Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 54
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 Nýjasta viðbótin í plötusnúða- flóru landsins eru systurnar Ásgerður og Jóna Ottesen. Frum- raun þeirra var á Barnum síðasta fimmtudag þar sem staðurinn iðaði við gamaldags hip hop og indí rokk að hætti systranna. „Þetta hefur blundað í okkur í mörg ár og við höfum alltaf haft mjög mikinn áhuga á tónlist. Það má segja að við einokum græj- urnar í öllum partíum sem við mætum í,“ segir Ásgerður en plötusnúðateymi þeirra systra hefur ekki fengið neitt nafn ennþá. Stúlkurnar lýsa hér með eftir hugmyndum. „Það er alltaf erfitt að finna nafn og hingað til hefur okkur fundist allar okkar hugmyndir með eindæmum hall- ærislegar þannig að allar ábend- ingar eru vel þegnar.“ Ása og Jóna ætla að hafa þann sið að klæðast ávallt skemmtileg- um búningum þegar þær spila. „Það býr til meiri stemningu og svo er alltaf þægilegt að geta falið sig á bak við búninginn ef eitt- hvað fer úrskeiðis,“ segir Ásgerð- ur hlæjandi en systurnar hafa verið að bíða eftir góðu tækifæri til að þreyta frumraun sína á börum bæjarins en segja markað- inn á Íslandi svo lítinn að erfitt er að koma sér á framfæri enda flestir barir með plötusnúða í fastri vinnu. „Hingað til hefur það að við séum stelpur hjálpað okkur enda ekki margir plötu- snúðar kvenkyns í augnablik- inu.“ „Við spilum mjög fjölbreytta tónlist en elektró, indí rokk og gamaldags hip hop er í uppáhaldi. Okkar takmark sem plötusnúðar er að ná sem flestum á dansgólfið og halda gott partí,“ segir Ásgerð- ur að lokum og eigum við eflaust eftir að sjá og heyra meira af þeim systrum í framtíðinni. - áp Gott partí aðalmálið hjá Ottesen-systrum ÁSGERÐUR OG JÓNA OTTESEN Systurnar skipa plötusnúðateymi sem er farið að láta til sín taka á börum bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Margmenni var mætt í Laugar- dagshöllina um helgina til að fylgj- ast með einum ástsælasta söngv- ara landsins, sjálfum Björgvin Halldórssyni, troða upp ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Björgvin hefur greinilega engu gleymt og náði að hrífa salinn með sér. Krummi og Svala börn Björgvins tóku lagið ásamt föður sínum og einnig komu fram Eyjólfur Kristj- ánsson, Stefán Hilmarsson og Sig- ríður Beinteinsdóttir að ógleymd- um karlakórnum Fóstbræðrum. Það má segja að hápunktur tón- leikana hafi verið þegar öll Sin- fóníuhljómsveitin, karlakórinn og Björgvin sjálfur settu upp sólgler- augu og rokkuðu í takt við tíma- lausa slagara Björgvins sem fékk áhorfendur til að dilla sér í sætun- um. ÁNÆGÐ Á TÓNLEIKUM Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, var mættur á tón- leikana ásamt konu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Frábærir tónleikar Björgvins Á FREMSTA BEKK Árni M Mathiesen fjármálaráðherra var á fremsta bekk og einnig má greina Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjöldanum en bæði virtust þau una sér vel á tónleikunum. „ÉG LIFI Í DRAUMI“ Björgvin hefur greinilega engu gleymt og hreif áhorfendur með sér á sviðinu. PRÚÐBÚIN Sigrún Traustadóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson borg- arstjóri og Anna Kristín Traustadóttir voru ánægð með tónleikana. Rokkarinn og eiturlyfjaneytand- inn Pete Doherty hefur loksins náð að sannfæra kærustuna, ofurfyrirsætuna Kate Moss, um að giftast sér. Moss er sögð vera svo ánægð með hversu vel Pete hefur gengið að halda sér edrú að hún hefur játast honum. Talið er að brúðkaupið verði innan nokkurra vikna, mögulega í Karíbahafinu. Pete og Kate munu vera að velta því fyrir sér að flytjast til Bandaríkjanna í kjölfarið. Doherty kvænist PETE DOHERTY Hefur loksins náð að sannfæra Kate Moss um að giftast sér. Hafin er bygging nýrrar leik- myndar fyrir James Bond- myndirnar í Pinewood- kvikmyndaverinu í London. Eldur kom upp í kvik- myndaverinu í júlí við tökur á nýjustu Bond- myndinni, Casino Royale, og eyði- lagðist leikmynd- in sem þá stóð uppi. Enginn meiddist í eldsvoð- anum og enn er ekki vitað hvað olli honum. Var þetta í annað sinn sem Bond-leikmyndin eyðilagðist en hún var upphaflega smíðuð fyrir myndina The Spy Who Loved Me sem kom út 1977. Nýja leikmyndin verður til- búin á næsta ári og verður því klár þegar næsta James Bond-mynd verður frumsýnd á eftir þeirri nýjustu, Casino Royale, sem kemur út í nóvember. Er hennar beðið með mikilli eft- irvæntingu þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem Dani- el Craig verður í hlut- verki njósnarans 007. Ný leikmynd byggð JAMES BOND Daniel Craig verður í fyrsta sinn í hlutverki James Bond í Casino Royale.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.