Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 23. október 1977 „Eg er mjög ánægður með hlutskipti mitt” Heimafólk i Vorsabæjarhjáleigu. Talið frá vinstri: Guðmundur Guömundsson, Anný Guöjóns- dóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingimar Ottósson, Anný Ingimarsdóttir 9 ára og Sigurbjörg Ingimarsdóttir 11. ára. A myndina vantar tvo unga pilta, þá Guðmund og Steinar. Þeir voru ekki komnir heim úr skólanum, þegar myndin var tekin. Timamynd Róbert. I Vorsabæjarhjáleigu í Flóa býr maður, sem heitir Ingimar Ottósson. En hann hefur ekki al- ið allan aldur sinn þar. Hann var sjómaður um langt árabil og sigldi þá höfin þver og endi- löng. Það gerist ekki oft, að blaðamenn hitti sveitabændur, sem eiga sama starfsferil að baki og Ingimar i Vorsabæjar- hjáleigu, og mun raunar vera fágætt, ef ekki einsdæmi að maður i bóndastöðu eigi að baki miklu lengra starf sem far- maður en bóndi. Meðal annars þess vegna er það næsta girni- legt að skipta nokkrum orðum við Ingimar bónda og heyra hvað hann hefur að segja. Sjómaður hátt á þriðja áratug — Fæddist þú ekki i Reykja- vik, Ingimar, þótt þú sért nú kominn út i sveit? — Jú, ég bæði fæddist og ólst upp þar. í sveitvarég þó, þegar ég var drengur en samt ekki hér, heldur austur i' Landbroti. Þar var ég i fimm sumur. — En hvernig stóð á þvi að þú brást á það ráð að gerast bóndi I Flóanum? — Ég kvæntist dóttur bóndans hérna, en við fórum samt ekki strax að búa hér, þvi að ég var sjómaður og stundaði þá at- vinnu i tuttugu og sex ár, áður en ég gerðist bóndi. — Hvers konar sjómennsku stundaðir þú? Varstu farmaður eða fiskimaður? — Hvort tveggja. Ég byrjaði á fiskibátum. Fyrsta sjóferðin min var á si'ldarbát árið 1944. Þá var sildin fyrir norðan land og ég tók þátt i þvi að veiða hana i nokkur sumur. Næst sneri ég mér að milli- landasiglingum og byrjaði á gamla Selfossi árið 1948, og var svohjá Eimskipafélagi Islands i ein tiu ár, fyrst háseti en siðan bátsmaður. Að þessum tima liðnum réðist ég til Hafskips og var þar álika lengi en samanlagt stundaði ég millilandasiglingar i tuttugu og tvö ár. — Þu hefur verið búinn að koma viða? — Já, ekki er þvi að neita. Við sigldum til flestra eða allra þeirra landa sem tslendingar skiptu við þessi ár. Við fórum bæði til Brasiliu, Kúbu og Mið- jarðarhafslandanna. Að ekki sé minnzt á hin nálægari lönd, eins og til dæmis Norðurlöndin. — Þótti þér ekki nýstárlegt, þegar þú komst fyrst t.d. tii Miðjarðarhafslanda? — Við sáum óneitanlega margt gerólikt þvi, sem við eig- um að venjast hér norður frá. — Gátuð þið þá stanzað eitt- hvað að ráði til þess að litá I kringum ykkur? — Viðstaðan var mjög mis- jafnlega löng. Við sigldum aðal- lega með saltfisk til Spánar, Italfu og Grikklands. Það gat farið eftir ýmsu, hversu langur stanzinn var á hverjum stað. — Þið hafið þó ailtaf getað farið i land um stund? — Já, oftast en ekki alltaf. Það gat staðið svo á vöktum, að ógerningur væri að skreppa i land.en þó var það sjaldgæfara en hitt. — Varekkisiður að kaupa sér eitthvað,fatnað eða annað, þeg- ar i land var farið? —Fatnaður var ekki keyptur i Miðjarðarhafslöndum. Hann þótti hvort tveggja dýr og óhentugur. Við keyptum miklu heldur föt i norðlægari löndum, en annars má segja að okkur þætti beztað verzla i Englandi. — Verða menn ekki þreyttir á svona langvarandi siglingum, þótt þær þyki kannski heillandi fyrst i stað? — Jú. Ég var orðinn þreyttur. Siglingum fylgir mikil spenna, Rætt við farmann, sem gerðist bóndi það er alltaf verið að flýta sér að hinu ógleymdu, að menn eru að koma og fara á öllum tlmum sólarhringsins. Það þurfa auð- vitað allir að standa vaktir og skila sinum vinnutima, fyrir ut- an aukavaktir og iðulega þarf bátsmaðurinn að vera viðlátinn, jafnvel öðrum fremur. Bóndi i Flóanum — Hvað varð svo. til þess að þú hættir farmennskunni? — Ég var farinn að hugsa mér til hreyfings, mig langaði að verða mér úti um aðra vinnu, áður en það væri orðið of seint. Nú stóð svo á, að tengdaforeldr- ar mlnir voru orðnir einir hér heima og þá brá ég á það ráð að flytjast hingað til þess að þau þyrftu hvorki að hætta búskapn- um né draga mjög saman segl- in. — Og þá hefur þú tekið við búi hér. Hvenær var það? — Það var árið 1970. — Og hvernig hefur þú svo un- að hag þinum hér þessi sjö ár? — Alveg ljómandi vel. Þetta erauðvitað gerólikt þvi lifi, sem ég lifði áður, þaðmá heita að ég hafi skipt algerlega um lifnaðarhætti. Hér er nóg að gera — og rúmlega nóg stund- um,en égþarfþá ekki heldurað kvarta um atvinnuleysi eða verkefnaskort. — Þótti þér ekki fátt um að vera i sveitinni, fyrst ef tir áð þú komst hingað? — Nei, ekki fann ég til þess. Vorsabæjarhjáleiga I Flóa Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.