Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 12
 3. september 2006 SUNNUDAGUR12 Hjónin Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham búa að Hliði á Álftanesi og hafa þar byggt upp staðinn á undan- förnum árum en Hlið hafði áður verið eyðibýli um nokkurt skeið. Bogi og Narumon, eða Nok, eins og hún er jafnan kölluð, höfðu rekið veitingastaðinn Taíland og taílenskt vöruhús í nokkur ár þegar þau neyddust til að selja það allt saman auk einbýlishúss á Arn- arnesinu, þar sem þau bjuggu. „Ég vissi af eyðibýlinu Hliði og samdi við Bessastaðahrepp um að fá að gera húsið upp. Efnið og vinnan fóru upp í leigu í ákveðinn tíma á meðan ég gerði upp og byggði við húsið með það fyrir augum að vera þar með veitingarekstur,“ segir Bogi og bætir því við að þau hjónin hafi þurft að útfæra viðskiptahug- myndina með það í huga að svæðið í kringum húsið er friðaður fólk- vangur vegna fuglalífsins í kring. „Þess vegna urðum við að búa eitt- hvað til sem leiddi ekki af sér mikla umferð í kringum fuglalífið og sýna staðnum tilhlýðilega virð- ingu. Rauði þráðurinn í gegnum alla uppbygginguna hefur verið að gera lítið en gera það vel.“ Hjónin hafa rekið matsal í sól- stofu íbúðarhússins í yfir tvö ár og taka þar við litlum hópum en bara einum á kvöldi. „Við getum tekið við sex til tólf manna hópum með góðu móti og bjóðum upp á taí- lenskan mat. Nok sér um elda- mennskuna og leggur mikið upp úr því að maturinn sé bæði góður fyrir augað og magann en hún skreytir réttina á mjög skemmti- legan hátt. Auk þess fáum við sendar orkídeur frá Taílandi í hverri viku til að hafa á borðunum í matsalnum.“ Næring fyrir líkama og sál Auk þess að vera með veitinga- staðinn hefur Bogi verið að útbúa taílenskt spa í útihúsinu sem stend- ur við hlið íbúðarhússins að Hliði. „Þar er ég búinn að setja upp jurta- gufubað og heitan pott með sjó og þara. Gufan er leidd í gegnum pott sem inniheldur tuttugu austur- lenskar jurtir og inn í gufuklefann. Jurtirnar í gufunni hreinsa eitur- efni úr líkamanum, auka blóðrás- ina í húðinni og stinna hana en einnig á þessi gufa að halda fólki unglegra og vera sérstaklega góð fyrir kvenfólk,“ segir Bogi og útskýrir síðan innihald heita potts- ins. „Í pottinum er heitur sjór með þangi en sjór og salt draga í sig neikvæða orku. Þarinn er einstak- lega góður fyrir exem og þurra húð og hár en þarinn inniheldur rosalega næringarríkar olíur.“ Til stóð að opna heilsulindina í ágúst- mánuði en því hefur verið frestað um sinn. „Ég kem til með að bjóða upp á hefðbundið taílenskt nudd, sem er þrýstipunktanudd þar sem farið er eftir orkulínum í líkaman- um og notaðar teygjur úr jóga- fræðum.“ Eftir hefðbundna nuddið tekur við jurtabakstranudd en farið er yfir liði og vöðva með heitum púða sem inniheldur tuttugu tegundir af jurtum,“ segir Bogi og bætir því við að hann muni einnig bjóða upp á ilmolíunudd og líkamsskrúbb. „Þetta er allt eftir þeirri spa-menn- ingu sem hefur verið að þróast í Taílandi og Asíu og hefur verið mjög vinsæl undanfarna áratugi þó um mörg hundruð ára tækni sé að ræða.“ Spa-aðstaðan er enn á reynslustigi á meðan Bogi lýkur við breytingarnar á húsinu en brátt verður hægt að njóta þess að leggj- ast í þarann og láta jurtagufuna leika um líkamann. sigridurh@frettabladid.is Breyttu eyðibýli í paradís NUDDAÐSTAÐAN Í einu herbergi útihússins hefur Bogi komið fyrir dýnum þar sem taí- lenska nuddið verður. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HEIMILISLEGT Veitingasalurinn er notalegur og heimilislegur en þar taka hjónin á móti sex til tólf manna hópum í mat á hverju kvöldi. Bogi og Nok kynntust árið 1988, þegar Bogi var við nám í Konunglega taí- lenska nuddskólanum, sem er starfræktur í klaustri í gamla konungsgarð- inum í Bangkok. Ári síðar giftu þau sig og flutti Nok til Íslands með syni sína tvo. Nok hefur mikla reynslu af taílenskri matargerð en hún starfaði við matreiðslu á virtu hóteli í Bangkok áður en hún flutti til Íslands. Sem barn og unglingur aðstoðaði hún móður sína í súpusöluvögnum hennar. SJÓR OG ÞARI Bogi og Nok standa hér á þaki úti- hússins þar sem er heitur pottur með sjó og þara en þarinn mun vera góður fyrir húð og hár. �������������������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ��������������������������������������� ������������� �������� ���� ����� ���������������������� ������������ ���� ���������������������������������������� �� ���� ��������� �������� ����� ����������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.