Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 36
■■■■ { jeppar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Fjallaförum er nauðsynlegt að eiga góðar korta- og handbækur. Jón Snæland hefur gefið út tvær bækur sem gagnast fjallaförum vel, en hann hefur áratugalanga reynslu af ferðum um hálendi Íslands. UTAN ALFARALEIÐA Í bók- inni Utan alfaraleiða er fjall- að í máli, m y n d u m og kort- um um spennandi jeppaleið- ir, bæði þ e k k t a r leiðir og m i n n a þekktar. Í bókinni er að finna ítar- legar myndskreyttar skrár um vöð, skála og laugar, inngangskafla með ýmsum nauðsynlegum upp- lýsingum fyrir jeppaferðalanga. Þá eru upplýsingar um 60 jeppaleiðir, sem fara má sumar og vetur, GPS- punkta, aksturstíma, vegalengdir, gistimöguleika, kröfur til ökutækja, þjóðlegur fróðleikur og margt fleira. EKIÐ UM ÓBYGGÐIR Í bókinni Ekið um óbyggðir er af finna ríku- lega mynd- s k r e y t t a r lýsingar á 82 öku- leiðum um há l e nd i ð . Fjallað er um hvers k o n a r bílum þær eru færar, hvað ber að varast á þeim og bent á athygl- isverða staði. Þá eru töflur með GPS-punktum, kort af leiðunum, upplýsingar um vegalengdir og aksturstíma, hvar hægt er að taka eldsneyti og ýmislegt annað sem nauðsynlegt er að vita. Í bókinni er myndskreytt skálaskrá með upplýs- ingum um 115 skála á hálendinu, m.a. GPS-staðsetningu, gistirými, kyndingu, umsjónaraðila og síma- númer þeirra. Þá er sérstakur kafli um ár þar sem gerð er grein fyrir tæplega eitt hundrað vöðum. Handbækur fyrir fjallafara „Ég er búinn að eiga þennan bíl í nokkur ár og það má segja að ég sé búinn að gera allt sem hægt er að gera við hann. Ég er búinn að mála hann og gera hann fínan, áður hafði ég sett í hann 6,5 lítra vél úr subur- ban og sjálfsskiptingu sem tilheyrir henni. Núna er ég að setja bátaol- íuverk í hann,“ segir Theodór sem er menntaður vélaverkfræðingur. „Síðan hef ég notið góðrar aðstoðar frá konunni minni, Jarþrúði Þórar- insdóttur, en hún er rafmagnstækni- fræðingur og hefur hjálpað mér með raflagnir í bílnum.“ Hann segir að þetta sé skemmtilegt áhugamál en þetta er í annað skipti sem hann vinnur að bílabreyting- um. Theodór stefnir að því að fara á bílnum fullgerðum á þorrablót 4x4 félagsins á næsta ári. „Ég ferðast töluvert um fjöll, en hef þó ekki haft eins mikinn tíma til þess núna eins og áður. Ég keypti Patrol jeppa sem ég hef notað meðan ég er að vinna að hinum. Ég get hins vegar ekki hrósað honum þótt hann sé þægi- legur að keyra. Síðast þegar ég fór á fjöll fór ég hjólandi,“ segir Theodór. Ætlar á honum á þorrablót Margir bílaáhugamenn hafa skemmt sér við að gera upp eða betrumbæta bíla sína. Einn þeirra er Theodór Kristjánsson en hann er að gera upp 1988 árgerð af Landcruiser HJ62 í bílskúrnum sínum. Hér er bíllinn áður en Theodór tók hann í gegn. Búið er að mála bílinn og nú er Theodór að setja bátaolíuverk í hann. Landcruiser HJ62 árgerð 1988 Sérsmíðuð fjöðrun að framan og aftan með mjög mikla slaglengd. Bílinn var upphaflega með 4.0 turbo dísil og með 24volta rafkerfi en er nú með 6,5 turbo dísil vél með 4L80E rafstýrðri sjálfskipt- ingu. Vélin var mæld á bekk hjá Tækniþjónustu bifreiða og skilaði bíllinn þar um 240 hestöflum og 697 Nm í togi. Þetta fer síðan í 340 hestöfl og tog nálægt 800 Nm þegar öllum breytingum verður lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.