Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 12

Fréttablaðið - 21.08.2006, Page 12
12 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR EKKI BORGA MEIRA! Rúmlega 36 þúsund króna verðmunur! SJÓVÁ SJÓVÁ-STRAX VÍS VÖRÐUR TM ÍSLANDSTRYGGING Skyldutrygging+Kaskó 108.633 95.597 90.583 96.591 89.473 71.820 Upplýsingar um verð fengust af vefsíðum fyrirtækjanna og með tölvupósti frá þjónustufulltrúum þeirra þann 11. 8. 2006 um 50 þ. kr. sjálfsábyrgð Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. Samanburðarbíll: 2002 árgerð, 990.000 kr., 1800 vél Á elisabet.is getur þú reiknað dæmið þitt. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E LI 3 36 98 0 8/ 20 06 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI MANÍLA, AP Tillögu um að kæra for- seta Filippseyja fyrir kosninga- svik og embættisafglöp hefur verið vísað frá dómsmálanefnd filippeyska þingsins. Þetta er í annað sinn á einu ári sem tillaga þessa efnis er felld og þykir áfall fyrir andstæðinga for- setans. Tillagan fer þó fyrir þing- ið, því í vikunni verður tekin afstaða til þess hvort fallist verði á niðurstöðu nefndarinnar. Andstæðingar forsetans hörm- uðu niðurstöðuna, en segjast ekki af baki dottnir því þeir „skuldi þjóðinni“ að berjast gegn flokki forsetans í héraðs- og þingkosn- ingum á næsta ári. - kóþ Forseti Filippseyja: Spillingar- ákæru vísað frá MÓTMÆLI Stuðningsmenn stjórnarand- stöðunnar mótmæla frávísun kærunnar á hendur Arroyo forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STYRKUR. Í tilefni opnunar nýs sýn- ingarsalar í húsnæði Heklu á Lauga- vegi 172 afhenti Knútur G. Hauks- son, forstjóri Heklu, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Að auki var greint frá því að sam- tökin muni tryggja sér afnotarétt af Skoda bifreið frá Heklu í heilt ár, ef fulltrúa samtakanna og FÍB tekst að aka hringveginn á honum á aðeins einum olíutanki. Lagt verður af stað í sparaksturinn frá aðalstöðvum Frumherja klukkan 11 á mánudags- morgun og er áætlað að koma í bæinn aftur um hádegi á miðviku- dag. - vör Hekla veitir styrk: Veita 500.000 króna fjárstyrk STYRKUR AFHENTUR Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, afhendir Óskari Erni Guð- brandssyni og dóttur hans styrkinn. SKIPULAGSMÁL Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi mun hjúkrunar- heimili og íbúðarhúsnæði rísa á svokölluðum Lýsisreit, sem afmarkast af Grandavegi, Eiðis- granda, Hringbraut og Framnes- vegi. Búið er að kynna hagsmuna- aðilum tillöguna og athugasemdir sem bárust eru nú til umfjöllunar en málið verður tekið fyrir í skipu- lagsráði í september. Nágrannar lóðarinnar þar sem Lýsishúsið var áður hafa kvartað yfir því að grind hússins sem enn stendur sé slysagildra fyrir börn og unglinga, en nú er búið að girða svæðið af og verið er að vinna á lóðinni. Að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa mun hjúkrunar- heimilið hafa níutíu hjúkrunar- rými en Reykjavíkurborg og Sel- tjarnarnesbær koma að verkinu ásamt ríkinu. Í tillögu að deili- skipulagi er gert ráð fyrir fjölbýl- ishúsi með allt að hundrað íbúðum á sjö til tíu hæðum næst Eiðis- grandanum. - rsg Deiliskipulag til umfjöllunnar: Hjúkrunarheimili og íbúðir á Lýsisreit LÝSISHÚSIÐ Verið er að rífa húsið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.