Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. október 1977 23 leseradur segja Tófa Min er ævi ár og sið anzi blóðug saga. Upp að augum alla tið ær og lömb ég naga. Þessilitla visa varð til, þegar ég las fregnina um tófu--vina- félagið á Akranesi. Ekki trúi ég að þetta sé satt, að nokkur maður gangi i þetta félag nema upp á grin. Eitt er það, sem þeir vilja beita sér fyrir að skráð verði saga tófunnar. Ekkert dýr á ís- landi hefur verið eins mikið skrafað um og tófuna. Eða eru þessir menn, sem stofnuðu þennan félagsskap, tófuvina- félagið, það fáfróðir um tófur, að þeir þurfi að fá sérstaka bók um hana. Þótt menn séu að spauga um að það þurfi að friða tófuna, dytti engum manni slikt i hug, sem eitthvað þekkir til tófu. Bændur hafa alla tið mátt eiga von á þvi, að missa meira og minna af lömbum i tófuna. Það er ófögur sjón að koma að tófugreni, þar sem allt er þakið af lambshausum, stóru lömbiri bitin á snoppuna, snoppan étin upp að augum, en minni lömbin bitin á háls. Oft sleppa lifandi kindur frá tófunni. Það er ófögur sjón að rekast á þær kindur. Ég hef fundið kind á vordegi, það var hryllilegt að sjá! Þetta var stór og falleg tvævetla komin að þvi að eignast lömB. Tófan hafði flæmt hana niður i gil og út i á i tanga, þar fann ég hana. Hún stóð þar og gat sér enga björg veitt, bitin eftir tófu. Snoppan var nöguð upp að augum og tungan var lika farin, blóð- slettur um allt, svona geta kindur lifað langan tima. Það kemst spilling i sárið, svo deyja þær mjög kvalafullum dauða. Þaðer algengt að fá svona kind- ur i smalamennskum snoppan útbiuð i maðki og kindin grind- horuð. Eftir að ég sá tófubitna kind fór ég fyrir alvöru að skjóta tófur, og hef nú skotið mörg hundruð stykki, og vona að ég eigieftir aðbætavið þátölu. Það er fleira en kindur, sem tófan gerir mein. Allir fuglar, sem hún ræður við eru i voða fyrir henni. Varplönd er hún fljót aðskemma, og tófa, sem kemst i æðarvarp og hefur þar næði, hún er ekki lengi að sundra þvi. Grefur öll egg, sem hún ekki fer með heim á greni. Nei, saga tófunnar er ekki falleg. Hún hefur alltaf legið sem farg á fjárbændum. Nú virðist hún vera farin að' fara halloka fyrir manninum. Þótt hún sé með fæsta móti núna þá kemur alltaf fyrir að eitt og eitt dýr fari aðbita fé. Þótt tófan væri ekki friðuð nema i fimm ár, þá er fjölgunin það mikil, að allt fuglalif væri i voða. Og ekki vildi ég þá vera fjárbóndi. Tökum dæmi. I sjö hreppum við Isafjarðardjúp eru unnin þrjú tófugrenin til jafnaðar i hverjum hreppi á hverju vori. Sex dýr til jafnaðar i hverju greni. Atján i hverjum hreppi. Næsta ár frá friðun yrðu 9 greni i hverjum hreppi, hundraðsex- tiu og tvö dýr. Þar næsta ár yrðu 81 greni eða 486 dýr. Þar næsta ár yrðu 243 greni i hverjum hrepp eða 1438 dýr, þar næsta ár yrðu 719 greni eða 4214 dýr. Eftir fimm ár frá friðun tóf- unnar þá yrðu aðeins 29498 tófur i þessum 7 hreppum við Isa- fjarðardjúp eftir sex ára friðun. En reikna mætti með, að þær leituðu mikið af svæðinu á aðra staði, sem minna væri um tófu. Svo eru hreppar á landinu, sem meira er um tófu en við Isa- fjarðardjúp. Svo yfir landið allt yrði þetta dálaglegur hópur, og þá væri nóg að gera fyrir veiði- menn ef þá yrði leyfð veiði. Gisli Kristinsson, Þormóðsdal. SUSANNA LENOX sig, lét húf u sína og kjólinn niður í pokann, sléttaði káp- una og fór í hana. í meira en eitt ár hafði hún sett flétt- urnar í hnút aftan í hnakkanum, en henni fannst, að hún hlyti að verða f ullorðinslegri útlits, ef hún brygði þeim yfir höfuðið. Hún reyndi þetta og var harðánægð með árangurinn. Síðan setti hún Ijósrauða sólskinshattinn upp og f lýtti sér niður til þess að verða sér úti um mat. Það var kaf reykur í f ordyrinu og loftið þrungið sterkju af steiktu kjöti. Hún sá, að verið var að bera á borð há- degismatinn. Stúlka í bláu pilsi og blárri treyju, sem öll var brýlug og bliknuð af svita, vísaði henni til sætis við eittaf borðunum í borðstof unni. „Það kemur hingað einn karlmaður enn", sagði hún. „ Ég læt hann sitja hjá yður. Hann bítur yður ekki, vona ég, þó að ég nenni ekki að hola honum niður við sérstakt borð". Það var ekki hægt að andmæla svona röksemd, svo að innan skamms var kominn til hennar holduqur maður með sítt og glansandi hár og andlit sem minnti á af dankaðar og forfallinn prest.Hún þóttist undir eins vita að hann væri einn úr hópi þessa fólks, sem f lakkar milli smábæjanna og heldur sýningar og selur kynjalyf og leikur alls konar töfralistir á götunum við glætuna frá útiljóskerunum. Innan lítillar stundar var búið að þekja borðið smádiskum, sem á voru ýmsar og misjafnlega girnilegar krásir. En hvorugt þeirra var sérstaklega matvant, svo að allt var etið af góðri lyst. Þegar ábætirinn kom, vildi mötunautur hennar fara4að gefa sig á tal við hana. „Það er heitt í dag ungfrú", sagði hann. „Já, það er nokkuð heitt", sagði Súsanna. Hún vogaði sér að líta beint f raman í hann. Augu hans voru hýrleg og vingjarnleg, og augnabrúnirnar voru svo fallega boga- dregnar, að það vakti jaf nvel athygli hennar, eins ung og óreynd og hún var. Hver sem skaphöf n og hver sem þjóð- félagsstaða þessa manns var, þá var það engum vafa undirorpið, að hann var gáfaður. „Flugurnar eru áleitnar", hélt hann áfram. „En ekki er þetta mikið móts við það, sem er í Ástralíu. Þar verður maður að tína flugurnar af sér — þessi líka heljarf lykki, sem skaðbíta. Þarlendir menn hlógu oft að okkur, þegar við vorum að reyna að bursta þær af okkur á leiksviðinu". Súsanna svaraði ekki, en hún hafði hlustað kurteisleqa á sessunaut sinn. Maðurinn hélt áfram að skemmta sér viðfrásögusína. „Ég var þá í leikf lokki. Ég átti að leika skrípi, en ég var rekinn með skömm — hreint og beint með skömm. En ég hélt áf ram að vera í leikf lokki. Ég er enn í leikflokki — þó að ég leiki ekki lengur skrípi. Ég stend sjálfur fyrir sýningum. Þér getið kannski komið á leiksýningu hjá okkur í kvöld, ef þér verðið hér í bænum? Báturinn okkar liggur við festar þarna niðri við flot- bryggjuna. Þér sjáið hann hérna úr glugganum. Komið þér niðureftir og bjóðið einhverjum kunningja yðar með yður". „Þakka yður fyrir", sagði Súsanna — hún gleymdi hver hún átti að vera og hvernig hún átti að tala. ,, En ég er hrædd um, að ég geti ekki komið". Það var eitthvað í svip ókunna mannsins — einhver spyrjandi f orvitni, f remur lúmsk, en opinská — eitthvað, sem kom illa við hana. Það gaf til kynna, að þessi maður sæi of urvel, að hún var ekki sú, sem hún þóttist vera, og henni fannst hann vera að reyna að hnýsast í leyndarmál hennar. Brún augun hans voru vingjarnleg, en óþægilega athugul. Hún varekki búin að borða nema helminginn af ábætinum sínum, er hún stóð upp, bað afsökunar og flýtti sér upp í herbergið sitt. Um leiðog hún lokaði hurðinni, flaug henni í hug pen- ingaveskið, sem Spenser hafði fengið henni. Hún hafði skiliðþaðeftirá borðinu hjá veiðimalnum. Malurinn var þar enn, en veskið ekki.,, Ég hlýt að haf a stungið því nið- ur í malinn", sagði hún upphátt og hrökk við, er hún heyrði málhreiminn. Hún gáði í malinn og leitaði siðan um allt herbergið, sem ekki var enn búið að ræsta. Hún hristi sængina, gáði niður í borðskúff una og undir rúmið og leitaði síðan á ný í malnum. En veskið var horfið — það var búið að stela því. Hún settist á rúmstokkinn og lagði hendurnar í keltu sína og starði á blettinn, þar sem hún hafði síðast séð veskið liggja — veskið hans, sen hann hafði beðið hana að varðveita. Gat hún látið hann sjá sig eftir þetta? Hvað myndi hann hugsa? Þannig launaði hún honum hjálp- semi hans. Hvað átti hún að gera? Það hlaut að vekja mesta styr, ef hún talaði um þetta við veitingamanninn og athygli fólks myndi beinast að henni — og myndi hún verða nokkuð nær því að fá aftur veskið, sem veitinga- maðurinn hafði kannski stolið? Hún mundi það núna, að hann hafði verið skrýtinn á svipinn og boðið henni góðan dag svo smeðjulega, er hún gekk gegnum skrifstofu hans. Það stakk í stúf við f ramkomu hans kvöldið áður. Vinnustúlkan kom inn. Súsanna bað hana að fara, settist viðgluggann og starði út yf ir f Ijótið. Hann hlaut að koma innan skamms. Hún óskaði þess, að hún gæti f lúið brott og falið sig. Hann hafði lagt sig í líma til þess að hjálpa henni. Og þannig fór hún að ráði sínu. Hún var látin vita, að kominn væri kvöldverðartími. En hún af þakkaði kvöldmat, sagðist vera lasin. Hún leit- aði hvað eftir annað um allt herbergið og marg-gáði í pokann. Þess á milli hvíldi hún sig fáeinar mínútur, en spratt ævinlega upp aftur eftir litla stund. Loks settist hún við gluggann og starði út yfir fljótið, sem rökkrið var að byrja að færast yfir. Einu sinni varð henni snöggvast litið niður að marglitum og skreyttum báti leikflokksins. Maður — sessunautur hennar frá því um morguninn — stóð í stafni og reykti vindil. Hún sá, að hann veitti henni athygli, og henni datt í hug, hvort hann myndi hafa séð hana æða fram og aftur um herbergið. Kona kom út úr káetunni og gaf sig á tal við hann. Hún lokaði gluggahlerunum undir eins og hann var hættur að horfa á hana. Og þarna kúrði hún alein og beið þess, að stundirnar siluðust áfram. Það var ekki fyrr en undir morgun, að hún sofnaði snöggvast. Hún hafði haft höfuðverk, sem loks skánaði, en hugraunir hennar voru að gera hana brjálaða. Hún var hrædd um, að hann myndi koma á hverri stundu, og hún var hrædd um, að hann myndi ekki koma. Vinnu- stúlkurnar reyndu að fá hana til þess að borða morgun- verð. Hún hefði ekki getað kingt nokkrum munnbita. Hún hefði ekki þorað að bragða þann mat, sem hún gat ekki borgað. Hvað myndi nú verða gert við hana, ef hann kæmi ekki? Hún leitaði enn einu sinni að veskinu, hélt hvað eftir annað, að hún hefði komið við það undir þessu eða hinu, en það reyndist ávallt eintóm ímyndun. Um nónbilið var drepið á dyr hjá henni. „ Bréf til yðar, ungfrú", sagði vinnukonan. Súsanna spratt á fætur, þreif bréfið, reif það upp og las: „Þegar ég kom aftur þangað, sem hesturinn var, og ætlaði að fara á bak, sló hann mig og laskaði annan fót- legginn. Þú ættir að reyna að komast til Cincinnati með lestinni. Þegar þú hefir komið þér fyrir, sendir þú mér heimilisfang þitt í skrifstof una. Ég verð kominn aftur til starfa eftir fáar vikur. Ég vildi skrifa þér ýmislegt „Ég ætti kannski að læra ganga á höndunum”. „Nýtt gólfteppi heima”. DENNI ; ’ DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.