Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 16
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er allt fínt að frétta og sumarið er búið að vera yndislegt,“ segir Kristján Jónsson, betur þekktur sem „Kiddi Bigfoot“. „Ég keypti mér jeppa í janúar og er búinn að jeppast mikið á jöklum og sjá landið frá nýju sjónarhorni. Hin árlega Þórsmerkurferð í byrjun júlí var hápunktur sumarsins og toppurinn þriggja rétta máltíð á hvítum dúk í miðri glæsilegri náttúrunni. Alveg ógleymanlegt.“ Kiddi tók nýlega við starfi framkvæmda- stjóra Íslenska útvarpsfélagsins, en var að vinna hjá Sam-myndum og Stúdíó Paradís áður. „Ég tel mig vera kominn heim að vera kominn aftur í útvarpsmennskuna,“ segir Kiddi, sem eins og kunnugt er var áður allt í öllu á útvarpssviði Norðurljósa. „Það gengur mjög vel hjá okkur, X-FM vann stórsigra í síðustu könnun og nú liggur fyrir að slípa línurnar hjá Kiss FM og sjá hvað við getum gert betur þar.“ Kiddi er á leið til London að sækja sér inn- blástur. „Ég er á leið á fjögurra daga ráðstefnu hjá Antony Robins, sem er einn besti lífsþjálfari í heimi. Hann heldur ráðstefnur fyrir tíu þúsund manns í einu og kennir frá níu á morgnana til ellefu, tólf á kvöldin – bara klukkutíma pása. Hann kennir manni í stuttu máli að betrumbæta líf sitt í leik og starfi. Ég hef farið til hans áður og það var mjög gagnlegt. Þetta er bara eins og með góða bók, maður vill kíkja á hana aftur, þótt maður viti alveg hvernig hún endar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTJÁN JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Á leiðinni til lífsþjálfaraSonurinn breytist aldrei „Hann hefur ekkert breyst heldur er bara ennþá sami sonurinn.“ Þóra Hallgrímsson, móðir Björgólfs Thors, en sonur hennar var valinn kynþokka- fyllsti auðjöfurinn af viðskiptablaðinu Financial Times. Fréttablaðið. 25. september. Tekur hugmyndir alvarlega „En það er algerlega fáránlegt að ímynda sér að lausnin geti verið alþjóðlegt bann við tilteknum veiðar- færum.“ Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra um hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um bann við veiðum með botnvörpu. Morgunblaðið. 25. september. „Ómar er eldhugi, það þekki ég vel eftir áratuga samstarf,“ segir Haukur Heiðar Ingólfsson, heimilislæknir og píanóleik- ari, sem hefur verið aðalundir- leikari Ómars Ragnarssonar með hléum síðan 1963. Eins og kunnugt er hefur Ómar kynnt hug- myndir um nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undir fyrirhugað Hálslón. „Náttúra lands- ins er Ómari ákaflega hugleikin,“ segir Haukur Heiðar, „og þess vegna skil ég baráttuvilja hans og löngun til verndunar landsins. Ég virði hans skoðanir og er honum sammála. Ég hef ferðast mikið með honum um allt land og þekki því af eigin raun hversu vel hann þekkir landið okkar og er annt um það. Mér finnst hann líka benda á aðrar leiðir í virkjunarmálum, sem hægt væri að fara... ef einhver vildi hlusta.“ SJÓNARHÓLL BARÁTTA ÓMARS RAGNARSSONAR Bendir á aðrar leiðir HAUKUR HEIÐAR INGÓLFSSON LÆKNIR Heildarlausn fyrir snyrtinguna Lotus Professional R V 62 15 A Blár sápuskammtari Foam Blátt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur Á tilboði í september Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV 3.982 kr. 1.865 kr. 1.865 kr. Blár enMotion snertifrír skammtari Í Reykjanesbæ eru sjö veitinga- staðir sem grilla sína eigin ham- borgara. Þetta verður að teljast vel af sér vikið hjá bæjarfélagi sem telur rúmlega tíu þúsund manns. Nú þegar síðasti banda- ríski hermaðurinn er að hverfa af landinu má þá búast við algjöru hruni í hamborgarabransanum í Keflavík? Nei, aldeilis ekki, segja veitingamenn. „Þegar ég byrjaði fyrir sjö árum voru helmingur kúnnanna hermenn af vellinum,“ segir Gunn- ar Friðriksson, veitingamaður á Ólsen Ólsen í Hafnargötunni. „Svo fór hermönnunum að fækka smátt og smátt og undir það síðasta voru þetta kannski fimm prósent kúnna- hópsins. Það er því alls engin mar- tröð þótt Kaninn sé farinn því fækkunin hefur verið jöfn og yfir langan tíma.“ Gunnar segist vera sá eini í Keflavík sem bjóði upp á eld- steikta hamborgara. „Ég fékk mér gas og stækkaði hamborgarann í kjölfarið. Mínir vinsælustu borg- arar eru Ólsen-borgarinn og Ólsen Spes-borgarinn. Svo er ég líka með tuttugu tegundir af Ólsen- bátum.“ Gunnar er mjög ánægður eftir sumarið: „Ég hef aldrei séð annað eins af túristum og í sumar. Það varð algjör sprenging og það eru allir að tala um þetta hérna í bænum. Hér áður fyrr keyrðu túr- istarnir bara í gegn en nú gera þeir stopp og fá sér að borða.“ Vilberg Skúlason er sjaldan kallaður annað en „Villi Pulsa“, enda búinn að vera með Pylsu- vagninn í Tjarnargötu í að verða 27 ár. „Kanarnir hafa aldrei verið stór kúnnahópur hjá mér svo það skiptir mig engu þótt þeir séu farn- ir,“ segir Villi. „Íslenski kynstofn- inn hefur alltaf verið minn stærsti kúnnahópur.“ Villi byrjaði með borgara sem síðar var kallaður „Villaborgari“ – hamborgari með hefðbundnu pulsu-með-öllu með- læti auk rauðkáls og súrra gúrkna. „Þessi er alltaf jafn vinsæll,“ segir Villi. Hann segir helstu breyting- una hjá sér undanfarin ár vera þá að hann sé hættur að hafa opið á næturnar. „Það breyttist allt með nýjum opnunartíma skemmti- staða. Það var auðveldara að stíla inn á þetta þegar allir staðirnir lokuðu á sama tíma, en nú er fólk að drattast heim til sín þetta sex til sjö á morgnana, svo ég er bara far- inn að opna fyrr á morgnana.“ Hörður hjá Boggabar kallar Villaborgara „Keflvíkinginn“ á sínum stað. Hann segist ekki held- ur hafa orðið fyrir búsifjum þótt Kaninn sé farinn. „Þeir voru nú aldrei stór kúnnahópur og eftir 11. september hættu þeir alveg að koma,“ segir hann. Boggabar heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt á næsta ári en hann hefur verið á sama stað á Víkurbrautinni síðan árið 1987. „Pítsurnar eru vinsælastar hjá mér, en hamborgararn- ir alltaf líka,“ segir Hörður. Aðrir staðir sem bjóða upp á hamborg- ara í Reykjanesbæ eru Pizza-Ungó, Biðskýlið í Njarðvík, Brautarnesti og tvö útibú söluturns- ins Nýungar. Alls stað- ar var það sama uppi á teningnum, veitingamenn óttast ekki brotthvarf Kanans. Það sem einkennir alla staðina er að þeir eru með bílalúgu, eru svokallaðir „Drive through“-staðir að amerískri fyrirmynd. Hvergi á landinu er annað eins magn af lúgum og í Keflavík og Keflvíking- ar eru byrjaðir að útbreiða lúgu- menninguna því eigandi Bíla- apóteksins í Hæðasmára – fyrsta lúguapóteksins á Norðurlöndum – er Keflvíkingur. gunnarh@frettabladid.is Keflvískir hamborgarasalar óttast ekki brotthvarf Kanans VILLI PULSA HJÁ PYLSUVAGNINUM Íslenski kynstofninn stærsti kúnnahópur- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNAR FRIÐRIKSSON Í ÓLSEN ÓLSEN Engin martröð þótt Kaninn sé farinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lúgusjoppurnar eru hvergi jafnmargar ■ Frakkinn Michael Lotito lifir á því að borða hina undarleg- ustu hluti og er tíður gestur í sjónvarpsþáttum og á sýningum. Níu ára gamall byrjaði hann að borða gler og málmhluti og síðan hefur hann m.a. lagt sér til munns 7 sjónvarpstæki, tölvu, 15 innkaupa- kerrur, tvö rúm og Cessna flugvél. Hann getur étið tæplega kíló af málmum á dag og hefur aldrei fengið í magann af átinu. Hann borðar auðvitað „venjulegan“ mat líka og konan hans segist vera ágætur kokkur. FURÐUR: SANNKÖLLUÐ ALÆTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.