Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 23. oktdber 1977 Anthon Mohr: Árni og Berit barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku FORMALI sem allir þurfa að lesa, er ekki hafa lesið I. og II. bindi af sögunni um Arna og Berit. Hinir geta hlaupið yfir hann. Ami og Berit eru frá Noregi, en faðir þeirra var ættaöur frá Skotlandi. Þegar faðir þeirra var dáinn, ætlaði móöir þeirra að 'flytia meö þau til bróðursins, sem bd- settur var á Hawaii. Þau tóku sérf ar með gufuskipinu Titanic, sem þá var stærsta skip heims- ins, en það fórst á leiðinni yfir Atlantshafið i april áriö 1912. Systkinunum var bjargað af fiskiskipi frá Kanaríeyjum og þaðan fóru þau með stóru gufu- skipi til Matadi við mynni Kongófljóts. Þarna rákust þau á italskan svikahrapp sem ginnti þau til að fara landleiðina, þvert yfir Mið- Afriku og taldi þeim trú um að það væriskemmsta leið til Haw- aii. Hann hafði lika út úr þeim stórfé fyrir falsaða farseöla. 11. bindi er sagt frá ævintýra- legri ferð þeirra um frumskóga Afriku, en þau ferðuðust fyrst ýmist upp eftir Kongófljótinu eða meðfram þvi, alla leiö til Tanganyikavatnsins. Þarna hittu þau frænda sinn Vilhjálm Stuart og slógust í för með hon- um og fylgdarliði hans noröur Nllarfljóts til Kairó. Frændi þeirra ætlaöist til, að þau næðu I skipsferð beint til Hawaii frá Port Said, en siðasta daginn sem þau voru I Kairó fóru þau systkinin að skoða stærsta pýramldann, ásamt grlskum leiðsögumanni. Þegar þau voru komin innst inn i grafhvelfinguna, slökkti leiðsögumaðurinn ljósið og til- kynnti þeim, með draugslegri rödd, að þau kæmust aldrei lif- andi Ut aftur, nema þau létu hann fá alla fjármuni sem þau báru á sér. Undir morgun um sólarupp- rás komust þau loks út, en það var of seint. Þeim heppnaðist ekki að ná i jámbrautarlestina sem átti að flytja þau til Port Said. Fyrsta bindi endar á þvi að þau sjá afturljósin á lestinni, er hún rennur af stað. Annaö hefti hefst á frásögn um það að þau systkinin reyna að ná skipinu með þvi að fá litla einkaflugvél til að fljúga með sig til Suez, en þetta var árið 1913, er fluglistin var I bernsku. Flugvélin lenti fyrst I þoku og svo I sandbyl og gat loks nauð- lent austur viö Jerúsalem I Gyð- ingalandi. Þangað kom ofurst- inn frændi þeirra, og með hon- um fóru þau um hinar fornfrægu borgir, Damaskus og Bagdad, suður að Persaflóa, og þaðan ætluöu þau að ná skipsferð til Indlands og áfram til Hawaii. Suður við Persaflóa var ráðist áþau og samfylgdarfólk þeirra af ræningjum sem drápu Vil- hjálm frænda og varðmennina, en tóku systkinin til fanga og fóru með þau inn I hálendi Persiu. Rússneskur liðsforingi sem hét Alexej, frelsaði þau úr höndum ræningjanna. Alexej f lutti systkinin með sér til Teheran, en þar starfaði hann við rússneska sendiráðið. Þar dvöldu þau sem gestir sendiherrans i þrjár vikur. A þessum tíma uröu þau mjög hrifin hvort af öðru, Berit og rússneski liðsforinginn Alexej. Hann ráðlagði þeim að leggja leið slna um Slberlu austur til Vladivostok og taka skipsferð þaðan yfir Kyrrahaf til Hawaii. Ætlaöi hann sér að fylgja þeim sem lengst austur, til að geta átt sem lengst samleið með Berit. Þau systkinin samþykktu þessa fwðaáætlun. En þegar komið var austur til borgarinn- ar Merv.fyrir austan Kasplahaf var Alexej kvaddur skyndilega til Moskvu. Systkinin urðu þvi aö halda ferðinni áfram ein. Að lokum komust þau aö aöaljárn- braut Siberiu við Krasnojarsk. Þar var Arni alsaklaus ákærður fyrir þátttöku i pólitisku moröi. Þótt ekkert væri sannað á Ama, var hann dæmdur I fjögra ára útlegð eða fangelsisvist I hlekkj- um. 1 útlegðinni átti hann að dvelja í Verchojansk, sem er kaldasti blettur veraldar. Berit ákvað að fylgja Arna i Utlegð- ina. Þetta geröu lika nokkrar konur, sem voru giftar mönnum er fengu útlegðardóma. Meðal þeirra voru konurnar: Tanja Anna og Maruschka sem fljót- lega urðu Berit mjög kærar. Annað hefti endar er heims- styrjöldin 1914-’18 brauzt út. Þá voru allir pólitlskir fangar náð- aðirog þará meðal Ami. Nú var vandinn að velja leiðina austur til Hawaii. Systkinin leituðu ráða hjá fylkisstjóranum I Verchojansk. Þess skal llka getið, aö systk- inin höföu heima I Noregi verið jafnleikin i að tala norsku og ensku, þar sem þau töluðu ætið ensku við föður sinn. í útlegð og fangelsum I Slberiu höfðu þau lært mikiðí rússnesku. Auk þess talaði Berit sæmilega frcmsku. Bæði systkinin skildu þýzku, en þau gátu lítið talað það mál. 1 þessu bindi gildir það sama og I hinum bindunum, að allt sem sagt er um lönd og þjóðir er byggt á staðreyndum. . I. r Elt af úlfunum 1. Árni var látinn laus hinn 6. nóvember 1914. Daginn eftir voru þau systkinin boðin til mið- degisverðar hjá fylkis- stjóranum. Yfirmaður fangabúð- anna hafði löngu fyrr sagt fylkisstjóranum frá þvi að meðal fanganna væri ungur norskur pilt- ur, og Berit hafði hann sjálfur séð niðri i þorp- inu og vissi að hún var systir norska piltsins. Á æskuárum sinum hafði fylkisstjórinn átt heima i Pétursborg (Leningrad) og hafði hann þá f arið til Noregs i einu sumarleyfi sinu. Eítir þessa Noregsför var Noregur og allt sem norskt var, honum mjög kært. Á meðan Árni var meðal dæmdra pólit- iskra fanga, gat lands- stjórinn ekkert fyriiS hann gert, og sama máli gegndi um Berit, en nú er þau voru alfrjáls, gat hann og vildi hjálpa þeim. Hann bauð þvi systkinunum strax heim daginn eftir að þau voru látin laus og þau tóku boði hans feginsamlega. Fylkisstjórinn bjó með konu sinni og tveimur börnum i eina húsinu sem talizt gat sæmilegt ibúðarhús i Verchojansk. Það voru viðbrigði fyrir Árna að koma inn i hreinlegt og hlýtt heim- ili en hann hafði meira en árlangt dvalið innan dyra fangelsanna og i þrælavinnu. Hann hafði næstum gleymt þvi að nokkur maður gæti átt svo gott. Aðhugsa sér að geta dvalið i hlýjum stofum með hæginda- stólum. — Og gluggarnir án járnrimla! Hlekkirn- ir horfnir og engir fangaverðir með svipur og barsmiði. Hann gat varla skilið þetta. Stundum hélt hann að sig væri að dreyma. ,,Af hverju varstu eig1 inlega dæmdur i hegn- ingarvinnu, Árni, spurði fylkisstjórinn, er þeir sátu að borðum ,,þú sem ert útlendingur. Hvað ætlarðu annars að gera nú?” Árni sagði honum i stuttu máli frá ferðalagi þeirra systkina og nokk- uð nákvæmlega frá dvöl þeirra i Krasnojarsk, sem hafði svo óheillarik- ar afleiðingar fyrir þau bæði. Hann sagði að þeirra eina ósk væri nú að komast sem allra fyrst til móðurbróður þeirra á Hawaii. Vand- inn var aðeins að velja beztu leiðina. ,,Ef til vill getið þér gefið okkur góð ráð”, sagði Árni að lok- um. „Já, það ætti ég að geta” svaraði fylkis- stjórinn. „öruggasta leiðin og sú sem venju- legast er farin, liggur um Jakutsk til Irkutsk, — og þaðan með járn- braut til Vladivostok en eins og ykkur er kunn- ugt, er þessi leið löng og erfið. ,,Ég held ég verði að benda ykkur á aðra leið sem ég tel heppilegri. Fyrst farið þið eins cg leið liggur til Jakutsk, en þar takið þið veg, sem liggur i austurátt, að fljótinu Maja og með- fram fljótinu að þorpi sem heitir Nelkan, en þaðan eru aðeins 200 km. til hafnarbæjarins Dúf o | ____________________________________________________________________________10. JSK ^ Dóffí <?R kOAfÍAl í tlKl H3'ÓLflKLÚ&Ö/A//J RfiuDU SLÉiiO'óflft.A/iÆ, MíÐMtSTV tö ÍHJÓ L fí HFIAQ JÖX L \JM ! tíl/EAFÍ NU.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.