Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 23. október 1977 37 1 okkar þjóöfélagi, sem og fleir- um, eru vandamálin og viöfangs- efnin mörg, en slik mál eru mis- jafnlega stór og erfiö viöfangs. bessum mismun má ekki gleyma, enda þýöingarmikiö atr- iði að raöa málum þannig, aö aðalatriðin séu ekki hulin meö aukaatriðum og smáatriðum. 1 þjöðfélagi okkar nú eru þrjú vandamál það stór, að þau gnæfa yfir öll önnur. Þau eru: óöaverö- bólgan, kjaramálin og erlendu skuldirnar. Þessi þrjú stórmál verða litillega rædd hér á eftir. En áður en það er gert, vil ég minna á, að sigrarnir í hinum stóru málum á liðnum árum eru margir. Þar gnæfir hæst i tið nú- verandi rikisstjómar landhelgis- málið. Sigurinn i þessu stóra og erfiða máli nægir til að viður- kenna núverandi rikisstjórn sem eina þá farsælustu, sem isl. þjóðin hefur átt um langt árabil. Rikis- stjórn með slika getu má ekki setjast i helgan stein, heldur hef j- ast handa i viðureigninni við nefndþrjú stórmál, sem þola ekki bið lengur. Einn alþingismaður, Jón Skaftason, hefir að undanförnu kvatt sér hljóðs um þessi mál. 1 tveim mjög athyglisverðum blaðagreinum hefur hann rætt þessi mal af meira raunsæi en aðrir þingmenn hafa gert opin- berlega umlangt skeið. Fer hann ekki dult með, að þessi þrjú mál séuþau stórmál sem verði að fást við á næstunni. Ég bið Jón Skafta- son afsökunar á þvi, að þankar minir hér á eftir verða að tals- verðum hluta efnisleg endurtekn- ing á þvi, sem hann hefur sagt. Samofin vandamál. Þessi þrjú stóru mál eru svo samofin, að ekki er auðið að skipta baráttunni gegn þeim. Slik barátta verður að vera skipulögð þannig,aðhún beinistgegn þeim öllum i einu. Gildir það bæði um grundvallaratriðin og hliðarráð- stafanir þeim tilheyrandi. Hér skal eitt grundvallaratriði nefnt. Flestar þingræðisþjóðir viður- kenna, að ekki sé auðið að st jórna efnahagsmálum eftir þingræðis- reglum svovelfari, nema að gera sér ljóst, að eftirspumin eftir vinnunni verði ávalt að vera nokkru meiri en eftirspurnin eftir vinnuaflinu. Af þessu geti leitt, að einhver hluti af lakasta vinnuafl- inu verði án vinnu. Til aö tryggja afkomu þeirra, er verði án vinnu og vinnutekna, þurfi að hafa sjóði er greiði þeim mönnum fram- færslulaun. Samfélagið og þeir, sem vinnu hafa greiði tillag til slikra sjóða. Framkvæmdum þessa máls i efnahagskerfi þingræðisins fylgir margskonar vandi, og má þar t.d. nefna. Lamaöir menn mega ekki lenda i höpnum, sem verður af- gangs, enda er þar oft um farsæl- an vinnukraft að ræða. Þeir , sem öðrum fremur eiga að fara i slik- an hóp, eru letingjar og ofnautna- menn á áfengi og eiturlyf, en slik- ir menn eru taldir, um 1% til 2% af mönnum á starfsaldri. óæski- legt er, að hópurinn, sem nýtur framfærslulauna án vinnu, verði stör. Það er þvi þýðingarmikið atriði, að hann nái ekki til betri hluta vinnuaflsins. Ef lögmáli þessu er snúið við, og eftirspurnin eftir vinnuaflinu er meiri en eftirspurnin eftir vinnunni, þá er vinnuaflið komið á uppboð. Sliku fylgir skipulags- laust launaskrið, takmarkalaus- ar kröfur i launamálum, léleg vinnuafköst og sifeldur óröi á vinnumarkaöinum. Þessu fylgir svo öðaverðbólga með sinum áhrifum á peningamálin. Rikis- stjórn i Þingræðislandi, sem ekki gerir sér þetta ljöst, eða vill ekki viðurkenna þessa staðreynd, er þvi verðbólgustjórn. Einræðisstjórnir, hvort sem þær eru sovéskar eða fasiskar, þurfa ekki að sinna þessum vanda. Þær leysa málin með til- skipunum og aðstoð hervaldsins. Þær þurfa þvi ekki að fást við mál eins og óðaverðbólgu, félagsleg kjaramál né verðbólguskuldir. Það er þvi ekki fjarri lagi að ótt- ast, að óðaverðbólgan færi þing- ræðisþjóðir Ifaöm einhvers konar einræðis. Þeir, sem dá hið ein- ræðislega þjóðfélagsform eru þvi af eölilegum ástæðum fylgjandi óðaverðbólgu, sem tæki í sigling- unni til fyrirheitna landsins. Verðbólgan og peningamálin. Flestir eða allir sem fást við at- vinnurekstur þurfa á verulegu lánsfé að halda, enda hefir óða- verðbölgan etið i rikum mæli eig- ið fé atvinnufyrirtækja, ekki sist eigið rekstursfé. Hlutverki lána- stofnana á peningamarkaðinum má skipta þannig: 1. Birgðalán. Slik lán miðast t.d. við lán út á birgðir af fullunn- inni útflutningsvöru. Þessi lán tilheyra grundvéllinum fyrir seðlaútgáfunni og munu þvi oftast vera fyrir hendi og geta verið með lágum vöxtum. 2. Afurðalán. Þetta lánaform er viðurkennt til sjávarútvegs og landbúnaðar, en þvi miður ekki almennt til iðnaðar. Takmörk þessara lána eru talin undir lágmarksþörf vegna skorts á lánsfé. Sakir óðaverðbólgunnar verða þessi lán að vera mjög takmörkuð og dýr. 3. Rekstrarlán. Gifurlegur skort- ur er á þessum lánum vegna þeirra áhrifa, sem verðbólgan hefur á spöruð laun til geymslu og ávöxtunar i lánastofnunum. Af þessum ástæðum verða þessi lánað vera dýr,og i raun- inni langt um dýrari en þau eru nú, ef ekki á að ræna raungildi hins takmarkaða sparifjár. 4. Fjárfestingalán.Þessi lán eru i óðaverðbólgu. Að minu mati er slfkt hættuleg blekking og flótti frá staðreyndum. Vaxtaprósenta, sem er jöfn verðbólguprósentu, þýðir, að sparifé gefur engan arð. Það er aðeins verndað gegn raun- gildisráni. óðaverðbólgan setur þvi vaxtamálin, sem hag- stjórnartæki, I einskonar skúma- skot, enda styður raungildisrán á lánsfé verðbólgubrask. Það þarf manndóm stjómvalda til að fást við hinn þrítuga verð- bólgudraug, enda hefir hann áorkað þvi i okkar þjóðfélagi, a flestirsegja annaðhvort með orð- um eða i verki: Ég er á móti óða- verðbólgu, en ég er einnig á móti öllum ráðstöfunum sem hindra hana. Það þarf þvf skipulegar og sannfærandi aðgerðir til að leysa málið. Verðbólgan og ríkissjóðurinn. Rikissjóður okkar hefir i áravis verið rekinn með gífurlegum halla. Hann hefir notað offram- leiðslu á prentuðum seðlum til að breiða yfir i bili hallann f rekstri sinum. Hann gefur fyrirmyndina um aðra offramleiðslu ofl., enda stærsti vinnuveitandinn i okkar litla kotriki. Rikissjóðurinn greið- ir laun og önnur útgjöld að hluta með offramleiðslu i seðlum. Aðrir atvinnurekendur geta þetta ekki. Tekjur ríkisins, til að mæta út- gjöldum, innheimtast þó ekki ræða og verður þvi ekki gert hér. Benda má þó á, að á næsta ári er gert ráð fyrir aö hækka þennan lið um ca. 30% að raungildi, eða 70% miðað við krónutölu. Til að mæta þessu, á að hækka skatta, sem hafa áhrif á visitöluna og einnig taka lán. Þá hefir þetta og sin áhrif á uppboðið á vinnu- markaðinum. Er þvi hér um ákvörðun að ræða, sem er i al- gjörri andstöðu við opinbera lag- færingu á vandamálunum þrem- ur, það er óðaverðbólgunni, vinnumarkaðinum og skulda- aukningunni. Ég viðurkenni að sjálfsögðu, að við þurfum að bæta vegakerfið, en þetta réttlætir ekki slikt, að minu mati. í sambandi við vegafram- kvæmdir vil ég benda á: Islenska þjóðinerfámenn og býr I stóru og strjálbýlu landi. Það er þvi ofviða henni með öllu, að keppa við aðr- ar þjóðir með gæði og varanleika vega, enda höfðu flestar þétt- býlisþjóðir varanlega vegi, áður en raunveruleg vegagerð hófst hér. Við höfum hér varnarlið, sem ekki greiðir eðlilegt framlag til vega, miðað við tilgang þess og þær reglur, sem uru vegakostnað vegna erlends varnarliðs gilda við svipaðar aðstæður annars staðar. Ég tel mig geta fullyrt að slikt framlag hafi verið auðsótt til varnarliðsins á sinum tima. Mér hefir aldrei verið ljóst, hvers vegna vegir voru undanskyldir þeim vamarliðsframkvæmdum, Stökkva þarf úr óða- verðbólgunni. Mér er ljóst, að ýmsir ágætir menn eru þeirrar skoöunar, að, óðaverðbólguna eigi að fjarlægja með hægfara þróun. Ég er á ann- arri skoðun. Mér er að visu ljóst, að sé stokkið yfir gjá, þá er betra að ná bakkanum hinumegin við gjána en að meiða sig. Hitt er mér einnig ljóst, að séu meiðslin litilf jörleg og læknanleg, þá getur stökkið verið rétt. Markmiðið i þvi stökki, sem ég á hér við, er ekki að fjarlægja alla verðbólgu,heldur stefnumark. núverandi og fyrrverandi rikis- stjórnar, að verðbólgan hér tak- markist við svipað hlutfall og er hjá okkar viðskiptaþjóðum. Að fara lengra gæti verið fórn, og er ég mótfallinn sliku. Ég er og mót- fallinn þeirri barnalegu kenningu og afsökun um, að erfitt sé að hindra verðbólguna af þeirri ástæðu, að slíku geti fylgt atvinnuleysi. Nægir þar að benda á Sviss. Mér er að sjálfsögðu ljóst, að ekki verður fari út úr óðaverð- bólgunni i stökki nema með viðtækri löggjöf um margþættar hliðarráðstafanir. Þar vil ég aðeins nefna eina. Slikt stökk má ekki torvelda þaðrétta velferðar- mál okkar, að flest heimili geti búið undir eigin þaki. Slikt mál ungu kynslóðarinnar má alls ekki torvelda, þótt rétt gæti verið að Stefán Jónsson, forstjóri: Þankar um verðbólguvandann Stefán Jónsson höndum sjóða og aðila utan við- skiptabankana. Þau eru i tak- mörkuðum tilfellum verð- tryggð og allt heildarskipulag þeirra i' molum. Þau tilheyra þvi eignatilfærslu og raun- gildisráni 1 okkar verðbólgu- þjóðfélagi. Má i þessu efni nefna yfir 100 lifeyrissjóði, sem eru með öllu ófærir um að gegna sinu hlutverki sakir þess, að verðbólgudraugurinn hefir etið þá. Vegna raungildisgjafa spari- fjáreigenda I fjárfestingu og verðbólgubraski, eru öll peninga- mál þjóðarinnar komin I þaö form, að tilheyra lögvernduðum þjófnaði og glæpum gegn raun- gildi verðmæta. Þessu ástandi fylgja afleiðingar i réttarfars- málum, sem margir þekkja en ekki verða ræddir hér. Öðaverðbólguáhrifin i sam- bandi viö peningamálin eru mörg ljót, og enginn veit, hver þróunin verður á sliku i framhaldandi óðaverðbólgu. Hitt er öllum ljóst, að skammt getur verið milli verndunar á eignarrétti og manns- lifum. Það sanna of mörg dæmi i ekki mikilli fjarlægð. Jafnvel af þessum sökum er nauðsyn að ala ekki óðaverðbólgudrauginn leng- ur. Sumir tala hér um háa vexti og að lækkun þeirra geti dregið úr með ójafnari eða meiri töfum en hjá öðrum atvinnurekendum. Væri nú ekki skynsamlegt og þýð- ingarmikið atriði, tilað takmarka opinberar verðbólguaðgerðir, að rikissjóðurinn yrði fremur að tef ja launagreiðslur og önnur út- gjöld vegna fjármagnsskorts, eins og sumir aðrir atvinnurek- endur verða að gera, i stað þess að blekkja sjálfan sig með þvf að hafa Seðlabankann fyrir sinn kassa, ef handbærar tekjur á hverjum tima reynast lægri en gjöldin? Myndi slikt ekki reynast þarflegur skóli? Flestir virðastnú sammála um, að erlendar skuldir þjóðarinnar séukomnarihámark, eða jafnvel yfirþað,miðað við fyrirhyggju og ráðdeild. Flestar þessar skuldir tilheyra rikissjóði og opinberum stofnunum og þvi tilkomnar fyrir hina opinberu fjármálastjórn okkar. Talsverður hluti þessara skulda er tilkominn vegna um- deilds hraða i fjárfestingu, bæði á vegum rikisins og annara. Hluti þeirra er og til kominn vegna of mikillar eyðslu I þjóðfélaginu, eða meiri eyðslu en þjóðartekjur leyfa. Rétt mun vera, að enn séu er- lendir lánasjóðir ekki lokaðir ís- lendingum, og verði það máske ekki I bili þótt skuldimar séu háar. Ætla ég, að þar geti verið margar ástæður að baki, t.d. eins og þær, aö við erum smáir á þjóðamælikvarða og höfum hér varnarlið, sem góðar nágranna- þjóðir okkar, bæði i austri og vestri, hafaáhuga fyrir að fái að vera hér i bili. I sambandi við er- lendu skuldirnar megum við þvi ekki miða við timabundna tillits- semi þeirra sem lána okkur. Þegar i'slenzka þjóðin safnar erlendum eyðsluskuldum, þá hvilir vitanlega sú skylda á herð- um þingmanna hennar að spara rekstrarútgjöld og styrktarstarf- semi, eins og t.d. útflutningsupp- bætur á offramleiöslu land- búnaðarvara. Sá styrkur nemur nú svipaðri upphæð og hálf laun allra bænda i landinu. Það er þvi ljóst mál, að endurskoða verður þessa styrktarstarfsemi og óefað fleiri. Kostnaðurinn við vegamálin er kapituli, sem tæki mikið rúm að sem við mættum yfirtaka án end- urgjalds. Væri nú ekki ástæða til að athuga möguleika á slikum tekjum til vegaframkvæmda nú, og fresta verðbólgustökkinu i sambandi við vegina? Kjaramálin og visitalan. Sú skoðun hefir fest rætur i hugum margra, að tryggja mætti kaupmátt launa með visitölu, sem mældi verðhækkanir á al- mennum þörfum manna. Slik trú er auðvitað villukenning. Verð- sveiflur vegna oliuframleiðslu og/eða uppskerubrests á ýmsum vörum i öðrum heimsálfum, sem við Islendingar kaupum, verður islenzka þjóðin að greiða án bóta, sakir þess, að enginn innlendur aðili er til, sem getur greitt hækkanirá sliku, enda geta kaup- greiðendur einnig þurft að mæta slikum kostnaðarauka. Sú frum- stæða villutrú, sem hér um ræðir, verður að hverfa, ef þjóðin vill hverfa frá sinni óðaverðbólgu- stefnu, enda hefur okkar vísitölu- kerfi átt drjúgan þátt I óðaverð- bólgunni. 1 kjaramálum er mfn afstaða þessi: Við eigum með skynsam- legri f jármálastjórn að afla sem mestra þjóðartekna. Þeim tekj- um á að skipta milli samneyzlu og einkaneyzlu á sem réttlátastan hátt. Hlut einkaneyzlunnar á að skipta sem réttlátast milli ein- staklinga og láta samtök þeirra gera tillögu um slikt. Með sliku á hlutur hins vinnandi manns að vera sem beztur, eöa það hár, sem kakan, sem til skipta er, frekast leyfir. Visitölukerfinu verði breytt þannig, að hlutur hinna vinnandi manna hreyfist i samræmi við þá heild sem tii skipta er. Samtök hinna vinnandi manna hafi ekki einungis vald, heldur og fulla ábyrgð á skiptingu þeirra þjóöartekna er falla I hlut einkaneyzlunnar. Um skipting- una á hinum hlutnum, eða samneyzlunni.fela þeir fulltrúum sinum, er þeir kjósa til Alþingis. Þetta þýðir frá minu sjónarmiði, að kjarasamningar verði um kaupmátt launa, en ekki krónu- tölu sem tilheyrir verðbólguleikj- um. torvelda eitthvað stærðir ibúða frá þvi sem nú er. Við, sem erum farnir að eldast, munum ýmislegt i sambandi við stökk og hægfara gang i afgreiðslu aðkallandi mála á Alþingi. Hér skulu nefnd fá dæmi. Er afurðasölulögin voru sett 1934 ■ sögðu margir, þetta er ekki hægt að gera i stökki. Þetta er háð þró- un. Þessi lög voru sett I stökki. Eftir fá ár vildi enginn stökkva til baka. Er gjaldeyris- og fjárfest- ingshöftin höfðu náð 30 ára aldri var mikið deilt um, hvort auðið' væri að fella þann draug i stökki. Þetta var þó gert, og eftir fá ár vildi enginn snúa til baka. Þessu stökki fylgdi afar viðtæk löggjöf um hliðarráðstafanir, enda nauðsyn, til að þjóðin sætti sig við stökkið og þær fremur litlu skrámur, sem þvi fylgdi. Þessi tvö dæmi, þó ekki séu tilgreind fleiri innlend né erlend, styöja þá skoðun mina, aðúr óðaverðbólgu- ástandinu eigum við að fara I stökki. Ég vil nú gerast svo djarfur, sem kjósandi, að skora á rlkis- stjórn okkar, sem nú situr og ég tel i hópi hinna betri á okkar landi, að hefjast handa á yfir-' standandi Alþingi og afgreiða lög um að stökkva út úr óðaverðbólg- unni,þótt það snerti vinnulöggjöf, visitölumál, vegarspotta, offram- leiðsluuppbætur, umdeilda fjár- festingu I skipum og margt fleira. Siðan verði kosið um þetta og landhelgissigur hennar I næstu kosningum. Ég er það bjartsýnn á dóm- greind kjósenda, að þeir afsali sér tæpast rikisstjórn, sem leyst hefir landhelgismálið með kjarki og sóma, ög samþykki lög um aö leysa óðaverðbólguvandann með öllum sinum fylgifiskum, og er tilbúin að framkvæma þá löggjöf, muni tæpast þurfa að óttast dóm islenzkra kjósenda, en að mlnu mati eru Islenzkir kjósendur fær- ari dómendur en kjósepdur flestra annarra landa, enda sé málflutningur þeirra, erbiðja um dóminn, byggður á efnislegum aðalatriðum, eins og þeim stóru málum, sem hér hafa verið nefnd, en ekki einhverju kvaki um smá- mál og aukaatriði. 19/101977

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.