Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 59
ÞRIÐJUDAGUR 26. september 2006 35 HANDBOLTI Árlegur kynningar- fundur fyrir handboltatímabilið sem senn er að hefjast var hald- inn í gær. Þar spáðu þjálfarar og fyrirliðar liða í deildunum um gengi liðanna í vetur. Skemmst er frá því að segja að Valsmönnum var spáð sigri í DHL-deild karla og Stjörnunni í DHL-deild kvenna. Aftureldingu var spáð sigri í 1. deild karla og FH 2. sætinu en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeild að ári. Fylki og ÍR var spáð falli úr úrvalsdeildinni. Leikin er þreföld umferð í öllum deildum. „Mér líst ágætlega á þessa spá en hafa ber í huga að menn reynd- ust ekki sannspáir í fyrra,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. „En það er alltaf gaman að þessum spám, hún markar alltaf upphaf tímabilsins og vonandi að hún rætist í ár. Þetta er það sem við stefnum að og við erum þakk- látir fyrir að þjálfarar og fyrirlið- ar annarra liða hafa greinilega trú á okkur og okkar mannskap. Ég vil líka meina að stjórn hand- knattleiksdeildarinnar hafi unnið gott starf í sumar og fengið til liðsins marga skemmtilega leik- menn.“ Óskar segir þó ekki ólíklegt að raunveruleikinn verði annar en spáin sýnir. „Það eru mörg hörku- lið í deildinni sem eiga eftir að valda usla. Sem dæmi gætu HK og Stjarnan farið ofar en þeim er spáð. Ég held að það hafi ef til vill aldrei verið erfiðara að spá en núna í ár.“ Breytt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu í ár en boðið verð- ur upp á keppni í tveimur deild- um í fyrsta sinn í langan tíma. „Mér fannst reyndar mjög gaman í fyrra en það hafa margir beðið eftir því að fá tvær deildir. Átta liða deild býður upp á mikla spennu og því vona ég að verði gaman í vetur.“ Fjórtán lið voru í DHL-deild karla í fyrra og hafa nú tvö þeirra, KA og Þór, sameinast í eitt lið, Akureyri. Það keppir í úrvals- deildinni en fimm lið frá því í fyrra keppa nú í 1. deildinni auk þriggja nýrra. Það eru Grótta, Höttur og Haukar 2 en tvö síðast- nefndu liðin hafa undanfarin ár keppt í utandeildinni. Viðbúið er að fimm lið verði í sérflokki í DHL-deild kvenna en þar keppa níu lið í ár. Tíu lið voru í deildinni í fyrra og aðeins tvö- föld umferð þannig að dagskráin verður þéttari hjá konunum í vetur. Fækkunina má skýra með því að tvö lið hafa sameinast undir merkjum Akureyrar. „Spáin staðfestir grun okkar í Stjörnunni að við erum á réttri lið með liðið okkar,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. „Ég býst við því að 4-5 lið eru með hvað bestan mannskap en það telur ekki alltaf. Ung lið eins og Fram og HK gætu vel spýtt í lófana og strítt hinum liðunum. En ég tel að Grótta muni mæta gríðarlega sterkt til leiks í vetur.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is MEISTARARNIR? Markús Máni Michaelsson og Óskar Bjarni Óskarsson, fyrirliði og þjálfari Vals sem er spáð titlinum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Valsmönnum spáð sigri Valur og Stjarnan munu standa uppi sem sigurvegarar í DHL-deild karla og kvenna ef spár forráðamanna og fyrirliða liða í deildunum rætast. Átta lið mæta til leiks í 1. deild karla og þar er Aftureldingu og FH spáð í 1. og 2. sætið. SPÁIN 2006-2007 DHL-deild karla 1. VALUR 226 STIG 2. FRAM 209 3. HAUKAR 191 4. STJARNAN 159 5. HK 155 6. AKUREYRI 123 7. FYLKIR 101 8. ÍR 84 DHL-deild kvenna 1. STJARNAN 253 STIG 2. HAUKAR 240 3. VALUR 205 4. ÍBV 185 5. GRÓTTA 175 6. FH 139 7. HK 108 8. FRAM 93 9. AKUREYRI 60 1. deild karla 1. AFTURELDING 224 2. FH 214 3. ÍBV 167 4. SELFOSS 156 5. GRÓTTA 147 6. VÍKINGUR/FJÖLNIR 136 7. HAUKAR 2 124 8. HÖTTUR 84 FÓTBOLTI Aftonbladet greindi frá því í gær að Newcastle hefði sett sig í samband við fyrrum sænska landsliðsmarkvörðinn Magnus Hedman sem lagði skóna á hilluna fyrir fimmtán mánuðum. Hedman er 33 ára gamall og fyrirspurnin kom honum alger- lega í opna skjöldu. „Ég átti ekki von á því að fólk myndi eftir mér þar sem ég hef ekki spilað lengi,“ sagði Hedman. Shay Given lagðist nýverið undir hnífinn og verður frá í sex vikur. - esá Hættur en vinsæll: Newcastle vill fá Hedman MAGNUS HEDMAN Hér í leik með Celtic en hefur leikið með Ancona, Coventry, AIK og IFK Stokkhólmi. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fyrr á árinu réð enska knattspyrnusambandið fyrrum yfirmann Lundúnalögreglunnar, Stevens lávarð, til að rannsaka ásakanir um mútugreiðslur í tengslum við félagaskipti leikmanna. Greint var frá því um helgina að rannsókn Stevens hefði leitt í ljós 50 grunsamleg félagaskipti sem skoða þyrfti nánar. Alls voru 362 félagaskipti skoðuð. Niðurstöðu rannsóknar- innar er að vænta á mánudag. - esá Rannsókn um spillingu: 50 grunsamleg félagaskipti FÓTBOLTI Þýsku úrvalsdeildar- félögin Aachen og Borussia Mönchengladbach hafa verið sektuð af þýska knattspyrnusam- bandinu eftir að stuðningsmenn liðanna viðhöfðu niðrandi ummæli sem fólu í sér kynþátta- fordóma um leikmennina í leik liðanna. Aachen var sektað um 6,75 milljónir króna og Gladbach um 2,25 milljónir. FH var í sumar sektað um 30 þúsund krónur fyrir samskonar atvik í leik liðsins gegn ÍBV. - esá Þýska knattspyrnan: Gladbach og Aachen sektuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.