Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 23. október 1977 15 stað í lirfu blaðlúsarinnar, sem er henni síður en svo til gtíða. Lirfan deyr og fæðir af sér sníkjukónguló i stað nýrrar kyn- slóðar af gróðurhúsablaðlús. Gróðurhúsablaðlúsin fyrir- finnst heldur ekki i okkar dýra- riki. Hún er innflutt meindýr. Blaðlúsin dvelur yfir veturinn i gróðurhúsinu og fer siðan út undir bert loft á sumrin, en snýr svo aftur inn i gróðurhúsið á haustin. Þvi er nauðsynlegt að finna einhver úrræði til að út- rýma þeim, — segir Stenseth. Hann bætir þvi við, að þegar farið var að hafa mörg gróður- hús á litlu svæði hafi útbreiðsla blaðlúsarinnarfarið minnkandi. Spunamaurinn er til I norska dýrarikinu og þvi kemst hann inn i gróðurhúsin I gegnum loft- ventla og lokur. Maurinn dvelur i gróðurhúsunum yfir veturinn. Árangursrikar aðferðir A grundvelli nýrrar þekking- ar um liffræði og atferli nytja- dýranna má gera mjög árangursrikar tilraunir. Rann- sóknarmenn sjá sér nú fært að leiða til lykta mjög árangurs- rikar og auðveldar aðferðir sem nota má I baráttunni gegn mein- dýrum. — En ekkert þessa kemur að notum ef þeir, sem hafa með þetta að gera, notfæra það sér ekki á réttan hátt. Það verður að meðhöndla þessa hlutiá rétt- an hátt til að réttur árangur ná- ist, segir Stenseth. Algengustu mistökin eru þau, að nytjadýrin (eða rándýrin) eru sett út of seint og þvi ná þau ekki að dreifa sér nægilega út um gróðurhúsið. í baráttunni gegn spunamaumum gefur það beztan árangur að hafa slfellt samspil á milli spunamaursins og ránmaursins i gróðurhúsinu. En f jöldi spunamaura má samt sem áður ekki verða svo mikill, að valdi skaða I plöntum. Það eru til önnur meindýr en hér hefur verið talað um. Já, og fleiri skaðleg lifræn fyrirbrigði geta herjað á plönt- una á sama tima. Ef útrýma á þessu lika verður að nota kemísk efni og aðrar aðferðir auk hinnar liffræðilegu aðferð- ar. Kemisku efnin hafa lika sin áhrif á nytjadýrin, og þvi hefur verið unnið að þvi að finna upp vægari mótefni. Betri vinnustaður Hvað segja þeir sem þessa nýju aðferð nota. Tveir þeirra Hoel og Frogner á Tuverud bæ 1 Lier segja, að eftir tveggja til þriggja ára reynslutima standi lifræna aðferðin hinni langtum framar. Við sem vinnum I gróðurhúsinu tökum sérstak- lega eftir þvi að vinnustaðurinn er orðinn allur annar. Úðunin er mjög óþægilegur starfi. And- rúmsloftið I gróðurhúsi þar sem hitinn er 30gráður C eralltann- að en þægilegt til að vinna i. Loftið er svo mettað af gasi, að við þurfum að nota gasgrimur. Vegna þessa mikla hita urð- um við að sprauta minnst einu sinni i viku, og var það þtí ekki nóg, þvi að viö náðum ekki að sprauta þar sem gróðurinn er þéttastur. Þetta eru vandamál, sem viö þurfum ekki aðglima við nú, og það er sérstaklega I þéttum gróðri, þar sem ránmaurinn hefur mest áhrif. Þvi þar hefur hann bezta möguleika á að breiðast fljótt út. A Tuverud hafa þeir tekið eft- ir þvi, að plöntuvöxturinn er meiri nú eftir að dregið hefur verið úr úðuninni. Enskur rann- sóknarmaður segir, að með mikilli úðun verði vöxturinn 40% minni. Einnig i blómarækt Liffræðilega herferðin hefur ekki aðeins gefið góðan árangur á matjurtum. Garðyrkjubændur I blómarækt eiga einnig I striði við meindýr. Björn Grillstad er einn þeirra. Hann rekur sttíra garðyrkjustöð I Drammenfirði. Króton-plöntur eru mjög lús- sæknar og höfum við þvi verið I vandræðum með þær. Við úðuð- um margsinnis, en náðum aldrei að gereyða meindýrun- um. Það var svo erfitt að úða undirhlið blaðanna, segir hann. Eftir að ránmaurinn hefur verið tekinn i notkun, er vanda- málið snöggtum minna. Rán- maurnum gengur vel að vinna á gleypum blöðunum og siðast þegar að ránmaurinn var settur á var lúsinni útrýmt á tveimur vikum. Við notum ránmaurinn ekki á pottaplöntur, þvi þær seljum við, og fólki er illa við að smá- pöddur fylgi i kaupunum. Snikjukóngulóin hefur verið notuð á asalia-plöntur til að vinna gegn blaðlúsinni, en erfitt hefur verið að ná henni niöur með kemiskum efnum. Arangurinn var þó framar öll- um vonum. En allar tilraunir þarf að full- reyna, til að hægt sé að fullyrða að þetta sé áhrifamikill þáttur I herferðinni gegn meindýrum. Eitt vandamál þarf að táka til gaumgæfari athugunar. Þaö er lúsalirfan, en henni fækkar er liður á veturinn og þvi minnka afkom um öguleikar eggja snik jukóngulóarin nar. En Björn Grillstad er mjög ánægður með þann árangur, sem náðst hefur. Þetta er hreint himnariki miðað við það sem áður var. Eiturúðun er mjög niðurdrepandi atvinna — segir Björn. Það er þvi ekkert vafamál að liffræðileg herferö gegn mein- dýrum á framtiö fyrir sér. (ÞýttG.V.) Lirfur gróöurhúsablaðlúsarinnar. Hvitu lirfurnar eru lifandi, hinar svörtu eru dauðar og i þeim er lirfa snikjukóngulóar. Svona lita blöðin á agúrkuplöntunni út, þegar spunamaurinn hefur herjað á þau, segir Rolf Hoel á Tuveru gróðrarstöðinni. HAUST-, TILBOÐA^ 4718 47 ha Hvers virði er góður útbúnaður? Verkíi&fíÉjiSett I InnhitaA Þetta er meðal þeí^r^v:;;. hluta< sem þið oft "(£££%. greiðið fyrir aukale$i£íí%. með ööiium traktoruiíi:^::;. en eru innifaldir i verði ZETOR. ....... hög^d^fyjm farþeg&tðjiíti LoítJ^ppa '$ÍÍÍÍÍiÍ;:; WW- Zetor 4718-47 hö. ca. kr. 950.000 Zetor 6718-70 hö. ca. kr. 1.420.000 Bændur, við bjóðum hag- stæða greiðsluskilmála og aðstoð við öflun stofn- láns. HAUSTTILBOÐ! — Yfirs^»*;:biólbarða. Þegar allar vörur hækka getum við boðið lækkað verð á ZETOR 47 ha. Verð aðeins 950.000 kr. ATHUGIÐ: Þetta verð gildir aðeins fram til 15. desember 1977 ISTEKKf Lágmúla 5 Sími 84525 Hagstaeðustu dráttarvélakaupin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.