðis- vinnu, svo ég tók þaðekki nærri mér. — Þér hefur ekki gengið neitt illa að semja þig að verkum, sem þú hafðir ekki vainzt fyrr en þú komst hingað? — Mér gekk það vel, enda var ég mjög heppinn, þar sem tengdafaðir minn var og er hér, mér til leiðsagnar. Ég tel að ekki geti hver sem er orðið bóndi, án þessað njóta leiðbein- inga þeirra sem reynsluna hafa. Það eru ekki allir jafnheppnir og ég, þegar ég kom hingað til tengdaforeldra minna. Eitt af því sem ég þurfti alveg að læra var meðferð skepna. Ég var henni algerlega óvanur, þekkti ekkert til hennar, en ég var nokkuð fljótur að tileinka mér þetta og að bera skynbragð á, hvernig skepnunum liði eða hvort einhverju væri áfátt um hriðingu þeirra. Við, tengda- feðgarnir, vinnum að allri gripahirðingu sameiginlega en annars er biiskapnum skipt þannig að hann er með sauðféð og ég með kýrnar. — Hefur þér ekki þótt árferðið heldur misgott tÚ búskapar þessi sjö ár siðan þú komst hingað? — Ég var heppinn fyrstu árin, bá var mjög gott árferði en svo vita vist allir hvernig sumurin i fyrra og hitteðfyrra voru hér á Suðurlandi, alltaf sifelldar rigningar. I fyrra voru heyin lé- leg, en siðastliðið sumar var al- veg sæmilegt, þótt illa liti út framan af. Við náöum að afla góðra heyja siðari hluta sumarsins i sumar, svo útkom- an er öll önnur en i fyrra. Hitt er annað mál, að þetta krefst mik- illar vinnu og góðra tækja, þar sem nota verður hverja einustu stund til heyskapar og ekki sizt, þegar þær eru bæði fáar og strjálar, eins og verið hefur sumrin að undanförnu. — Ég sé að þú smíðar hér sitt af hverju, allt frá garðhliði til votheysturns. — Já, ég geri þetta eftir þvi sem þarf, ogauk þess þykir mér það gaman. — Hvað eruð þið með stórt bú hérna? — Það eru tuttugu og tvær mjólkandi kýr hér núna og verða lfklega tveimur fleiri i vetur. Sauðféð er þetta um átta- tiu kindur. Hér hefur ekki verið rekið á f jall um all-langt árabil, heldur gengur féð i heimahög- um. Landið þolir þetta vel, þvi hér er grösugt og gott land. — Og svo er einhver hesta- eign? — Já, dálitið er af þeim, bæði tamdir og ótamdir, við erum með fjóra reiðhesta á járnum og notum þá við búskapinn smöl- um rfðandi og förum á hestum til þess að huga að lambfé, auk þess þykir börnunum gaman að bregða sér á hestbak þegar færi gefst, — og reyndar fullorðna fólkinu lika. — Svo eruð þið h'ka með hross i uppvexti? — Já, við eigum merar, sem eru latnar eignast folöld en þó er varla hægt að segja að hér sé um stóð að ræða, þetta er ekki svo stórt i sniðum. Þörf fyrir hesta er ekkert mjög mikil hérna en hins vegar er ákaflega gaman að þessu. — Þarf ekki alltaf að gefa hestum hér á veturna? — Jú, þess þarf, en annars er landið hér mjög gott fyrir úti- gangshross og sjaldgæft og er verði haglaust. Við látum hross- in njóta mikils frjálsræðis, þau koma hér heim að húsum, ef þau lystir m.a. i vondum veðr- um ogþá er þeim gefið, en siðan fara þau á hagann aftur, þegar þeim sýnist. svo. En reiðhest- ana höfum við á húsi og sömu- leiðis hross sem verið er að temja. Gaman að rækta og laga til — Nú varst þú orðinn full- mótaður maður, þegar þú hófst búskap. Hvað hefur þér þótt skemmtilegast, — og hvað kannski minnst gaman — af öllu því sem þú hefur þurft að fást við, siðan þú komst hingað? — Ég held að ég hafi minnsta ánægju af kindum, en mesta af hestum. Ég hef ákaflega gaman af hrossum, en timinn leyfir ekki miklar útreiðar. önnur störf eru mér siður en svo leið. Það er gaman að fást við hey- skap, þegar veðrátta er sæmileg eða jafnvel góð. Og mér þykir ákaflega gaman að rækta jörð, endurbæta og laga i kringum sig. Ég var kominn á fimmtugs- aldur, þegar ég byrjaði á þessu, ogþað ermjög erfittfyrir mann á þeim aldrei að hefja bú- rekstur og hafa aldrei komið nálægt sliku áður. — En þú sérð samt ekkert eftir þvi að hafatekið þér þetta fyrir hendur? — Nei, siður en svo. Ég er mjög ánægður með hlutskipti mitt hér, og mun halda þessu áfram á meðan heilsa og kraft- ar leyfa. —VS 17 Hjartavernd þakkar Maður sem ekki vill láta nafns hundraðtuttuguógfimmþúsund- sins getið, hefur nýlega gefið krónur — og er honum hér með Hjartavernd kr. 125.000.00 — eitt- færðar beztu þakkir fyrir höfðing- lega gjöf. Þá hafa tvenn systkmi fært samtökunum kr. 9.«70.68. sem þau öfluðu með hlutaveltu og eru þeim einnig færðar beztu þakkir. Veríð velkomin! Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. Litið inn! Datsun 120 Y Station INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 8-45-10 & 8-45-1 1 SPARIÐ BENZÍN OG KAUPIÐ Rúmgóður — Hár Sparneytinn Góðir greiðs/u- skilmálar ef samið er strax íi&EÍIBíS’E&ElIIil Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.