Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 30

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 30
30 Sunnudagur 23. október 1977 Maðurinn goðsagan — Bob Dylan, andófsmaðurinn, peningamaðurinn, eða maðurinn. Af hinum einfaldari lögum Dyl- ans kemur alltaf eitt hans fyrsta upp I hugann, þ.e.a.s. „Blowin’ In The Wind”. betta er lika eitt hans þekktasta lag og varö raunar frægt á undan Dylan sjálfum. Þaö verður heldur ekki af Dylan skafið, að með lögum sinum og ljóðum hefur hann haft gagnger áhrif á heila kynslóö, heilt timabil. — Það, sem Bitl- arnir voru sem hljómsveit, það var Bob Dylan sem einstaklingur. Og enn er Bob Dylan við lýði. Hljómsveit getur sundrast og ein- mitt það gerðu Bitlarnir. Ein- staklingur getur i mesta lagi horfið af sjónarsviðinu, þ.e. á meöan hann enn lifir, og svo fór einnig hjá Bob Dylan. Enginn veit fyllilega hvað gerðjzt, talað var um mótorhjólaslys en svo mikið er vist, að Dylan hvarf sjónum manna i nokkur ár. Hátt uppi/ langt niðri — Llf mitt einkennist af öfgum, hefur Dylan sjálfur sagt. — Það kemur sjaldan fyrir að skap mitt einkennist lengi af sömu rónni. Ég er stundum hátt uppi og ham- ingjusamur, I annan tima held ég mig við jörðina, en svo er ég oft mjög hryggur og langt niðri. Og það er ekki umhverfinu aö kenna, ég ræð þvi oftast sjálfur, enda er ég mikið einn með sjálfum mér. Tilfinningar minar læt ég litið i ljós við aðra, tekst þaö a.m.k. ekki vel, það er eins og ég geymi þær söngvum minum, þar þarf ég lika á öllum minum kröftum að halda. Bob Dylan er annars litið um blaðaviötöl. Blaðamenn kann hann alls ekki að meta. 1 hans augum eru þeir allir illfygli, sem biða þolinmóðir eftir þvi, að hann tali af sér eða segi eitthvað I trún- aði, sem siöan má slá upp með feitu letri I fyrirsögn. — Fremur vil ég semja eitt lag en að eiga 1000 einkaviðtöl við blaðamenn, segir hann. — Ef ég þarf aö tjá mig um guðstrú eöa hvaða frambjóöenda ég tel hæfastan og mundi vilja kjósa, vil ég heldur gera þaö i ljóði en láta hafa það eftir mér af blaðamönnum. Þó er ekki hægt aö forðast að verða misnotaður af blaðamönnum, það hefur hent mig mörgum sinnum. Bob Dylan segir, þótt undar- legt kunni aö virðast, að með söngvum sinum sé hann ekki að vilja neitt, aöeins sé um sjálfs- túlkun að ræða. — Auk þess verð ég að hafa eitthvað til að lifa af og geti ég selt lag, leik ég það inn á plötu. En þaö verður þó alltaf fá- tiöara. Lögin min og ljóðin fjalla yfirleitt einfaldlega um, hvernig mér liður og hvaö ég er að hugsa, það og það augnablikiö, þ.e.a.s. þegar ég sem það. Gyðingurinn Bob Dylan er af Gyðingaættum og þó hann vilji yfirleitt ekki láta skoðun sina I ljósi um þrætur Israela og Araba, er hann ekki með öllu áhugalaus um málefni Gyðinga. — Maöur hefur ósjálfrátt áhuga á sögulegum og trúarlegum bak- grunni sinum og þetta á einkum og sér I lagi við um Gyöinga, þvi að frá örófi alda hafa þeir veriö hataðir á hinn furðurlegasta hátt, segir hann. Þó segist Dylan ekki skipta sér af heimskulegum smáerjum, sem alltaf eiga sér stað i veröldinni, Enda þótt iistrænn sköp- unarmáttur söngvarans Bob Dylan sé ekki hinn sami eftir lok sjötta ára- tugarins/ hafa fáar plötur hans selzt eins vel og ein- mitt þær síðustu. Ástæð- urnar geta að sjálfsögðu verið margar, t.d. að nú eru til fleiri hljómflutn- ingstæki í veröldinni, aö Dylan er almennt viður- kenndur i dag en ekki um- deildur einsog áður, og svo hafa aldursmörk þeirra, sem í dag kaupa rokk- plötur færzt nær þriturju. Samt hefur Bob Dylan á siöustu plötum sinum ekki haft margt nýtt fram að færa, nema heizt dæmi um aölögunarhæfni sina. En vinsældir hans virðast ekki ætla að þrjóta. Þótt hann flytji ljóð um hin almennu sanmndi ástarinnar, eru textar hans enn álitnir merkilegir og hrósvferðir. Ræflarokkið vinnur á — í vinsælda Kiki Dee kosningum Melody Maker Ræflarokkið lætur nú I fyrsta skipti að sér kveða i árlegri vin- sældakönnun enska poppritsins Meiody Maker. Johnny Rotten sem var kosinn fjórði bezti breski söngvarinn og hljóm- svcitin (hans) Sex Pistols eiga þrjár af beztu litlu plötum árs- ins að áliti lesenda Melody Maker. Þá var ræflarokks- hljómsveitin The Stranglers kosin bjartasta von Bretlands. En þrátt fyrir allt eru þaö gömiu rokkararnir sem blifa, enn a.m.k. og annaö árið i röö voru Jon Anderson (Yes) og Kiki Ilee kosin beztu karl- og kvensöngvararnir. Af öörum úrslitum má nefna að hljóm- sveitin Yes var kosin bezta L hljónisveitin (alheimur) og Jimmy Page kosinn bezti gitar- leikarinn (alheimur) og hljóm- sveitin Genesis var kosin bezta hljómsveit Bretlands um þessar mundir. Jon Anderson Bob Dylan Hann hefur meiri áhuga á einu' litlu haustblómi. — Sjónvarpsfréttir t.d., segir hann, er eitthvert það leiðinleg- asta og einhæfasta fyrirbrigði, sem ég þekki. Þeir gætu þess vegna sýnt þriggja ára gamlan fréttaþátt, enginn yrði þess var. Heimurinn breytizt litið og hægt. Sjónvarpsfréttirnar fjalla alltaf am stórpólitiskar ráðstefnur, ippbyggingu eða niðurrif, deilur, strið og atvinnuleysi. Þann dag, sem þær veröa meira uppbyggj- indi, verður kannski þess virði að íorfa á þær. Andófsmaðurinn A sjötta áratugnum varð Bob Dylan frægur fyrir mótmæla- söngva og frumherji á þvi sviði. Þetta timbil I llfi Bob Dylan, sem skóp honum mikið umtal, er algjör andstæða við lif hans og viðhorf I dag. Nú finnst honum stjórnmál ekki skipta sig máli, hann lifir við munað og viðhorf hans einkennast nokkuð af þvl, Bob Dylan hefur oft verið að þvi spurðurhvort hann hafi gripið til mótmælasöngvanna á sinum tima, vegna þess að þeir áttu þá hljómgrunn, aö það var mark- aöur fyrir þá og hann með glöggt viðskiptavit sitt, sá sér færi á aö nýta þennan markað. — I þá tlð hafði ég tilfinningu fyrir sllkum söngvum, ég hef það ekki lengur, svarar Bob Dylan, — „Blowin’ In The Wind” er I minum augum bara lag eins og kannski i augum flestra annarra, ég velti ekki vöngum yfir þvl, að ég skrifaði textann. Bob Dylan hefur þrátt fyrir allt gaman af þvi að flytja lög sin opinberlega. Um langa hrlð sást hann ekki á sviði, en nú kemur það ekki svo sjaldan fyrir, þó aö- eins þegar hann sjálfur æskir þess. Hann gæti með góðu móti lifað af þvi sem fyrri verk hans færa honum I arð árlega. En fortiöin er I hans augum eitthvað sem skiptir engu máli og er helzt ekki til. — Þaö, sem mestu máli skiptir, eru tónleikarnir I dag, og lagiö, sem ég nú er að semja, það sem gerðist I gær hugsa ég ekki um. — Aö hafa alltaf fólk hangandi utan I sér getur orðið óþolandi, einkum og sér i lagi séu það aðdá- endur. Það er rétt eins og maöur opni ekki munninn án þess að segja eitthvað, sem veldur tima- mótum. En enda þótt Bob Dylan vilji helzt ganga aö goðsögninni dauðri lifir hún enn. Þvl getur hann ekki breytt. Queen Hljómsveitin Queen er eink- um fræg fyrir tvö sfðustu lang- spil sin: „A Night At The Opera” og „A Day At The Races”. Báðar þessar hljóm- plötur kostuðu gifuriega mikla peninga og vinnu við hljóð- ritun, og var þar ekkert til sparaö. Þetta bar lika þann ávöxt, að nú er hljómsveitin einhver hin vinsælasta a.m.k. I Evrópu. Nýlega hefur söngv- ari hl jóms veitarinna r, Freddie Mercury, þó iátiö hafa það eftir sér, að næsta iangspil Queen, sem væntan- legt er I vetur veröi meö allt öörum brag, tónlistin einfald- ari I sniöum og tæknivinnan þvi ekki eins gifurleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.