Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 48
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 Tómstundastarfsemi Blindrafélagsins hófst að nýju í gær, en á meðal nám- skeiðanna sem félagsmönnum býðst að sækja eru námskeið í dansi, smíðum og handavinnu. Steinunn Hákonardóttir, félagsmálafulltrúi Blindrafélagsins, segir ekkert því til fyrirstöðu að blind- ir og sjónskertir sæki námskeið í smíð- um eða annarri handavinnu. „Þetta er með stærra sniði en fyrir þá sem eru alsjáandi, en gengur eins og í sögu,“ segir Steinunn. „Við pössum upp á að það sé næg birta fyrir þá sem eru sjónskertir og kennarinn tekur til- lit til sjónar þátttakenda,“ útskýrir hún og bætir við, „meðlimir Blindrafélags- ins eru allt frá sjónskertu fólki og upp í lögblint fólk, svo það er á mörgum stigum. Eins eru margar og misjafnar ástæður fyrir sjónmissi hjá fólki.“ Steinunn segir fólk á öllum aldri sækja námskeiðin. „Hjá okkur eru líka marg- ar eldri konur sem voru miklar handa- vinnukonur hér áður fyrr, áður en þær fóru að missa sjón. Þær hafa þetta hreinlega á tilfinningunni,“ segir Stein- unn. Fyrir utan tómstundastarfið er öfl- ugt félagsstarf innan Blindrafélagsins. Félagið hefur opið hús tvisvar í viku og Steinunn segir um sextíu til sjötíu manns mæta reglulega á þær samkom- ur. Innan félagsins starfar foreldra- deild og ungmennadeild, farið er í ýmsar ferðir, kvennadeild félagsins stendur fyrir fyrirlestrum, og einn laugardag í mánuði er haldinn fræð- andi fyrirlestur. „Þetta er mjög menn- ingarlegt,“ segir Steinunn hlæjandi. Fyrsta ferð haustsins verður haust- litaferð á Þingvelli sem Steinunn segir um fimmtíu manns þegar hafa skráð sig í. „Ef að fólk kemur einu sinni á ein- hverja samkomu þá kemur það aftur,“ segir hún af öflugu tómstundastarfi Blindrafélagsins. „Það sprettur af þessu mikill vinskapur og fólk hittist fyrir utan félagið. Ég veit til dæmis af mörgum eldri konum sem gera sér oft ferð saman á kaffihús niðri í bæ,“ segir Steinunn. sunna@frettabladid.is BLINDRAFÉLAGIÐ: TÓMSTUNDARSTARF HEFST AÐ NÝJU Fólk kemur alltaf aftur STEFANÍA ÓSK JÚLÍUSDÓTTIR Ein af mörgum meðlimum félagsins og virkur þátttakandi í uppákomum á vegum þess. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN EINARSSON MERKISATBURÐIR 1580 Francis Drake lýkur hringferð sinni um hnöttinn. 1942 Bifreiðaeinkasala ríkisins er lögð niður. 1945 Fyrsti bandaríski hermaðurinn lætur lífið í Víetnam. 1957 Söngleikurinn West Side Story eftir Leonard Bernstein er frumfluttur í London. 1970 Fokker Friendship-flugvél frá Flugfélagi Íslands hf. ferst á Mykinesi í Færeyjum. Átta manns létust, þar af einn Íslendingur. 1973 Concorde-þota flýgur í fyrsta sinn yfir Atlantshafið á mettíma. 1984 Ákveðið er að Bretar afhendi Kínverjum Hong Kong-borg árið 1997. ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI 1962 „Maður sendir aldrei frá sér bók fyrr en maður er orðinn ánægður með hana.“ Þetta sagði rithöfundurinn í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum árum en í haust kemur út ný bók eftir hann. T. S. Eliot fæddist á þessum degi í St. Louis árið 1888. Hann var af virtum ættum en forfeður hans settust að í Ameríku á 17. öld. Faðir hans var virðulegur kaupmaður og móðir hans tók virkan þátt í góðgerðamálum í St. Louis. Sjálfur útskrifaðist Eliot frá Harvard þar sem hann lærði sanskrít, en eftir að hann hitti skáldið Ezra Pound fluttist hann til Englands en vinátta þeirra entist þeim ævina. Árið 1915 giftist hann Vivian Haigh-Wood en það hjónaband var ávísun á óhamingju vegna geðsjúkdóma sem Vivian barðist við. Hún dó á geðspítala 1947. Eliot fékk vinnu í Lloyd‘s banka 1917 en skrifaði ritdóma og ritgerðir í frítíma sínum. Hann stofnaði meira að segja tímarit tengt því áhugamáli sínu en til hliðar, og í hljóði, orti hann. Fyrsta stóra verk hans, The Love- song of J. Alfred Prufrock, kom út 1917 en síðar gaf hann út meist- araverk sitt The Waste Land. Það var síðan ekki fyrr en 1925 að hann hætti í bankanum og fékk vinnu sem einn af ritsjórum hins virta forlags Faber and Faber. Hann vann þar til dauðadags. Eliot fékk Nóbelsverðlaunin árið 1948 en 1957 giftist hann aðstoðarmanni sínum, Valerie Fletcher. Hjónin lifðu hamingju- sömu lífi þar til Eliot lést 1965. ÞETTA GERÐIST: 26. SEPTEMBER 1888 Ljóðskáld í eyðilandi T.S. ELIOT AFMÆLI Ásgerður Júníusdóttir, söngkona, er 38 ára. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, er 34 ára. MERKISATBURÐIR 1870 Kristján X Danakonungur. 1897 Páll páfi sjötti. 1898 George Gershwin tón- skáld. Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, Helgi Hallgrímsson til heimilis að Norðurbyggð 1c, Akureyri, lést mánudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 28. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Geðhjálpar, síma 570 1700. Fyrir hönd aðstandenda, Helga G. Erlingsdóttir Steinþór Helgason Sigríður Svana Helgadóttir Arnar Helgason Sigríður J. Helgadóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Inga Björk Halldórsdóttir Fellaskjóli, Grundarfirði, andaðist á Fellaskjóli laugardaginn 23. september. Anna Dóra Markúsdóttir Jón Bjarni Þorvarðarson Benjamín Markússon Anna María Hedman Kristín Markúsdóttir barnabörn Jenný Halldórsdóttir Guðmundur Finnsson Ása Helga Halldórsdóttir Ingvi Árnason Sigurbjörg Halldórsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Ólafsson frá Reynisvatni, Silfurteig 5, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt föstu- dagsins 22. september. Útförin verður auglýst síðar. Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir Sólveig Fanný Magnúsdóttir Hallgrímur H. Gröndal Valdís Magnúsdóttir Unnsteinn Hermannsson Halldóra Elín Magnúsdóttir Guðmundur A. Sæmundsson Sigurður Sveinn Másson Vaida Másson Jón Guðmann Jónsson börn og barnabörn. Elskuleg systir mín, móðursystir okkar og frænka, Ólöf Birtha J. Huseby Grunnarsundi 6, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. september kl. 11.00. Kristín Haraldsdóttir Ingólfur Magnússon Tinnar Ýr Ingólfsdóttir Margrét Magnúsdóttir Kolbeinn Björgvinsson Hörður Magnússon Hrafnhildur Baldursdóttir Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.