Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 52
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Kl. 12.05 Hádegisfundaröð Sagnfræðingafé- lags Íslands fjallar að þessu sinni um sannleiksgildi sagnfræðinnar. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „Hvað er satt í sagnfræði?“ í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Myndlistarmaðurinn Ragn- heiður Jónsdóttir sýnir verk sín í Listasafni ASÍ um þessar mundir. Ragnheiður er einn atkvæðamesti gra- fíklistamaður þjóðarinnar en hefur í seinni tíð unnið einvörðungu með kola- teikningar. Hún ræðir um listina, menningarþjóðina og Ragnarökin sem beindu henni á listabrautinni. Yfirskrift sýningar Ragnheiðar er „Storð“ en hún sýnir stórar kola- teikningar, unnar á síðustu tveim- ur árum, í Ásmundarsal safnsins. Ragnheiður hefur haldið fjölda einkasýninga en hún hefur á ferli sínum unnið með grafík, teikning- ar og málverk. Hún hóf svo að vinna stórar, óhlutbundnar kola- teikningar á pappír í kringum 1989. Ragnheiður hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum og haldið reglulegar einkasýningar. Ragnarök og sprengingar „Ég hef þróað mínar eigin aðferðir. Fólk þekkir kolin því margir teikna og skyggja með þeim en ég myl þau niður, set í nælonsokka og teikna með þeim,“ útskýrir Ragn- heiður. Hún nuddar kolunum í pappír og segist nota líka strok- leðrið töluvert. „Þetta eru alls konar útfærslur og það er mikil vinna á bak við þessi stóru verk en maður gleymir því alveg því þetta er svo spennandi.“ Kolateikning- arnar þróuðust úr grafíkinni en Ragnheiður rekur upphaf þeirra til seríu sem hún vann árið 1992 upp úr efni Völuspár. Ljóðlínurnar „vindöld, vargöld, áðr veröld steypisk“ voru henni innblástur. „Ég vann með form sem minnti á tré og á einni myndinni lét ég það tætast í sundur og þá fékk ég hugmyndina að útfærslunni á kolateikningunum – það varð sprenging í myndinni sem ég hef nýtt mér með ýmsum tilbrigðum æ síðan.“ Yfirskrift sýningarinnar vísar til heimsins og jarðarinnar en Ragnheiður vill síður útlista hug- myndaheim hennar frekar og lætur það áhorfendum eftir. Eitt stórt lotterí Ragnheiður hefur sterkar skoðanir á okkar meintu menningarþjóð og er uggandi yfir högum listafólks í landinu. „Ef þessi þjóð vill áfram kallast menningarþjóð þá held ég að hún ætti að sinna sínum lista- mönnum betur, mæta á sýningar og upplifa þá ánægju og næringu fyrir sálina sem fylgir því að njóta listarinnar,“ segir hún og bætir því við að ef fleira fólk fer ekki að fjár- festa í listaverkum muni koma að því að íslenskir myndlistarmenn þurfi að éta skósólana sína. Ragnheiður hefur sjálf stundað sýningar frá unglingsárum og segist enn upplifa hátíðleikann í tengslum við listina. „Þannig vona ég að fólk skynji listina – að hún snerti við þeim,“ segir hún og árétt- ar að hér sé fólk að eyða fé og orku í ótrúlegustu hluti. Þjóðin hafi meiri áhuga á „ríka og fræga fólk- inu“ en þá sé spurning hvort ekki væri vert að sleppa menningarfor- skeytinu. „Hugarsmíð og hæfni listamannanna er sá grunnur sem öll listasöfn og gallerí byggja starf- semi sína á. Starfsfólkið fær sín laun og engar refjar á meðan afkoma listamannanna – sjálfra hugmyndasmiðanna – er eitt stórt lotterí. Ragnheiður tekur undir að heilmikið hafi verið gert til þess að kynna íslenska myndlist en áréttar að meira þurfi til. „Við þurfum fleiri „Björgólfa“-menn sem vilja hlúa að listgreinum. Það er stór- kostlegt að veita fjármunum til dæmis í vinnuaðstöðu fyrir lista- fólk, það má ekki gleymast að fleira þarf til en blýant og pensla,“ segir hún. Spámenn í föðurlöndum Ragnheiður áréttar mikilvægi þess að við lítum okkur nær. „Ég fagna viðurkenningunni sem Ólafi Elías- syni hlotnaðist á dögunum en hann gat þess í viðtali að Danir sýndu honum mikinn þegjendahátt þegar hann bjó í Danmörku. Svo fór hann burt og stóð sig rosalega vel og eftir það fóru Danir að taka eftir honum. Hann hrósaði Íslendingum og bar það saman að hann hefði fengið betri mótttökur hér heima heldur en úti. Svona er þetta víða líkt og Íslendingar sem sjá betur þá sem fara burt heldur en þá sem alltaf eru hjá þeim.“ Listasafn ASÍ er opið frá kl. 13 - 17, en þar stendur einnig yfir sýn- ing á innsetningum Hörpu Árna- dóttur. Sýningum lýkur 8. október. kristrun@frettabladid.is Tilbrigði við sprengingu RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR „Ef þessi þjóð vill áfram kallast menningarþjóð þá held ég að hún ætti að sinna sínum listamönnum betur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK > Dustaðu rykið af... verkum enska leikskáldsins Peters Shaffer. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir verkið Amadeus í næsta mánuði en Shaffer er einnig þekktur fyrir verkin Equus og The Royal Hunt of the Sun sem öll hafa verið kvikmynduð. Serbneski semballeikarinn Smilj- ka Isakovic er gestur í TÍBRÁR- tónleikaröð Salarins í Kópavogi í kvöld. Isakovic leikur hér á landi í tilefni af serbneskri menningar- hátíð sem nú stendur yfir. Isakovi lauk tvöföldu meist- aranámi, annars vegar í píanó- leik frá Tónlistarháskólanum í Belgrad og Tsjaíkovskí-skólan- um í Moskvu, og hins vegar í semballeik frá Konunglega tón- listarháskólanum í Madríd. Hún hefur komið fram víða í Evrópu og farið í tónleikaferðir um Bandaríkin, Suður-Ameríku og Kúbu. Tónleikar sem hún hélt í Dag Hammarskjold-samkomu- sal Sameinuðu þjóðanna í New York vöktu geysimikla athygli og á sumarhátíðinni í Dubrovnik köll- uðu gagnrýnendur hana hvorki meira né minna en drottningu sembalsins. Með vali verka á efnisskrá sinni í Salnum er markmiðið að kynna fyrir Íslendingum tónlist bæði úr austri og vestri: „Iberica“ frá Íberíuskaga, samsafn verka sem voru samin undir spænsk- um og portúgölskum áhrifum, til dæmis verk eftir Domenico Scar- latti og Carlos Seixas, og „Bal- canica“, frá Balkanskaga) verk frá Serbíu, Búlgaríu og Grikklandi en Isakovic mun meðal annars leika verk eftir Stavros Xarhakos og Dimitris Themelis. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld. Drottning sembalsins SMILJKA ISAKOVIC SEMBALLEIKARI Kynnir tónlist úr austri og vestri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið menning@frettabladid.is !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.