Tíminn - 23.10.1977, Qupperneq 27

Tíminn - 23.10.1977, Qupperneq 27
Sunnudagur 23. október 1977 Hafliöi Jóhannsson húsasmföameistari. Þótt Hafiiði sé kominn á áttræðisaldur, er hann enn ötull við að teikna hús og þar skortir ekki þekkingu á viðfangsefninu. Húsið við Selvogsgrunn 15 i Reykjavik og höfundur teikningar, Hafliði Jóhannsson húsasmiðameistari. Mjö afkastamikiil, listrænn og fjölhæfur húsateiknari og byggingameistari. og útbiiið frumvarp til bygginga- laga, þar sem þeir búa til nýtt starf, byggingarstjóra. Skal byggingarstjóri vera einhvers konar tengiliðir milli húsbyggj- andans og meistaranna. Sam- kvæmt frumvarpinu sleppur eng- in húsbygging, eða mannvirki of- anjarðar eða neðan undan þess- um ákVæðum. Má nærri geta hvort ekki er heppilegra og ódýr- ara, að hækka prósentu meistar- ans til þess sem eðlilegt getur tal- izt, heldur en að greiða háskóla- mönnum fyrir nýtt starf ofan á þau störf sem fyrir eru. Uppmælingar og bónus- greiðslur: Ekki hefur farið framhjá þeim er lesa blöð og horfa á sjónvarp, að árásir bókvitsmanna á upp- mælingar og bónusgreiðslur til iðnaðarmanna, hafa verið bæði harðar og siendurteknar. Hefur þar oft verið hallað réttu máli, enda rætt meira af óskhyggju en þekkingu. Það hlýtur hver maður að sjá, að greiðsluform, sem verkar launaaukandi og um leið hvetjandi á afköst starfsmanna, skapar mikla aukningu i fram- leiðni, og á það við um flestar starfsgreinar. Má sjá þess glögg dæmi.þarsem iðnaðarmenn hafa byggt upp heilu ibúðarhverfin á algjörum mettima, svo sem Efra- Breiðholtshverfi i Reykjavik og viðar. Segja má að seinagangur i störfum iðnaðarmanna hafi horf- ið úr sögunni, eftir að farið var að stunda uppmælingarvinnu. Engan ætti að undra, þó vi: dugnaðarmenn og hamhleypur I vinnu nái með því háum launum um stundarsakir, en mjög er ein- staklingsbundið hve menn afkasta I vinnu, og er mjög algengt, að fullfriskir iðnaðarmenn á góðum aldri ná ekki hærri launum en sæmilega launaðir skrifstofu- menn, þó unnið sé i uppmælingu. Er það þvi mikið atriði, þar sem vinnuhraðier mikill og kröfur um stjórnun og eftirlit, að meistarar séu I stakk búnir að mæta slikum aðstæðum, en séu ekki i svo þröngum stakki, að þeir geti sig varla hreyft. Ætli menn að leita hátekjumanna, er þá að finna annarsstaðar en i röðum hinna svokölluðu uppmælingarmanna og er vænlegast til árangurs að leita I röðum háskólamanna. I öflugasta f jölmiðli Islendinga, sjónvarpinu, hefur á undanförn- um misserum mátt sjá og heyra fullyrðingarog frásagnirum laun uppmælingarmanna. Hefur fólk oft furðað á þvi, hvar þessir sögu- menn eiga greiðan aðgang að stofnuninni, þó margsannað sé, aö meiripartur fullyrðinganna er skáldskapur. Fyrir nokkrum mánuöum fullyrti eitt „skáldið” i sjónvarpi, að trésmiðir hefðu náð 3000,- krónum á klukkutimann í uppmælingarvinnu árið 1973. 1 leiðréttinu, sem birtist I Tíman- um litlu siðar, eftir Jón Snorra Þorleifsson formann Trésmiðafé- lags Reykjavikur, kom fram, að hið rétta kaup var á klukkustund krónur 752.09. Er spurning, hvort ekki væri skemmtilegra áheyrnar ef fréttamenn leggðu niður þætti háskólamanna, en læsu þess i stað upp úr þjóðsögum Jóns Amasonar. Réttindaskerðing meist- ara og iðnaðarmanna veldur stórtjóni i þjóðfé- laginu. A undanförnum árum, hefur háskólamönnum orðið vel ágengt við þá iðju að ná réttindum af meisturum og iðnaðarmönnum. Glöggt dæmi um þetta, er sú afturför, sem orðið hefur f hönnun húsa,eftir að réttinditilað teikna hús, voru tekin af meisturum og iðnaðarmönnum og hafa komið fram stórauknir gallar á húsum, vegna þess að húsagerðirnar henta ekki islenzkum aðstæðum. Er þetta bein afleiðing þess, að arkitektar fá fræðslu af erlendri reynslu, jafnvel frá Suðurlönd- um, en þessi húsagerð, með flöt- um þökum, klædd trefjaplasti og önnur vanþekkingarvandamál, hafa kostað þjóðarbúið offjár I viðgerðarkostnaði og breyting- um, þar sem menn hafa hver af öðrum þurft að byggja risþak of- an á flata plastþakið. 1 ritsmið menntamálaráðherra, Vilhjálms Hjálmarssonar I Tim- anum 23. janúar siðastliðinn, má lesa um reynslu þessa skemmti- lega greinarhöfundar, þar sem hann lýsir þvi, sem fyrir sjónir ber, og lýsir litlu broti af þeim kostnaði, sem þjóðin hefur orðiö að gjalda, vegna mistaka bók- vitsmannanna. 1 þessari sömu grein ráðherra má lesa, að þau húsin, sem eldri eru og teiknuö eru af meisturum og iðnaðar- mönnum, halda bæði vatni og vindi. Ofan á allt saman bætist svo, að teiknikostnaður bókvits- mannanna keyrir svo Ur hófi fram, að menn setur hljóða viö að sjá reikningana. Sem dæmi má nefna að teikningar iþróttahúss þeirra Flateyringa kostuðu árið 1975 krónur 7135,- þúsund, miðað við þáverandi byggingarvisitölu, sem var 1290 stig, myndi þvi teiknikostnaður hússins i' dag vera 16,757- milljónir miðað við núverandi byggingarvisitölu sem er 3021 stig. Var um það mál rætt i sjónvarpi. Til gamans reiknaði ég út laun arkitekts, meðað víð út- selda vinnu verkfræðinga. Hefði sá maður teiknað allar teikning- ar.hefði vinnutiminn 8 klst. á dag minus sumarfri og helgidagar, orðið rúm 7 ár. í Fossvogi I Reykjavik byggði greinarhöfundur 240 fermetra einbýlishús árið 1975. Burðarþols- teikningar hússins kostuðu þá rúmar 400 þúsund krónur. Sam- kvæmt umsögn arkitekts áttu arkitektateikningar að kosta svipaða upphæð, ef ekki hefði komiö til vinatengsl við húss- byggjanda. Einn er sá iðnaðar- maður, trésmiður, er að loknu námi og starfi I húsbyggingum bætti viö sig námi i byggingar- tæknifræði og hefur um árabil fengizt við að teikna hús. Hafa af- köst þessa manns verið með slik- um ólikindum, að sagt er að hann og tveir aðstoðarmenn hans teikni 60 prósent af þeim húsum, sem teiknuð eru á landinu I dag. Einbýlishúsateikning með gluggateikningu af 145 fermetra húsi plús 60 fermetra bilskúr kostaði árið 1976, 80 þúsund krón- ur og var engin slorbragur af hús- inu því. Þessir maður heitir Kjartan Sveinsson og er lands- þekktur af verkum sinum og ódýrum teikningum. Fyrirrennari Kjartans mun trúlega vera Hafliði Jóhannsson húsasmiðameistari, sem var mikilhæfur teiknari og bygg- ingarmeistari við húsbyggingar og teiknaði stærsta hluta Reykja- vikur og langmest af Norðurmýr- inni og Hlföahverfi, auk annarra svæða. Hafa hús Hafliða reynzt vel, svo sem titt er um eldri hús frá þeim timum, en þau hús hafa það helzt til sins ágætis, aö þar rignir einungis utan dyra og vatn rennur ekki úr vegg jum nema þar sem pipur eru, með krönum á endum, sem skrúfa má fyrir. Jens Eyjólfsson húsasmiða- meistari var mikilhæfur teiknari og eru hans hús mörg stolt is- . lenzkrar byggingarlistar, svo sem Landakotskirkja, Grettis- gata 11, Reykjavikurapótek, hús Eimskipafélags Islands og mörg fleiri. Þó getið sé hér aðeins þriggja iðnaðarmanna, er fjöldi iðnaðarmanna, sem vel eru hæfir að teikna hús, enda kunnugir nán- ast hverri spýtu sem húsinu til- heyrir. Það er þvi ljóst, að nauð- syn ber til að heimila iðnaðar- mönnum og meisturum gerð teikninga, svo sem áður var. tJ Félag farstöðva- eigenda Síðumúla 22 Reykjavík Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju þriðjudaginn 25. október 1977 kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynntur borðfáni félagsins. 3. Kynntar hugmyndir að lagabreytingu. 4. Ræddar hugmyndir um nýtingu 23ja rása stöðva. 5. önnur mál. Stjórnin. Borðfáni féiagsins verður til sölu á fundinum. 1 líter af kem. hreinsuðu rafg. vatni. fylgir til •áfyllingar hverjum rafgeymi sem keyptur er hjá okkur. RAFGEYMAR Þekkt merki Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta fyrir bíla, bæði gamla og nýja, dráttarvélar og vinnuvélar, báta, skip o.fl. Ennfremur: Rafgeymasam'bönd — Startkaplar og pólskór. Einnig: Kemiskt hreinsað rafgeymavatn til áfylling- ar á rafgeyma. ARMULA 7 - SIMI 84450 Fjármálaráðuneytið 20. október 1977. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septem- ber mánuð 1977, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en síðan eru viðurlögin 1 1/2 til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, taliö frá og meö 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. ---------------------------------\ Skrifstofustörf Kaupfélag sunnanlands óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: 1. Bókara, sem getur unnið sjálfstætt 2. Gjaldkera 3. Starfskraft á gatara. Umsóknir sendist starfsmannastjóra sem gefur nánari upplýsingar. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.