Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 66
 21. ágúst 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! FRUMSÝND 18. ÁGÚST 9. HVER VINNUR! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SENDU SMS SKEYTIÐ JA CAF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR 2 DVD MYNDIR VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA! Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Næstu sýningar: Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU Kl. 20.00 Kammersveitin Ísafold leikur verk eftir Schönberg, Webern og Takemitsu í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Einnig verður frum- flutt nýtt verk eftir Hauk Tómas- son sem hann samdi sérstaklega fyrir sveitina. > Ekki missa af... sumarsýningu Minjasafns Akur- eyrar. „Ef þú giftist“ geymir muni og myndir um giftinga- siði fyrr og nú og er opin alla daga frá 10-17. myndlistarsýningu Tedda í Perlunni. Teddi sýnir áttatíu verk unnin í lúinn og lifaðan við víðsvegar að úr heiminum. ráðstefnu um galdur og samfélag að Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum í byrjun september. Fjölbreytt fræðslu- og skemmtidagskrá á dulúðugum stað. Sígarettustubbar, strokleð- ursafgangar og táneglur eru fánýtt dót sem flestir fleygja í ruslið. Halldór Sturluson er myndlistar- nemi sem sér lengra og hef- ur getið sér gott orð fyrir að mála „drasl“. Halldór sýnir nú verk sín í Þjóð- menningarhúsinu en þar hanga uppi myndir hans af sígarettustubbum. Þrátt fyrir forhugmyndir og for- dóma sumra gagnvart reykingum verður að segjast að formið og framsetningin á þessum mannvist- arleifum er býsna heillandi. „Ég byrjaði að teikna allskyns storkleð- ursafganga og drasl með pennum á hvít blöð og það vakti ágætis lukku og þær myndir voru sýnar úti í Míl- anó,“ segir Halldór, en hann stund- ar nú myndlistarnám þar í borg en lærði áður í Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Síðan fór ég að þróa þetta lengra á síðasta ári og ákvað þá að halda mig við sígarettustubb- ana en ég hef líka verið að mála ryk og táneglur og alls konar hluti sem eiga heima í ruslinu. Ég reyni að setja þá upp á áhugaverðan hátt því mér finnst þeir geta verið verðug viðfangsefni.“ Á sýningunni eru fimm olíuverk og tvær þrykk- myndir af stubbunum. Þar sem Halldór er enn í námi hefur hann ekki sýnt mikið af verkum sínum en hann hefur þó tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Hann útskýrir að hann hafi mestmegnis fengist við að mála en hann hefur líka unnið með vídeó og talsvert með ljósmyndir líka. Halldór á eitt ár eftir af náminu á Ítalíu og segist ekki vera búinn að ákveða fram- haldið en segist vel geta hugsað sér að stefna á kennaranám í Lista- háskóla Íslands og síðan á frekara nám. „Ég veit ekki hvort ég mun vinna meira með þessi viðfangs- efni, ég vinn kannski eitthvað meira í líkingu við þetta en ekki endilega sígaretturnar,“ segir Halldór og útskýrir að einfaldleik- inn sé það sem heilli hann mest. En reykir hann þá? „Já reyndar geri ég það,“ segir listamaðurinn og hlær innilega. „Ég var spurður að því um daginn hvort ég væri fylgjandi reykingum en útskýrði að myndirnar hafa ekkert með það að gera. Þetta er bara ruslið,“ segir hann og áréttar að listaverkin séu síst gerð í áróðursskyni. Myndirnar eru til sýnis í veit- ingastofu Þjóðmenningarhúsið en þar er opið milli kl. 11-17 alla daga. -khh HALLDÓR STURLUSON Finnst „draslið“ verðugt viðfangsefni og leitast við að setja það upp á áhugaverðan hátt. FÁNÝTT DRASL EÐA VERÐUGT VIÐFANG Stubbasýning Halldórs Sturlusonar í Þjóðmenning- arhúsinu. Af fegurðinni í ruslinu Breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Michael Grey er einn þekktasti „Dylan-sérfræðingur“ í heimi en hann hefur nú gefið út alfræðirit um goðið. The Bob Dylan Encyclopedia er með yfirgripsmeiri ritum af sínu tagi, á ríflega átta hundruð síðum fræðir Grey lesendur sína um allt mögulegt og ómögulegt sem tengist Bob Dylan – allt frá fjölskylduhögum hans, áhrifavöldum og pólitík til upplýsinga um hljóðfæraskipan, textagerð og mataræði. Gray er frumkvöðull á sviði Dylan-fræðanna en hann gaf út bókina Song & Dance Man árið 1972 sem síðan hefur verið endurútgefin tvisvar með tilheyrandi viðaukum og viðbótum. Gray var einnig meðritstjóri að fræðiriti um Elvis Presley en hann hefur sérhæft sig í sögu rokksins og blústónlistar- innar, einkum þróun hennar fyrir stríð. Alfræðiritið er sannarlega hilluprýði en þess má einnig að geta að með bókinni fylgir geisla- diskur með öllum texta hennar svo lesendur geta auðveldlega leitað að sérstökum upplýsingum og kortlagt sín Dylan-fræði á persónulegan hátt. ALFRÆÐI BOBS DYLAN Átta hundruð síðna rit um einstaka goðsögn. Allt um Dylan á einum stað Blendnar viðtökur nýjust myndar Olivers Stone, World Trade Center, eru viðfangsefni greinar í nýjasta hefti The New Yorker þar sem höf- undurinn David Denby setur myndina í samhengi við fyrri verk Stone. Hann heldur því fram að leik- stjórinn Stone, sem þekktur er fyrir myndir á borð við Natural Born Killers, JFK og Nixon, þröngvi sér inn á tilfinningasvið áhorfenda eins og oft áður en með meira innsæi og skerpu en áður. Denby tekur einnig fram að fram- setning Stones á ofbeldi sé sífellt áhrifameiri og að hann fangi dauð- leikann betur en nokkur annar leikstjóri. Viðfangsefni myndarinnar eru hetjudáðir björgunarmanna sem festust í öðrum Tvíburaturnanna þegar flugvélum var flogið á World Trade Center. Hugrekkið og stað- festan er sem fyrr eitt aðalþemað í mynd Stone en Denby setur World Trade Center í samhengi við stríðs- myndir hans og segir vettvang stríðsins nú vera föðurlandið sjálft. Stone þykir afgreiða þetta við- kvæma efni á smekklegan hátt og bendir Denby til dæmis á að mynd Stone sé tillitssamari og tilfinn- ingaríkari en mynd Pauls Green- grass, United 93, sem frumsýnd var í vor en hún fjallar um fólkið sem var um borð í flugvélinni sem flogið var á annan turninn. Myndinni hefur verið hampað af hægrimönnum í Bandaríkjunum sem annars eru lítt hrifnir af umdeildum verkum Stones en pistlahöfundur The New Yorker vitnar til dæmis til ummæla Cals Thomas, dálkahöfundar og álits- gjafa á fréttastöðinni Fox News, sem kallaði myndina eina mestu stuðningsyfirlýsingu við Ameríku og þau amerísku gildi sem tengjast fjölskyldu, trúrækni og hollustunni við fánann. Þau ummæli voru þó ekki nóg til þess að fá Denby ofan af því að sjá myndina og heillast af henni en hann segir í lok greinar sinnar að þrátt fyrir að heimurinn sé allur á skjön standi stríðsmaður- inn Oliver Stone fyrir sínu, hamp- andi þolgæði og hugrekki á sinn einstaka hátt og skili því í eftir- minnilegri og kraftmikilli mynd. -khh LEIKSTJÓRINN OLIVER STONE Hampað fyrir sýn á hetjudáðir Ameríku. Hugrekkið á heimavelli 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.