Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 69

Fréttablaðið - 21.08.2006, Síða 69
MÁNUDAGUR 21. ágúst 2006 29 Margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði AÐEINS 0,7% FITA Léttreykta kjúklingaáleggið frá Holtakjúklingi er margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði. Þú finnur vart fituminna álegg. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 2 1 8 Hótelerfinginn Paris Hilton hefur nú komist í heimsmetabók Guinn- ess fyrir að vera ofmetnasti frægi einstaklingur í heimi. Talsmaður bókarinnar segir heimildirnar hafi verið teknar úr skoðanakönnunum í tímaritum úti um allan heim þar sem kosið var um ofmetnustu stjörnuna og Paris sigraði með yfirburðum. Fleiri frægir einstaklingar hafa ratað inn á síður heimsmetabókar- innar svo sem Madonna sem er hæst launaða söngkonan í heimi. Ofmetin Hilton PARIS HILTON Sigraði með yfirburðum í kosningu um ofmetnustu stjörnuna og komst því í heimsmetabók Guinness. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Rokkbandið Supernova hefur ákveðið að fara í mál við nafna sína í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur er á Skjá einum en þættirnir hafa notið mik- illa vinsælda hér á landi enda Magni „okkar“ Ásgeirsson að gera góða hluti þar vestra. Fyrrnefnda hljómsveitin er ef til vill ekki mörgum kunn en hún átti þó lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Langar og strangar samningavið- ræður hafa staðið yfir bak við tjöldin en í júní slitnaði upp úr þeim og því ákvað Supernova að fara með málið fyrir dómstóla í San Diego. Hljómsveitin vill koma í veg fyrir að Supernova-sjón- varpsbandið noti nafnið í markaðs- skyni enda myndi það skaða leið hennar á toppinn, en frá þessu greinir fréttavefur CNN. Lögfræðingur sveitarinnar, John Mizhir Jr., sagði að sveitin sæi enga aðra leið en að fara með málið í þennan farveg þar sem hún vildi tryggja að nafnið yrði hennar því hljómsveitarmeðlimir hefðu unnið að því hörðum höndum að festa það í sessi. „Við reyndum að fara mjúku leiðina með samning- um en töluðum fyrir daufum eyrum,“ sagði Mizhir. Upprunalega Supernova-hljóm- sveitin var stofnuð árið 1989 af þeim Jodey Lawrence, Art Mitchell og David Collins en sveitin hefur þegar gefið út þrjár breiðskífur. Sveitin hefur verið á tónleikaferða- lagi um Kaliforníu, Arizona og Nevada en samkvæmt talsmanni hennar er ný plata í undirbúningi. Supernova í slæmum málum SUPERNOVA Nafnið gæti verið stolið frá hljómsveit sem þegar hefur gefið út þrjár breiðskífur og átti lagið Chewbacca í kvikmyndinni Clerks. Söngvarinn og kyntáknið Justin Timberlake segist ekki geta notið ásta með unnustu sinni ef tónlist er spiluð á sama tíma. Justin, sem er kærasti Cameron Diaz, finnst hann ekki standa sig nægilega vel því tónlistin sé of truflandi. „Ef ég heyri tónlist á meðan ég er í rúm- inu fer ég alltaf að pæla of mikið í tónlistinni,“ segir hjartaknúsarinn sem gefur út nýja plötu innan tíðar. Fyrsta lagið af plötunni heit- ir Sexyback og er þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans. Engin tónlist í rúminu JUSTIN Getur bara gert einn hlut í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Leikkonan Eva Longoria kom kær- astanum á óvart þegar þau voru að skipuleggja nýja húsið sitt á dög- unum. Í ljós kom að kærastinn, körfuboltamaðurinn Tony Parker, hafði ekki hugmynd um að Long- oria væri algjör skófíkill. „Ég held að ég hafi fæðst á hælum,“ sagði Eva eitt sinn og það lýsir skófíkn hennar ágætlega. „Þegar við vorum að hanna skápana okkar spurði Tony mig hvað ég þyrfti mikið pláss undir skóna. Hann hélt að ég ætti 20 pör alls. Ég spurði hvort hann væri virkilega að grínast, ég á alla vega tuttugu pör bara af sandölum!“ Eva er algjör skófíkill EVA LONGORIA Kom kærastanum á óvart um daginn. Hann hafði ekki hugmynd um að hún væri jafn mikill skófíkill og hún er. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.