Tíminn - 23.10.1977, Síða 18

Tíminn - 23.10.1977, Síða 18
18 Sunnudagur 23. október 1977 menn og málefni Listir og þjóðlíf 1 kennslustund Á því leikur ekki vafi að tuttug- asta öldin mun ganga inn á spjöld íslandssögunnar sem eitt hið glæsilegasta skeið hennar i menningarlegu tilliti og að þvi er listsköpun varðar. Hér hefur nú- timaþjóðfélag á þessum tima verið að taka á sig mót með þeirri fjölbreyttu verkaskiptingu sem þvi fylgir, en samhliða hafa orðið ótrúlega miklar breytingar i is- lenzkri menningu og listum. Um það er mikið rætt að nýjar og nýjar atvinnugreinar nemi hér land, og margt hefur verið skrifað um iðnþróun og er það flest til framfara. En um hittfer ekki eins háværum frásögnum, að hér eru æ fleiri listgreinar að nema land á sama tima, og hér skapast smátt og smátt aðstæður til iðkunar æ fleiri visinda- og fræðigreina. Bókmenntir og skáldskapur eru á Islandi jafngamlar þjóðinni og frá alda öðli svo samgrónar þjóð- lifinu, að unnt er að kalla þær þjóðlegar i þeirri merkingu að þær ná til allra þjóðfélagshópa. Á þessari öld hefur málaralistin náð þeim árangri að verða einnig tal- in þjóðleg i þessari merk'ingu. Allt árið efna menn úr hinum ýmsu stéttum til málverkasýninga. Hópur manna hefur þessa list að aðalatvinnu sinni, en tölu verður ekki lengur komið á alla hina sem sinna henni i tdmstundum. Þriðja listgreinin sem hefur náð slikri almennri lýðhylli á Is- landi er leiklistin, og er þá átt við list leikarans. Við höfum að vlsu eignazt marga ágæta leikritahöf- unda, en sú grein bókmenntanna stendur þó enn að baki öðrum bók menntagreinum á landi hér og leikarastéttin er fær um að taka að sér flutning og túlkun fleiri og rismeiri leikverka en fram hafa komið á Islandi nú um nokkurt skeið. Margt óunnið að tónlistar- málum Ekki verður gert upp á milli listgreina svo að nokkurt vit sé i. Það er hins vegar athyglisvert hversu margir hugsuðir hafa álit- ið tónlistina æðsta allra lista. Nú er tónlist stunduð með ýmsu móti, og mundu ekki allir telja það allt til „æðri” menntar sem gengur undir nafninu tónlist um þessar mundir. Ef allt er talið verður að segja að tónlistin hafi numið hér land ekki siður en myndlistin, en ef menn gera meiri kröfur veröur að viðurkenna það að enda þótt „æðri” tónlist sé mikið stunduð þá er enn mjög verulegt starf óunnið að þvi að gera hana að al- þýðueign á Islandi og efla svo sjálfstæða tónlistarsköpun að hún geti tekið sér sæti við hlið bók- mennta og skáldskapar, mynd- listar og leiklistar sem þjóðleg listgrein i þeim skilningi sem hér var áður minnzt á. Einkum virðist mikið starf ó- unnið að tónlistar- og söngmálum i fslenzka skólakerfinu. A fyrstu áratugum þessarar aldar var tón- list og söngur mikið iðkuð i heimahúsum, og hlutverk stofu- orgelsins 1 islenzkri menningu þeirra merkilegu endurreisnar- tima er ómetanlegt og saga þess hefur enn ekki ver ð skráð. En um tónlistina verður það sagt, án þess að nokkurri rýrð sé með þeim orðum varpað á aðrar list- greinar, að hún getur valdið af- skaplega mikilvægu hlutverki á sviði uppeldis- og fræðslumála. Gildi tónlistar og söngs fyrir and- legan þroska, sálræna velferð og létt og greið samskipti manna á milli hefur verið viðurkennt á öli- um öldum allt frá dögum hinna fornu Hellena. Hér ber ef til vill að nefna einn- ig, svo sem eins og innan sviga, skákina, sem nýtur ódæmavin- sælda á Islandi. En um það hefur lengi verið rætt hvort hún er list- grein eða ætti fremur að teljast til visinda. Notum tækifærið Á þessum árum standa yfir miklar tilraunir i skólamálum og fræðslu barna og unglinga. Viö eigum hiklaust að nota tækifæriö meðan flest er i mótun og gefa listiðkun miklu meira rúm en verið hefur í grunnskólanum. Af þeirri iðkun verða fæstir að lista- mönnum, hvað þá snillingum. En barn, sem á þess kost aö stunda söng og hljóðfæraslátt, teiknun og leiktúlkun frá bernsku og fram yfir viðkvæmasta gelgjuskeiðið mun eiga bezta kost á þvi aö vaxa upp sem heilsteyptur maður i jafnvægi við sjálfan sig og um- hverfi sitt. Hér er um stórmál að ræða þótt umræðurnar um það taki ekki svo mikið rúm í dagblöðum eða þing- tiðindum sem þjarkið um ýmis önnur efni. Gera má betur Þegar minnzt er á tónlistar- málefni verður ekki hjá þvf kom- izt að fagna þeirri nýbreytni Sin- fónihljómsveitarinnar að halda hljómleika á ýmsum stööum úti um landið. Til skamms tima hefur starf hljómsveitarinnar miðazt um of við takmarkaðan hóp yfirstéttarfólks á höfuðborg- arsvæðinu. Aftur og aftur hefur það valdið vonbrigðum fólks, sem ekki á þess kost að sækja hljóm- leika að staðaldri, að komast að þvi þegar eftir er sótt aö allir miðarnir að hljómleikunum hafa verið seldir fastagestum. For- ráðamenn Sinfóniuhljómsveitar- innar ættu að sjá til þess að jafn- an væri kostur á þvi fyrir fólk aö kaupa sig inn á einstaka tónleika eftir aðstöðu þess og áhugamál- um. Meö þessu er ekki ætlunin að halda uppi neinum vitum á for- ráðamenn hljómsveitarinnar, nema siöur sé. Þeir verða aö sjá um rekstur hennar innan þeirra þröngu marka sem sett verða. Á þetta er einungis bent sem hug- leiðingu um það að alltaf má gera betur. En þessi ábending leiðir hug- ann að Listahátið I Reykjavik. Hún er mikilsverðlyftistöng fyrir allt lista- og menningarlif i land- inu. Hinu verður þó ekki neitað, þráttfyrir að sizt skuli amazt við Listahátiðinni, að skökku skýtur við að efnt er með jöfnu millibili til mikillar listahátlðar á þeim sömu árum og ekki er unnt að halda uppi söngkennslu eða æf- ingu skólabarna I listrænni túlkun i nema fáum af skólum landsins. Þaö er vitað að visu að sums stað- ar hafa kennarar lagt á sig mikið starf, og mest af hreinum hug- sjónaástæðum, til þess að bæta úr þessu og það er einnig vitað að sums staðar hefur söngkennslu verið haldið uppi með ágætum þrátt fyrir erfið skilyröi. List og mennt er meira en dægra stytting Það sem hér er um að ræða er spurningin um áherzlur I menn- ingarmálum. Hvort er meira um vert, t.d. við ráðstöfun almanna- fjár, listrænn áhugi og þörf tak- markaðs hóps menntafólks á höfuðborgarsvæðinu, fólks sem á nóg af peningum og ætti aö geta staðiö sjálftaðmestua.m.k. und- iráhugamálum sinum — eða hins vegar að verja fé þjóðarinnar til þess að gefa bömum alþýöunnar sifellt fleiri og betri tækifæri til þess að kynnast og njóta þess bezta sem mannsandinn hefur látið af sér hljótast? I þessu efni standa Islendingar, sem sjálfstæð menningarþjóð frammifyrir þeirri staðreynd, að þeir verða að sækja til beggja átta jafnframt. Annars vegar munu menn eigi deila um það að við verðum að kynnast þvi bezta sem gert er I heiminum á sviði listanna og við þurfum að sjá það og heyra hér i landinu sjálfu. En á hinn bóginn er okkur brýn menn- ingarleg þörf á þvi að alþýðu- menningin hljóti alla þá athygli og öll þau framlög sem fært er. Hún er sá grundvöllur sem ,,æðri”menntir og listalif spretta af, rétt eins og mosinn klæðir hraunið og verður með tiö og tima sá jarðvegur sem „æðri” jurtir og viður geta nærzt af. Listir og menntir eiga ekki að- eins að vera hugguleg dægra- stytting þeirra sem hafa góð kjör og hafa notið góðrar og langrar skólagöngu. Þær eiga um fram allt að vera virkur og sterkur þáttur i þjóðllfinu sjálfu og ná til allra. Kvikmynda- gerðin Einersúlistgreinsemá slðustu árum hefur leitað landgöngu á Is- landi með takmörkuöum árangri, og er það kvikmyndagerðin. Kvikmyndagerð er ef til vill fremur samruni nokkurra ann- arra listgreina að upphafi til en sjálfstæð listgrein út af fyrir sig, og þó munu menn ekki bera á móti þvi að hún hefur slika sér- stöðu, að henni verður ekki neitað um sjálfstæðan sess meðal list- anna. En kvikmyndagerð hefur þá sérstöðu um fram flestar aðr- ar listgreinar að hún er afskap- lega kostnaðarsöm og fjárfrek. Þessa staöreynd verða menn ein- faldlega að horfast i augu við. Það má ef til vill segja að það út- heimti ekki annað en frið og næði til þess að yrkja ljóð — að öörum forsendum gefnum. Það útheimt- ir á sama hátt liti og striga og næði til þess að mála mynd. En kvikmyndagerð er I rauninni at- vinnurekstur sem getur tekið langan tima. Að þessu leyti verð- ur henni einna helzt likt við flutn- ing mikilfenglegustu kórverka og hljómkviðna og við uppfærslu leikverka sem krefjast fjölmenn- is og mikils sviðsbúnaðar. Það skiptir alveg sköpum um það hvernig kvikmyndagerðinni mun reiða af á Islandi að menn geri sér grein fyrir þvi að það er einfaldlega ekki hægt að umgang- ast hana eins og einstaklings- bundna listsköpun þar sem starfsstyrkir eða aðrar fyrir- greiðsluaðferðir, sem fyrir eru, nægja til stuðnings. Til þess að greiða fyrir íslenzkri kvikmynda- gerð þarf veruleg fjárframlög m.a. vegna þess hve aðstæður eru hér erfiðar af öllum ástæöum. Hvaðan á að taka féð? Það er ekki nema eðlilegt að menn segi sem svo þegar mál sem þetta ber á góma: Hvaðan á að taka allt þetta fé? Og þannig hefur löngum verið spurt þegar framlög á sviði menningarmála eru rædd, og er ekkert við þvi að segja I sjálfu sér. Þjóðernislegt stolt og menningarlegur metnað- urmun löngum útheimta það, að fjármunum verði varið til þess- ara mála um fram það sem þau ,gefa af sér”. Slikt er augljóst mál og alveg sjálfsagt. En jafnframter réttað minna á það að menningarmálin haf a ekki notið sannmælis i umræðum al- mennings um fjármunalegan kostnað af þeim. Menn lita á það sem sjálfsagðan hlut að varið sé árlega órafétilathugana og kann-1 ana vegna verklegra fram- kvæmda. Hópar tæknimanna oe verkfræðinga eru langtimum saman á háum launum við það að finna hvar ekki á að leggja veg eða byggja brú og leita betur að hentugum stað eða aðstöðu. Þetta er eðlilegt og óhjákvæmilegt. Hins vegar rjúka menn upp til handa og fóta i hneykslun og bræði ef listamann hendir það að skila ekki frá sér snilldarverki að loknum tima sem hann hefur not- ið opinberra styrkja til listsköp- unar. Menn verða aö gera sér grein fyrir þvi, að i þessu efni veröur að „leita” lengi að hinu „rétfa”. Rétt eins og verkfræðingarnir leita fyrir sér með ærnum kostn- aði að réttum stað fyrir verklega framkvæmd og verja til þess miklu fé að hafna einhverjum öðrum stað, eins verður að verja miklu fé til lista og mennta áður en allir geta oröið sáttir á að með þvlhafi beinlinis verið stuðlað að sköpun snilldarverks. Tvær ábendingar Hér á landi er það mikill siður að útvarp og sjónvarp flytja er- lenda tónlist flutta af Utlendum listamönnum eða flytjendum. Þetta á við um hvers kyns tón- listarflutning,en einkum þó dans- lög og léttmeti. Fyrir flutninginn verðum við að greiða stórfé ár- lega I gjaldeyri. Með þvi að hverfa af þessari braut og fá Is- lenzka menn til þess að flytja þessa tónlist getum við sparað okkur talsverða fjármuni I gjald- eyri um leið og viö veitum tslend- ingum aukin atvinnutækifæri og getum stuðlað að mikilli grósku i tónlistarlifinu. Þetta hafa ná- grannaþjóðir okkar gert I stórum stil á undanförnum árum, og þær gera það ekki af einhverri tilvilj- un. Að slnu leytigildirhið sama um kvikmyndirnar þótt með öðrum hætti sé. Af landinu renna árlega háar fjárhæðir i gjaldeyri til er- lendra manna og fyrirtækja vegna kvikmyndasýninga og það er áleitin spurning hvort ekki er unnt að veita islenzkri kvik- myndagerð talsverðan stúðning með þvi að leggja henni til eitt- hvað af þvi fé sem greitt er til kvikmyndahúsanna og sjón- varpsins fyrir aðfá að njóta sýn- inganna. Það má einnig taka sem litið dæmi, án þess að dómur verði á það lagður hér, hvort það yrði ekki kvikmyndagerðinni ó- metanleg lyftistöng, ef sá háttur væri almennt tekinn upp að sýna stuttar islenzkar aukamyndir á undan venjulegum kvikmynda- sýningum. Þessar myndir gætu verið alls kyns frétta- eða fræðslukvikmyndir eða skopþætt- ir og þær ættu að geta náð til fólksins og vakið athygli þess og skemmtun ekki siður en aðrar kvikmyndir af sliku tagi. Þau laun sem kvikmyndagerðarmenn fengju fyrir vikið munu verða þeim drjúgur stuðningur. List og mennt samgróin þjóðlífi Þessum hugleiðingum skal lok- ið á þvi að minna á að líklega er það miklu vænlegri aðferö til stuðnings listsköpun f landinu að fá listamenn til ákveðinna verka, helduren sú aðferð sem hér hefur verið almennust að greiða þeim minni háttar fjárhæðir sem nokk- urs konar viðurkenningu fyrir unnin störf og f heiðursskyni. Spyrja má hvort það væri svo ó- skynsamlegt að opinberar stofn- anir, skólar og sveitarfélög gerðu það að sið, aö kalla til listamenn til að semja og flytja verk sin við t.d. upphaf skólaársins þegar nemendur koma fyrst til náms, við setningu fyrsta bæjarstjórn- arfundar, við setningu Alþingis o. s. frv. Þau ljóð leikþættir, tónverk eða dansverk sem af sliku spryttu verða sjálfsagt ekki öll sfgild meistaraverk, en þó felst I þeim stórkostleg viðurkenning á gildi og hlutverki listar og menntar 1 þjóðlffinu. Að sama skapi er þaö fram- íaraspor að ætla opinberum stofnunum, skólum, sveitarfélög- um o. s. frv. að verja einhverjum fjármunum til þess að fá mynd- listarmenn til skreytinga f húsa- kynnum stofnananna eða fyrir- tækjanna, eða til þess aö fela þeim að mála myndir höggva i stein eða vinna úr málmi lista- verk, sem siðan verði komiö fyrir á hentugum stöðum. Rithöfundum og hugsuðum má veita mikilsverða viðurkenningu með þvi t.d. að fela þeim að flytja erindi eða stutta fyrirlestra við svipuð tækifæri og hér voru nefnd áður. Aðalatriðið er það, að listir og menntir eiga ekki að vera nein sérgrein tiltölulega fárra manna sem fyrir fram hafa séraðstöðu i samfélaginu. Fámenn þjóð sem hefur metnað og stolt til að lifa sjálfstæðu þjóðlegu menningarlifi og ávaxta sitt þjóðernislega pund verður að leggja megináherzlu á það að list og mennt sé lifandi, viðtækur og sterkur samgróinn þáttur í öllu þjóðlifinu, sjálfsagð- ur hluti allra þeirra athafna sem einhvers þykja verðir sérstak- lega og fyrir framlög á þeim svið- um sé mönnum greitt rétt eins og öðrum þeim sem leggja hönd að verki. JS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.