Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 24
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Kristín Vala Ragnarsdóttir, umhverfisjarðefnafræðingur og prófessor í umhverfissjálf- bærni, við Háskólann í Bristol á Englandi flytur fyrirlestur í Manni lifandi um áhrif matar- æðis á krabbamein. Fyrirlesturinn ber heitið „Matar- æði til varnar og lækningu á krabbameini“ og byggir á bókinni „Your Life in Your Hands ... Und- erstanding, Preventing and Overcoming Breast Canc- er“, eftir breska vinkonu Kristínar að nafni Janet Plant. „Janet greindist sjálf með krabbamein fyrir um það bil tuttugu árum síðan, sem illa gekk að ráða nið- urlögum á. Loks voru með- ferðirnar hættar að virka, en þá var Janet búin að undirgangast brjóstnáms- aðgerð auk þess sem kirtlar undir handarkrikum höfðu verið fjarlægðir. Læknar töldu hana eiga þrjá mán- uði eftir ólifaða.“ Kristín segir að Janet, sem er jarðfræðingur að mennt, hafi upp úr því farið að skoða heimsbréfabækurnar sínar til að sjá hvernig útbreiðslu krabba- meins væri háttað eftir löndum. „Hún veitti því eftirtekt að tíðni krabbameins var einstaklega lág í Kína, en hækkaði í þeim borgum þar sem Kínverjar höfðu tekið upp vestræna lifnaðarhætti eins og í Hong Kong.“ Þetta varð aftur til þess að Janet fór að skoða muninn á lífs- máta Kínverja og Vesturlandabúa með hliðsjón af því hvort einhverj- ir umhverfisþættir gætu haft áhrif á krabbameinstíðnina. „Hún uppgötvaði þá að enginn mjólkur- iðnaður er í Kína,“ útskýrir Krist- ín. Að sögn Kristínar ákvað Janet því að hætta neyslu á mjólkuaraf- urðum til að sjá hvort það bæri einhvern árangur. „Hún stokkaði upp mataræðinu, sneyddi hjá mjólkurafurðum og gerviefnum og lagði sig fram við að borða lífrænan mat. Samfara því hélt Janet áfram í krabbameinsmeð- ferðinni.“ Krabbameinskýli sem höfðu staðið eins og hálf- egg út undan herðablöðum Janet og voru hörð við- komu linuðust smám saman þar til þau hurfu, eftir að hún breytti matar- æðinu. „Læknir Janet var orðlaus því hún hafði stað- ið frammi fyrir dauðan- um,“ segir Kristín. „Í framhaldi af því fann Janet rannsóknargreinar þar sem því var haldið fram að mjólk inni- héldi vaxtaþætti sem örvuðu vöxt krabbameinsfrumna,“ segir Krist- ín. „Leiddar voru líkur að því að væri neyslunni hætt drægi úr vextinum. Í nýjustu útgáfu af bók Janet fylgja þessar rannsóknir og fleiri með.“ Spurð af hverju beri ekki meira á þessum meintu tengslum í umræðunni, segir Kristín mjólk- uriðnaðinn hafa sterk samfélags- leg ítök og bendir á að Janet hafi orðið fyrir aðkasti frá aðilum innan þess geira bæði í Bandaríkj- unum og Ástralíu þegar hún flutti fyrirlestra. Kristín er í engum vafa um að aðferðir Janet beri árangur. Sjálf breytti hún mataræði sínu vegna frumubreytinga í leghálsi, sem er frumstig krabbameins, og hafði það afturvirk áhrif. Mun Kristín flétta þeirri reynslu saman við fyrirlesturinn, sem hún flytur kl. 18.00 2. október í Manni lifandi Borgartúni 24. Sjá nánari upplýs- ingar á síðunni, www.madurlif- andi.is. roald@frettabladid.is Við erum það sem við borðum Kristín situr í vísindaráðgjafa- nefnd Breska rannsóknarráðs- ins (NERC) fyrir umhverfi og heilsu. MYND/UNI- VERSITY OF BRISTOL Hanna Lára Steinsson fé- lagsráðgjafi hefur ákveðnar hugmyndir um úrræði fyrir alzheimersjúklinga og að- standendur þeirra enda hefur sjúkdómurinn áhrif á líf ótal fjölskyldna í landinu. „Við eigum að huga miklu meira að fyrri stigum alzheimersjúk- dómsins en gert er og þeirri getu sem sjúklingarnir hafa lengi fram- an af. Reyna að koma strax inn í með stuðning við fjölskylduna og virkni fyrir sjúklingana. Við höfum lengi einblínt á hjúkrunar- heimilin og þar erum við alltaf með biðlista en biðlistarnir gætu verið miklu styttri ef um boðlega heimaþjónustu væri að ræða,“ segir Hanna Lára. Hún var fyrsti félagsráðgjafinn sem var ráðinn eingöngu fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess hér á landi og starfaði á Landakoti. Nú er hún forstöðumaður Rannsóknarstofu um barna- og fjölskylduvernd. Nýlega kom út bók eftir hana með viðtölum við aðstandendur heilabilaðra sem vakið hefur mikla athygli. „Ég er búin að halda hundrað fyrirlestra um aðstand- endur en það er ekki fyrir aðra að lýsa þeirra aðstæðum. Þeir verða að gera það sjálfir ef þær eiga að komast til skila,“ segir hún um það framtak. Hanna Lára segir farið að greina heilabilun mun fyrr en áður var og að búist sé við gríðarlegri fjölgun sjúklinga á næstu árum og áratugum, næstum tvöföldun til 2030. Hún telur að Íslendingar þurfi að spýta í lófana og efla verulega þjónustuna við þennan hóp. „Í nágrannalöndunum eru komin alls konar sérúrræði fyrir heilabilaða. Margvísleg afþreying fyrir yngri sjúklinga sérstaklega og þar eru kaffihús þar sem hjón koma saman, heilbrigði makinn og sjúklingurinn. Makinn einangrast oft svo gersamlega þegar hann hefur engan stað til að fara á með sjúklinginn án þess að honum finn- ist það vandræðalegt,“ bendir hún á. „Framtaksleysi er einn af fylgi- fiskum sjúkdómsins í byrjun. Því þurfa þeir sem þjást af honum oft bara innlit og hvatningu. Það er ekki nóg að skrá fólk í leikfimi eða föndur því það hefur ekki í sér frumkvæði til að drífa sig af stað. Síðan fer verklagið að dala þegar á líður og fólk hættir að geta gert ýmsa hluti sem aðrir geta gert án þess að hugsa. Þá þarf það aukna aðstoð og lengri viðveru hjá því í heimahúsum en síðan dagúrræði þegar líður á.“ Hanna Lára vill koma upp sér- stöku húsi fyrir heilabilaða og sér þar fyrir sér fjölþætta þjónustu. Þar væri boðið upp á ýmsa starf- semi sem sjúklingurinn gæti tekið þátt í og valið sjálfur hvað hann vildi gera yfir daginn. Þar yrði bæði dagdeild og skammtíma- deild. „Skammtímadeild er úrræði sem vantar gersamlega. Það eina sem er í boði nú eru tvö sjúkrarúm á Landakoti á þriggja manna sjúkrastofu innan um veikustu sjúklingana. Það þarf að vera hægt að leysa aðstandendur af með helgarinnlögnum eða viku, svo þeir nái að hlaða batteríin. Þarna þurfa að vera einstaklings- herbergi með snyrtiaðstöðu,“ segir hún og bætir við að lokum: „Við þurfum að koma okkur inn í nútímann og koma fram við heila- bilaða af þeirri virðingu sem þeir eiga skilið.“ gun@frettabladid.is Oft þurfa heilabilaðir bara innlit og hvatningu Hanna Lára ber hag heilabilaðra fyrir brjósti enda starfaði hún lengi í þágu þeirra og aðstandenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rétt mataræði getur skipt sköpum í baráttunni gegn krabbameini. ������� ��������������������������� ���������������������� ���������������������������� ��������������������������� ��������������������������� ����������� ������� ���������������������������� ��������������� ������������������ ���������������������������� ���������������������� ���������������������� Næstu námskeið og fyrirlestrar 26. sept. Hvað heldur þú að þú sért? 17:30-19:00 Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur 27. sept. Eru geðlyf töfralausn eða martröð? 18:00-19:30 Benedikta Jónsdóttir 27. sept. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið 18:00-21:00 Meistarakokkar Maður lifandi -Fullbókað 28. sept. Candida sýking í líkamanum kl 17:30-19:00 Hallgrímur Magnússon læknir 02. okt. Mataræði til varnar og lækningu á krabbameini kl. 18:00-19:30 Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor Fitusog án skurðaðgerðar • Á aðeins 10 dögum færðu árangur sem jafnast á við fitusog • Húðin stinnist og appelsínuhúðin hverfur • Þú ert mæld,magi rass og læri, fyrir og eftir • Öflugasta cellómeðferð hingað til sem stittir biðtímann um margar vikur • 6 mismunandi aðferðir notaðar á þig til að skila sem mestum árangri • 100% ánægja þegar meðferðinni er lokið... Verð: 37.400,- Ef þú pantar strax í dag Minna Mál grenningarmeðferðina færðu hana á tilboðsverði kr: 24.900,- Hringdu núna, síminn er: 577 7007 Kínastofan • Stórhöfði 17 • 110 Rvk NÝTT BLAÐ KOMIÐ ÚT! ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.