Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 13
ll-lli.lll.il 111 Sunnudagur 23. október 1977 13 Þroskahjálp á Suðurnesj um Mánudaginn 10. þ.m. var hald- inn stofnfundur félagsins Þroska- hjálpar á Suðurnesjum. Fundur- inn var haldinn i Félagsheimilinu Stapa og voru stofnfélagar um 80. Séra ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur i Keflavik flutti setningarræðu og gerðu fundar- menn góðan róm að máli hans. Gestir fundarins voru þeir Einar Hólm, forstöðumaður Skálatiíns- heimilisins og Gunnar Þormar, formaður landssamtakanna Þroskahjálp, og fluttu þeir gagn- merk erindi og svöruðu fyrir- spurnum. Fyrstu stjórn félagsins skipa, Einar Guðberg, formaður, Asgeir Ingimundarson, Njarðvík, Páll Þórðarson, sóknarprestur, Njarðvlk, Valgerður AgUsta Ragnarsdóttir, Grindavik, Kristln Guðmundsdóttir, Garði, Sigriður Eyjólfsdóttir, þroska- þjálfi, Keflavik, Reynir Eirlks- son, Keflavlk og Sæmundur Pétursson, Keflavlk. Tilgangur félagsins er að berj- ast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Að þroskaheftum veitist ákjósanleg skilyrði, til að ná þeim þroska, sem hæfileikar þeirra leyfa, og að starfsorka þeirra verði nýtt. Að annast kynningu á málum þroskaheftra með útgáfustarf- semi eða á annan hátt. Fyrsta viðfangsefni hinnar ný- kjörnu stjórnar eraðkanna fjölda þroskaheftra einstaklinga á Suðurnesjum, greina sérþarfir þeirra og að því loknu, leggja fram hugmyndir um starfshætti. Verð á kolmunna og spærlingi ákveðið Stvkkishó/mur Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- Utvegsins hefur ákveðið að lág- marksverð á kolmunna og spærl- ingi til bræðslu frá 15.okt. til 31. des. skuli vera 11 kr á hvert kg. kolmunna. Verðið er miðað við 8% fituinnihald og 19% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um 65 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytistfrá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir 0,1%. VerNð breytist um 80 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnismagn breytist frá við- miðun og hlutf allslega fyrir hvert 0.1%. Hráefnisverð skal þó ekki lækka eftir að mæld fita fer niður fyrir 3%. Fituinnihald og fitufrltt þurr- Hvergi hvikað frá — kröfu um endurskoðun- arréttinn A mjög fjölmennum fundi i Starfsmannafélagi rfkisstofnana, sem haldinn var á Hótel Esju i gær var svohljóöandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Fundur Starfsmannafélags rikisstofnana haldinn á Hótel Esju 21.10 1977 áréttar áður framkomna afstöðu um að I yfirstandandi samningum verði hvergi hvikað frá kröfu BSRB um endurskoðunarrétt á samningstimabilinu meö verk- fallsrétti, og lýsir yfir eindregn- um stuöningi og samstööu með forystunni I baráttunni fyrir þessu úrslitaatriði samning- anna.”Fréttatilkynning frá BSRB efnismagn hvers kolmunnafarms skal ákveðið af Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameiginlega af fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju eftir nánari fyrir- mælum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaöarins. Verð á hvert klló spærlings er 9.80. Verðið er miðað við, að selj- endurskilikolmunna og spærlingi áflutningstæki við hlið veiðiskips eða I löndunartæki verksmiðju. Ekki er heimilt að nota aðra dælu en þurrdælu eða blanda vatni eða sjó I hráefni við löndun. Verðið er uppsegjanlegt frá og með 16. nóv. og slðan með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum kaupenda I nefndinni gegn atkvæðum full- trúa seljenda. Frétt frá Verölagsráði sjávarútvegsins. SKOÐIÐ VÖRUÚRVALIÐ — það er meira en yður grunar ATH. Allar vörur í verzluninni eru seldar á sama verði og í verzlun okkar í Reykjavík Húsgögn - Teppi - Raftæki Jón Loftsson hf Þvervegi 8 - Stykkishó/mi - Sími 93-8333 MBiipa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.