Fréttablaðið - 10.09.2006, Page 64

Fréttablaðið - 10.09.2006, Page 64
 10. september 2006 SUNNUDAGUR24 menning@frettabladid.is ! Philippine Bausch fæddist 1940 í Þýskalandi og hóf dansnám 15 ára gömul við Folkwang-skólann í Essen en að loknu námi þar hélt hún til New York og lærði við hinn virta Juilliard-skóla þaðan sem hún var nýlega sæmd heiðurs- doktorsnafnbót. Eftir að hún sneri heim tveimur árum síðar, dansaði hún við Folkwang-ballettinn sem sólódansari um nokkurra ára skeið, þar á meðal undir stjórn hins virta Kurt Jooss. Fyrsta dansverk sitt samdi hún árið 1968, en heimsfræg verk hennar hlaupa nú á tugum. Skömmu síðar tók hún við list- rænni stjórn Folkwang-ballettsins og starfaði þar jafnt sem stjórn- andi, danshöfundur og dansari þar til henni var boðin staða stjórn- anda Wuppertal Opera Ballet. Pina Bausch tók með sér dansara úr gamla flokknum sínum og hóf að byggja upp öflugan flokk sem að hluta starfar enn með henni. Fljótlega var nafni flokksins breytt í Tanztheatre Wuppertal Pina Bausch en hann er nú einn af eftirsóttustu dansflokkum heims og hefur hann hlotið ótal verð- laun. Dansleikhús Pinu Bausch sýnir verkið Aqua í Borgarleikhúsinu næstkomandi sunnudag en aðeins verða sýndar þrjár aðrar sýning- ar. Á þriðja tug dansara tekur þátt í sýningunni en stórfenglega leik- myndina þurfti að flytja hingað til lands í þremur 40 feta gámum. Það væri að æra óstöðugan að ætla sér að lýsa verkum Pinu Bausch svo vel sé, en þess má þó geta að sterkra suður-amerískra áhrifa gætir í sýningunni Aqua enda var hún samin í samráði við stjórn Sao Paolo í Brasilíu og þar koma við sögu pálmatré og drykkurinn pina colada. Annað verður framtíðin að leiða í ljós en víst er að dansleik- hússdrottingin mun án efa koma áhorfendum sínum á óvart. kristrun@frettabladid.is Óheft frelsi möguleikanna Einn áhrifamesti sviðslistamaður samtímans, þýski dans- höfundurinn Pina Bausch, heimsækir Ísland ásamt dans- flokki sínum um næstu helgi. Koma hennar er sannur hvalreki fyrir áhugafólk um sviðs- og myndlist enda brúar hennar list landamæri greina, stefna og kynslóða. Auður Bjarnadóttir, dansari og danshöf- undur, kynntist list og störfum Pinu Bausch þegar hún vann með klassískum dans- flokki í Basel í Sviss, á fremur erfiðum tíma þegar hún upp- lifði aðstæður sínar og dansstefnu hóps síns sem aðþrengj- andi. „Það var þvílík opinberun að sjá dansflokkinn hennar, þessa óendanlega fjölbreyttu dans- ara, stóra og litla, feita og mjóa, og frelsandi að finna fyrir öllum þessum möguleikum. Ég hef fylgst með verkum hennar eins og ég get og hún hefur verið mik- ill innblástur fyrir mig. Hún er snillingur í að tengja hugmyndir og skemmtilegt hvern- ig hún vinnur skap- andi með dönsurunum sínum. Dansleikhús hennar er mögnuð blanda og fullt af húmor sem sumum finnst kannski grimm- ur en það er mikið hjarta í henni. Pina Bausch er toppurinn fyrir mér. Ég hef séð margt gott en ef hægt er að tala um snilling þá er það hún. Maður þakkar lista- gyðjunni að þessi kona fékk að gera það sem hún hefur gert og að við höfum fengið að njóta þess. Leiklistin — gerir hið ósýnilega sýnilegt Benedikt Erlingsson, leikstjóri og leikskáld, kynntist verkum Pinu Bausch þegar hann var í námi í Leik- listarskólan- um og hefur síðan þá fylgst með ferli hennar og sýningum, jafnvel farið í pílagrímsferð til Wuppertal. Hann segir hana hafa haft gíf- urleg áhrif á sig og að sýning hennar, Vorblót, sé líklega stærsta upplifun sín í leikhúsi. „Ég kynntist verkum Pinu Bausch í Leiklistarskólanum í tíma hjá Hafdísi Árnadóttur. Þessi kona hreinlega sprengdi upp allar hugmyndir okkar um leikhús og hvað leikhús gæti verið og eftir það töluðum við um Pinu Bausch eins og hugtak yfir eitthvað fallegt sem gerði hið ósýnilega sýnilegt á ljóðræn- an, fyndinn en sorglegan hátt. Listin er eins og dóminóspil þar sem áhrifin leita út um allt. Hennar áhrifa gætir bæði hjá eldri og yngri leikstjórum og ég er undir miklum áhrifum frá henni. Pina Bausch er ótrúlega stór í leikhúsinu og ég tel að hún skipti miklu máli í samhengi við átökin í íslensku leikhúsi, milli textaleikhússins og hinna yngri leikhússmanna, til dæmis varð- andi meðferð á klassískum verk- um. Ég held að það sé erfitt að útskýra þessa hluti nema taka þessa dansandi konu með inn í myndina. Hún brúar bilið milli gjörningalistarinnar og leik- hússins, hennar leikhús er ótrú- legt því það getur sagt sögu, djúpa og skrítna án þess að nota orð. Hún brýtur niður alls kyns viðteknar hugmyndir. Svo dans- ar hún líka sjálf, í hópnum henn- ar er alls konar fólk og allt í einu er leyfilegt að sýna gamla konu dansa. Það er líka fallegt.“ ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� �������������� �� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ ���������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������������� Danslist - snillingur í að tengja hugmyndir Orgelmessa eftir franska tón- skáldið Fransois Couperin verð- ur flutt í Langholtskirkju í kvöld. Messan ber heitið Messe pour les poroisses en hana flytja félagar úr sönghópnum Voces Thules og Jón Bjarnason sem leikur á orgel Langholtskirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari. Orgelmessur eru sniðnar að liturgíu kaþólsku kirkjunnar en í stað sunginna sálma og annarra messuliða var leikinn á orgelið spuni eða samin tónlist. Textanum er komið til skila með sönglesi og mun sönghópur- inn Voces Thules syngja Greg- orsmessu úr Graduale Roman- um inn á milli orgelkaflanna sem eru tuttugu og einn að tölu. Notuð er messa sem ber nafnið In fest- is apostolorum úr Graduale Romanum. Messan verður flutt kl. 20 í kvöld. -khh Hátíðleiki í Langholtskirkju HÁTÍÐLEIKI Í LANGHOLTSKIRKJU Í KVÖLD Orgelmessa Couperin ómar úr kirkjunni í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR KL. 11.00 Sumarsýning Listasafns Íslands, Landslagið og þjóðsagan, er opin frá 11-17. Rakel Pétursdóttir listfræðing- ur verður með leiðsögn um sýning- una kl. 14. Aðgangur að safninu er ókeypis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.