Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 23. október 1977
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð ilausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Uppbætur á útfluttar-
landbúnaðarafurðir
í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1978 er gert ráð
fyrir að þremur milljörðum króna verði varið á ár
inu til uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir.
Upphæð þessi er byggð á ákvæði i framleiðslu-
ráðslögunum frá haustþinginu 1959. Þetta ákvæði
er á þá leið að greiða skuli úr rikissjóði uppbætur á
útflutningsvörur landbúnaðarins, en sú upphæð
megi þó ekki vera hærri en svarar 10% af heildar-
verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar á viðkom-
andi verðlagsári.
Það er ekki úr vegi, þar sem ýmsum finnst þessi
upphæð há, að rifja upp sögu framangreinds laga-
ákvæðis. Fram á haustþingið 1959, þegar viðreisn-
arstjórnin svonefnda kom til valda, höfðu bændur
haft lagaheimild til þess, ef halli varð á útflutningi
landbúnaðarvara, að leggjá sérstakt gjald á inn-
anlandsverðið og nota það til útflutningsbóta.
Þessi heimild var sjaldan notuð, þar sem bændur
óttuðust, að hækkað verð innanlands myndi draga
úr sölunni og afleiðing þess yrði sú, að auka þyrfti
útflutninginn og yrði þá ef til vill enn siður hægt að
verðbæta hann til fulls með þessari aðferð. Neyt-
endum var þetta ákvæði eigi að siður þyrnir i aug-
um.
Það gerðist svo haustið 1959, rétt fyrir þingkosn-
ingar þá, að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins gaf
út bráðabirgðalög, sem bönnuðu verðhækkun á
landbúnaðarvörum. Þetta bann hélzt þangað til
viðreisnarstjórnin kom til valda eftir kosningarn-
ar, en þá beitti hún sér fyrir viðræðum milli fram-
leiðenda og neytenda um þetta efni. Þær viðræður
fóru fram i svokallaðri sexmannanefnd, þar sem
fulltrúar Stéttasambands bænda, Alþýðusam-
bands íslands og fleiri stéttasamtaka áttu sæti.
Þessar viðræður leiddu til samkomulags um öll
meginatriði. Eitt atriði þeirra samkomulags var
það að niður félli heimild bænda til að leggja gjald
á innanlandsverð landbúnaðarvara i þvi skyni að
afla útflutningsbóta á þann hátt. í staðinn fyrir
niðurfellingu þessa lagaákvæðis, skyldi koma ann-
að lagaákvæði, sem fæli það i sér, að útflutnings-
bætur á landbúnaðarafurðir skyldu greiddar úr
rikissjóði, en þó mætti sú upphæð aldrei vera hærri
en sem svaraði 10% af heildarverðmæti land-
búnaðarframleiðslunnar á viðkomandi verðlags-
ári. Þetta samkomulag milli framleiðenda og
neytenda lagði rikisstjórnin svo fyrir þingið og var
það samþykkt samhljóða i báðum þingdeildum.
Engar athugasemdir voru gerðar við ákvæðið um
útflutningsuppbæturnar. Þannig byggist núgild-
andi lagaákvæði um útflutningsuppbæturnar á
samkomulagi, sem Stéttarsamband bænda og Al-
þýðusamband íslands stóðu að, og siðan var sam-
þykkt samhljóða af öllum þingmönnum, sem sátu
haustþingið 1959. Það var þá almennt álitið og
viðurkennt, að nauðsynlegt væri að tryggja vissa
umfram-framleiðslu á landbúnaðarvörum i
öryggisskyni og yrði það ekki betur gert en með
útflutningsuppbótum úr rikissjóði að vissu marki.
Framangreind fjárveiting á fjárlagafrumvarp-
inu er þannig byggð á lagaákvæði, sem algert
samkomulag var um milli stéttasamtaka, þing-
flokka og þingmanna á sinum tima. Það var ekki
sizt gert með samþykki þeirra, sem nú gagnrýna
þetta fyrirkomulag, eins og t.d. forustumanna Al-
þýðusambandsins. M.a. stóðu þeir Björn Jónsson
og Eðvarð Sigurðsson að þvi. Þessa sögu útflutn-
- ingsuppbótanna er gott að menn hafi i huga, þegar
rætt er um þær. þ þ.
ERLENT YFIRLIT
Tekst Brown að efna
loforð Carters?
Starf varnarmálaráðherrans er vandasamt
ÞEGAR Vance utanríkis-
ráöherra er undanskilinn, hef-
ur enn sem komiö er ekki bor-
ið sérlega mikiö á einstökum
ráöherrum I stjórn Carters
forseta, enda þess vart aö
vænta þar sem ekki er langt
siðan þeir tóku viðembættum.
Þaö tekur eölilega sinn ti'ma
aö kynnast verksviöi embætt-
anna og mönnum og málefn-
um, sem þar koma viö sögu.
Þannig hefur ekki beinzt sér-
stök athygli aö varnarmála-
ráöherranum, Harold Brown,
enda þótt hann gegni þvi ráö-
herrastarfinu, sem sennilega
er einna vandasamast og
veigamest. Þó þykir þaö hafa
komið i ljós, aö hann sé glögg-
ur vel og ákveðinn og muni
ógjarnan falla frá þeirri
stefnu sem hann markar sér
Þess vegna spá margir frétta-
skýrendur þvi, að hann eigi
eftir aö komaverulega viö
sögu. Hann hafiaf ásettu ráöi
fariö sér hægt til þessa, en
muni brátt láta meira til sin
taka. Þegar hann tók viö emb-
ættinu, reyndu ýmsir frétta-
skýrendur aö kryfja þaö til
mergjar, hvort frekar bæri að
telja hann hauk eöa dúfu, en
haukar eru þeir oft nefndir,
sem vilja hafa hernaöarmátt
Bandarikjanna sem mestan
og þau geti þvf látið kenna
aflsmunar, ef þess þykir
þurfa. Hinir, sem vilja draga
úr vigbúnaði hafa hlotið dúfu
nafniö. Niöurstaða þessarar
könnunar varö sú, aö Brown
gæti hvorki flokkazt undir
hauksnafnið eöa dúfuheitiö.
Eiginlega væri hann haukur
og dúfa á vixl eftir þvi, sem
hann áliti málavexti vera.
Hann væri glöggur og raunsær
og reyndi aö fara eigin leiöir,
til aö ná þvi marki, sem stefnt
væri aö. En raunar er þaö ekki
neitt smávegis hlutverk, sem
Carter hefur ætlað honum..
Hann á að sjá um, aö vamir
Bandarikjanna séu svo öflug-
ar, að öryggi landsins sé ekki
nein hætta búin og hægt sé aö
hrinda öllum hugsanlegum
árásum og endurgjalda þær.
Jafnframt á hann svo aö full-
nægja þvi kosningaloforöi
Carters, aö draga Ur vig-
búnaöarútgjöldunum.
HAROLD BROWN er rétt
fimmtugur aö aldri. Hann er
Gyöingur aö ættum, alinn upp
1 Bronx-hverfinu i New York.
Kornungur vann hann sér
viðurkenningu sem frábær
námsmaður og var langt á
undan jafnöldrum sinum öll
námsár sin. Hann lauk 22 ára
gamall doktorsprófi i kjárn-
orkufræöum viö Columbiahá-
skóla. Tveimur árum siöar
réðist hann i þjónustu Ed-
wards Teller, sem oft hefur
veriö nefndur faöir vetnis-
sprengjunnar. Brown var einn
af nánustu samverkamönnum
Tellers, þegar hann vann að
gerö spengjunnar. Alit þaö,
sem hann vann sér sem
visindamaður, má nokkuö
ráöa af þvi, aö 1960 varö hann
eftirmaöur Tellers sem
stjórnandi Livermore Labora-
tory, en þaö er stærsta rann-
sóknarstofnun Kaliforniuhá-
skóla. Hann gegndi þeirri
stööu þó ekki lengi, þvi aö
rúmlega ári siöar réöi McNa-
mara hann I þjónustu varnar-
málaráöuneytisins og fól hon-
um aö stjórna helztu rann-
sóknardeild þess. Arið 1965
var Brown svo skipaöur ráö-
herra ráðuneytis þess, sem
flugherinn heyrir undir, og
gegndi hann þvi til 1969, þegar
stjórn Nixons tók viö. Þá var
Brown ráðinn forstjóri einnar
helztu rannsóknarstofnunar
Harold Brown
Bandarikjanna, California
Institute of Technology. Þeirri
stööu gegndi hann, þangaö til
hann tók við embætti varnar-
málaráðherra I rikisstjórn
Carters.
BROWN hefur hlotið þann
vitnisburð aö vera mjög fær
stjórnandi, eins og lfka má
ráöa af þeim störfum, sem
honum hefur veriö falið aö>”
gegna. Þaö mæltist þvi yfir-
leitt vel fyrir, þegar Carter fól
honum embætti vamarmála-
ráöherra. I Pentagon, sem er
miöstöö varnarmálaráöu-
neytisins, þótti vel ráöiö, aö
þar veldist til yfirstjórnar
maöur, sem var þar öllum
hnútum kunnugur. Ýmsir
helztu haukamir munu þó
hafa borið i brjósti nokkrar
efasemdir, þvi aö hann hafði
oft hafnaö ráöum þeirra, þeg-
ar hann fór meö yfirstjórn
flughersins. Þaö var á timum
Vietnamstriðsins, og var um
skeiö nokkur ágreiningur milli
Browns ogyfirmanna hans,en
ráöuneyti hans heyrði undir
varnarmálaráöuneytiö. Sök-
um þess, að Brown vildi beita
flughernum meira og taldi þaö
vænlegt til aö flýta fyrir
striöslokum. Aðrir vildu þá
heldur draga úr árásum og
fengu þvi ráöið. Um þaö má
deila hvorir höföu réttar fyrir
sér, en Brown hefur sagt siö-
ar, aö bæöi honum og öörum
hafi oröiö á ýmis mistök þá og
skorist hann ekki undan sinni
ábyrgö i þeim efnum.
Brown er sagöur heldur
þurr á manninn og hlédrægur.
Honum falli illa aö hlusta á
langar útskýringar undir-
manna sinna, heldur vilji fá
stutt og greinargóö svör viö
þeim spurningum, sem hann
leggur fyrir þá. Sjálfur er
hann skýr I framsetningu og
vann sér þvigottálithjá þing-
mönnum, þegarhann þurfti aö
veita þingnefndum upplýsing-
ar á þeim tima, sem hann
stjórnaöi ráðuneyti flughers-
ins. Hann er sagöur vinnu-
samur, eins og sést á þvi, aö
hann mætir venjuiega i
varnarmálaráðuneytinu klukk-
an 7.30 aö morgni og er
þar til 9.30 aö kvöldi. Hann
syndir i einar 30 minútur á
hverjum morgni og leggur auk
þess nokkra stund á tennis i
tómstundum sinum. Hann
reykir ekki og neytir áfengis
aöeins litillega. Hann er ekki
sagður mikill samkvæmis-
maður, en kona hans er sögð
bæta það upp. Þau eiga tvær
dætur, 21 árs og 20 ára, og er
fjölskyldulif hans sagt gott
Þ.Þ.
\