Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Freyr Þórsson, bifvélavirki og nemi á frumgreinasviði í Háskólanum í Reykja- vík, stundar kletta- og ísklifur sér til dægrastyttingar. „Ég er mikill útivistarmaður í eðli mínu, fer á skíði, í göngur og jeppaferðir,“ útskýrir Freyr og vill ekki gera mikið úr klifrinu, segir það einfaldlega falla undir áhugasviðið. Freyr fór að klifra af einhverri alvöru eftir að hann gekk til liðs við Björgunarsveit- ina Ársæl fyrir fjórum árum síðan, sem fer meðal annars í skipulagðar klifur-, jeppa- og gönguferðir. Hann segir Valshamar í Hval- firði mikið notaðan til klettaklifurs, en ísklif- ur sé stundað í Eilífsdal. Sjálfur stundar hann ísklifur á skriðjöklum og kleif síðasta vetur fossa í Noregi. Aðspurður um muninn á kletta- og ísklifri, segir Freyr að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða. „Helsti munurinn er kannski sá, að í klettunum er maður sífellt að leita að tilbúnum festum til að klifra upp á,“ segir hann. „Ísklifur snýst meira um að búa til festur, með öxunum og broddunum. Það er því frjálsara en klettaklifrið.“ Mikill munur er síðan á þeim búnaði sem notaður er við kletta- og ísklifur að sögn Freys. „Maður notar hjálm, sigbelti og línur í báðum tilvikum,“ segir hann. „Svokallaðar klifurtúttur eru síðan notaðar í klettaklifri, það er að segja þröngir skór með gúmmítám, og síðan kalkpoki til að þurrka hendurnar. Við ísklifur er mun sérhæfðari búnaður not- aður, ísaxir, broddar og svo framvegis.“ Freyr segir að klifur styrki og sé ekki hættulegt, sé rétt að því staðið. „Ef maður er kominn í einhverjar þrengingar, er bara um að gera að snúa við, sem kallar aftur á ákveð- ið hugrekki,“ segir hann. „Í heild er klifur einstaklega skemmtileg íþróttagrein, þótt hún sé að vísu svolítið dýr og tímafrek.“ roald@frettabladid.is Klífur fossa og jökla Freyr er haldinn mikilli útivistardellu og klifur er aðeins hluti af henni. Hann fær mikla útrás fyrir ástríðu sína í Björgunarsveitinni Ársæli sem hann hefur verið meðlimur í síðastliðin fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 26. september, 269. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.21 13.19 19.15 Akureyri 7.06 13.04 19.00 FYRIRLESTUR UM VERKEFNI TIL MEIST- ARAPRÓFS Í NÆRINGARFRÆÐI VIÐ MATVÆLAFRÆÐISKOR. Ragnheiður Ásta Guðnadóttir flytur, föstudaginn 29. september, fyrirlestur um verkefni til meistaraprófs með yfirskriftinni Neysluvenjur og fæðis- meðferð ungra offeitra Evrópubúa. Ragnheiður Ásta hóf í byrjun árs 2005 nám til meistaraprófs í næringarfræði við Háskóla Íslands en hafði áður lokið BS prófi í matvælafræði og prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda. Verkefnið er hluti af evrópska verkefn- inu SEAFOODplus YOUNG. Markmið þess er að auka þekkingu á næringar- fræðilegum áhrifum sjávarafurða til að stuðla að auknu heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma hjá ungum evrópskum fjölskyldum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 15.00 í stofu VR-158 í VR-II byggingu raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Neysluvenjur ungra offeitra Evrópubúa Neysluvenjur Evrópubúa hafa breyst yfir árin. Árbæjarþrek í Fylkishöllinni býður upp á sex vikna skokk- námskeið fyrir byrjendur. Skokkað er á mánudögum og miðvikudögum og hefst það 25. september. Námskeiðið kostar 8.500 krónur og inni í því er aðgangur að stöðinni. www.threk.is Fyrstu kettlingarn- ir sem ekki valda ofnæmi hjá mann- fólki voru settir á markaðinn í Bandaríkjunum á dögunum. Biðlistar eru eftir kettlingum þrátt fyrir að hver köttur kosti hátt í 300 þúsund krónur. Vísindamönnum hefur tekist að gera mýs sólbrúnar án þess að nota ljós, hvorki frá sól eða lampa. Í staðinn notuðu þeir krem sem setur af stað ferli í húðfrumunum sem myndar brúna litinn. Kremið hefur enn ekki verið prófað á mönnum. Sjá nánar www.doktor.is www.hugo.is er vefur Hugos Þórissonar sálfræðings sem gefur börnum og foreldrum góð ráð. Margir þekkja Hugo úr sjónvarp- inu en annan hvern mánudag mætir hann ferskur í Ísland í bítið með ráð undir rifi hverju. ALLT HITT [HEILSA] HUGAÐ AÐ FARAR- TÆKI LÍKAMANS Mikilvægt er að huga að heilsu fótanna til að koma í veg fyrir leiðin- lega kvilla. HEILSA 2 ÞURFA BARA INNLIT OG HVATNINGU Hanna Lára Steinsdóttir hefur ákveðnar hugmyndir um úr- ræði fyrir alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. HEILSA 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.