Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 31

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 31
Sunnudagur 8. janúar 1978 31 og verða að kalksandi. Rekatimbur, þang og allskonar sjávargróður festist lika á rifinu, fún- ar þar og myndar jarð- veg. Hafstraumarnir flytja svo með sér margskonar fræ, og þá hefur gróðurinn fest rætur. Mest berst að af fræjum kókospálmans. Þau festa rætur og þessi trjátegund þrifst við fá- tækleg skilyrði. Og hér er lika litill jarðvegur og litill raki. Við höfum flutt frá Tahiti i pokum mest af moldinni i garðinum okkar, en það er álíka langt og frá Noregi til Spánar. Drykkjarvatn er hér lika mjög takmarkað. Aðallega er það hálf- volgt salti blandað vatn, sem ausið er upp úr gljúfrum og brunnhol- um”. ,,En hvernig geta menn þá lifað á þessum eyjum? spurði Árni. „Mig minnir, að þú segðir um daginn, að á Tangarewa væru um 500 manns”. ,,Nei, þeir geta alls ekki lifað á gæðum eyjarinnar”, svaraði presturinn, en þessir Polinesar (innfæddir menn) eru óvenjulega duglegir sjómenn og verzlunarmenn. Þótt bátar þeirra séu einfaldir að gerð, þá fara þeir á þeim viða um Kyrrahafs eyjar og reka verzlun og perluveiðar. Þeir eru svo góðir I sjó, að þeim hvolfir varla. „En hvað flytja þeir einkum út, þar sem eng- in ræktun eða atvinnu- rekstur er á eyjunni?” spurði Árni. Hann þótt- ist enn ekki hafa fengið fullnægjandi svar. „Margir eyjarskeggj- ar eru hagleiksmenn og góðir tréskurðarmenn. Perluveiðar stunda þeir lika hér i lóninu. Hér eru ógrynni af perluskel. Ef lónið væri ekki svona djúpt þá drægju perlu- veiðarar hér mikinn auð á land. Þú veizt það, að án kafarabúnings geta jafnvel ekki hinir æfð- ustu perlukafarar stungið sér til botns á meira en 10 m dýpi og athafnað sig þar um stund. Mest af lóninu er aftur á móti 15 til 20 metra djúpt. Kafara- búningur er mjög dýr og þess vegna missa heimamenn hér af beztu perluveiðunum. Hingað koma lika margir að- komumenn, vel útbúnir og reka perluveiðar. Það eru aðallega Malaj- ar og Ástraliubúar og Ný-Sjálendingar. Ég er alveg hissa, að þeir skuli ekki þegar vera komnir. Þeir eru vanir að koma hingað einmitt á þessum tima árs”. 5. Á meðan Árni sigldi á lóninu og fór viða um koralrifið, athugandi allt eins og visindamað- ur, hélt Berit sig mest innanhúss. Heimili þeirra prestanna hafði verið i svo mikilli van- hirðu um margra ára skeið, að þar voru nóg verkefni fyrir Berit, sem tekið hafði að sér hús- móðurstörfin. Það var lán, að Berit hafði fengið nokkra æfingu i þessum vandasömu störfum, bæði i negraþorpinu á Stuarteyju og eins i út- lagabyggðinni i Ver- chojansk. Hér var ekki um auðugan garð að gresja frekar en á hin- um stöðunum. Á allri eyjunni var aðeins ein ómerkileg verzlun, en Berit var þvi vön, að láta allt lita vel út, þótt hún hefði litlu úr að spila. Hún hlifði sér ekki, en var stöðugt að, frá morgni til kvölds, og smátt og smátt tókst henni að koma reglu á allt innanhúss. En margir erfiðleikar urðu á vegi hennar, og margar vonir hennar brustu. Verst var að eiga við „innfæddu” konurnar. Konurnar tvær, sem hjálpuðu henni fyrst til að hreinsa til I húsinu, struku eftir fáa daga, og hún sá þær ekki framar. Þeim fund- ust vist innanhússverkin þreytandi og leiðinleg. Á sama veg fór með næstu tvær konurnar, sem prestarnir réðu til henn- ar. En svo var það einn daginn, að faðir Michel kom róandi úr fjarlæg- ustu eyjunni á þessu kóralrifi með unga stúlku, sem hét Mata- hiwa. Stúlkan var ung og falleg og Berit fannst nafnið svo mjúkt i fram- burði. Hún hafði kol- svart, sitt hár, ljósbrúna húð og djúp, dökk augu. Hún var i meðallagi há og mjúk og fjaðurmögn- uð I hreyfingum. Berit hélt,að hún hefði aldrei séð eins fallega stúlku fyrr, en vöxtur hennar og likamsbygging bar þó af andlitsfegurð hennar. Matahiwa var 16 ára að aldri og talaði ensku ágætlega. Foreldrar hennar og bróðir höfðu dáið fyrir ári úr skarlatssótt, sem geis- aði á eynni, og þá var hún ein eftir á heimilinu. hún var þvi mjög fegin, er faðir Michel bauð henni að koma og vera þjónustustúlka hjá ungu, hvitu stúlkunni, sem hann bar svo gott orð. Berit leizt strax ágæt- lega á þessa ungu stúlku, og þáer urðu strax ágætar vinstúlkur. Hvilikur munur að vinna verkin með henni heldur en hinum konunum, sem struku! Vitanlega var Matahiwa fákunnandi, en hún var viljug og námsfús og dró ekki af sér. Matahiwa sagði Berit margt um hugsunar- hátt, siði og lifskjör þeirra, er á eyjunum bjuggu. Fræddist Berit meira um þetta af frá- sögn vinstúlku sinnar en aðkominn visindamaður hefði fengið aað vita á heilu ári. Innfæddir menn á eyjunum eru venjulega dulir og tregir til frásagna við aðkomu- menn. Þeir eiga sinn heim fyrir sig og kæra sig ekki um ihlutun ann- arra. Þær Matahiwa og Berit fengu að koma inn á heimili eyjarskeggja, og fólkið tók hinni hvitu, ungu stúlku með mestu alúð. Það þótti Berit merkilegast, hve allt var hreinlegt og snyrti- legt inni i þessum fátæk- legu bjálkakofum. Ef hún bar þetta saman við útlagabyggðina i Ver- chojansk og þorpin i Norður-Siberiu, þá var munurinn mikill. Ann- ars má segja það um innfædda menn á Kyrra- hafseyjum, að þeir lifi jafnmikið i sjó og á landi. Allir eru flug- syndir og hafa mikla æf- ingu i þvi að vera lengi i kafi. Þegar þeir koma að landi, eftir langa sundför, þá þá smyrja þeir allan skrokkinn ilmandi smyrzlum úr pálmaoliu. Litur þá hörundið út eins og ný- smurður, gljáfægður bill. Þessi náttúrubörn lifa útilifi. Oftast eru húsakynnin bjálkagrind með þaki yfir og gólfin þakin dreglum eða mottum úr bastþráðum og strái. Húsgögn og herbergi þekkjast ekki, og oft er grindin óþakin, þ.e. veggir hússins eru engir. Fæðing og dauði, ástir og illindi, allt fer fram fyrir opnum tjöld- um. öllum finnst þetta eðlilegt og einfalt og enginn hneykslast á neinu. Þetta heilbrigða útilif og sundið og sund- þrautirnar hafa skapað á eyjunum fólk, sem varla á sinn lika, hvað snertir likamsbyggingu og fegurð. Það var unun að sjá Matahiwa hreyfa sig i sjónum. Að þvi er virtist án allrar áreynslu þaut hún eins og örskot i gegnum bylgjutoppana og synti með jöfnum hraða undir yfirborðinu og ofansjávar. Þau Árni og Berit sátu agndofa og dáðust að mjúklegum sundhreyfingunum. Var ekki laust við að Árni fyndi til öfundar. Að hugsa sér að geta synt með svona svifléttum tökum! 6. Það leið ekki á löngu að Árni sannfærðist um það að sundkunnátta Matahiwa var ekki ein- ungis fögur iþrótt heldur lika nytsöm. Einn morgun seint I febrúarmánuði þegar Árni kom niður að vik- inni voru þar fyrir perlu- veiðimenn. Þeir höfðu lagt bátum slnum á vikinni um nóttina. Árni var ekki lengi að hrinda bát á flot og róa út að skipinu. Þessir perluveiðarar voru frá Brisbane i Ástraliu. Á skipinu voru fimm menn skiþstjórinn og fjórir há- setar. Þeir litu út fyrir að vera hálf ruddalegir, en hraustlegir karlar. (Seinna skildi Árni af sögum þeirra og sam- tökum að tveir þeirra hefðu setið mörg ár i hegningarhúsi fyrir rán og gripdeildir). En Árni hafði sjálfur kynnzt föngum og hegningarhúsum svo að honum blöskraði ekki að kynnast þessum rudda- fengnu sjómönnum. Hann tók varla eftir þótt báturinn væri sóðalegur og allt i óreiðu. Það eina sem Árni hugsaði um var hvort þau systkinin myndu ekki geta komizt eitthvað áleiðis með þessu skipi. Honum var næstum sama i hvaða átt þau færu aðeins ef þau kæmust til einhvers staðar þar sem beinar ferðir fengjust til Hawaii. Eins og Árni var van- ur gekk hann hreint að verki og spuröi skipstjórann beint hvort þau systkinin gætu feng- ið far með þeim til ein- hverrar næstu hafnar. Hann sagði að þau gætu greitt riflega fyrir farið. Jú, skipstjórinn var ekki fjarri þvi en það væri þó með þvi skilyrði að Árni ynni að perluveiðunum á meðan hann væri á skip- inu. Hann sagði að hásetamir væru farir að eldast og væru þeir ekk- ert hrifnir af lifi kafar- anna og öllu erfiði sem þvi fylgdi. Kafarinn þeirra ungur og þaul- æfður piltur hafði strok- ið frá þeim i Auchland og þeir höfðu enn ekki getað ráðið einn i staðinn. Hann spurði hvort Árni hefði nokkurn tima verið kafari. „Nei, slikt hef ég aldrei reynt”, sagðiÁrni og varð hálf sneypu- legur. „Nú þetta er ekki svo hættulegt”, sagði skipstjórinn. „Þú venst þessu fljótt. Það sem mest er um vert er það að þú litur út fyrir að vera sterkur og lipur”. „Já ég vil gjarnan gera tilraun”, svaraði Árni. Hann hafði nú lent i svö mörgu á þessu ferðalagi að hann gat allt eins vel gerzt kafari ef það gæti flýtt för þeirra. Ekki gat það verið verra en vinnan i blýnámunum i Vercho- jansk. Skipstjórinn sagði að bezt væri að Ámi gerði tilraun strax. Honum veitti ekki af að æfa sig áður en hann færi að vinna niðri á hafsbotnin- um. Á skipinu voru full- komin kafaratæki og Árni fór strax að klæða sig i þennan sérkenni- lega fatnað. Kaf arabúnin gurinn fannst honum þungur og óþjáll og hann trúði þvi naumast að- hann gæti hreyft sig i honum niðri i sjónum hvað þá heldur unnið nokkuð til gagns. Stigvélin með blýsólun- um vógu mörg kiló og auk þess voru blýþynnur bæði á baki og brjósti. Hlekkirnir sem hann hafði borið útlegðinni i Siberiu voru fisléttir i samanburði við þennan búning. Siðast lét hann á sig hjálminn. Aður en hann var settur á hann, var honum skýrt frá þvi hvernig merkjakerfið væri notað niðri I djúpinu en það verður hver kafari að kunna. Einn kippur i liflinuna merkir: allt i lagi, tveir kippir: gefið meira loft, þrir kippir: takið I slönguna og fjórir kipp- ir: dragið migþegar upp o.s.frv. Hjálmurinn var svo settur á Árna og skrúfaður þétt að hálsi hans. Jafnframt var strax byrjað að dæla lif- lofti inn í hjálminn. Sj<álfvirkur ventill

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.