Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 18
 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við FRÉTTAVIÐTAL AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Vopnaðar árásir Lögreglan segir vopnaburð hafa aukist mjög. Mun oftar sé gripið til hnífa eða annarra tóla í átökum. Nýleg dæmi eru um mjög alvar- legar árásir með hnífum og hafa verið uppi umræður um að herða þurfi viðurlög við vopnaburði til að reyna að stemma stigu við þróuninni. Geir Jón Þórisson er yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þarf að taka harðar á brotum á vopnalögum? Það má ef til vill endurskoða vopnalöggjöfina, það þarf að taka alvarlegar á málum þar sem fólk ræðst að öðru með vopnum. Hvað er hægt að gera? Vopna- lögin eru afar klár og skýr eins og þau eru. Hins vegar verður að auka eftirlit, til dæmis með aðstoð dyravarða. Þeir gætu oftar athugað hvort fólk sé með vopn á sér áður en það fær að fara inn á skemmti- staði. Við viljum auka samstarfið við þá og teljum það helst geta hjálpað okkur. Hvernig getur almenningur brugðist við? Við viljum að almenningur láti okkur vita af því að fólk sé með vopn. Það er algerlega bannað að bera hnífa á almannafæri sama hversu stórir þeir eru. SPURT & SVARAÐ VOPNABURÐUR GEIR JÓN ÞÓRISSON Norræna ráðherranefndin hefur opnað upplýsinga- skrifstofu í Kaliníngrad, rússnesku hólmlendunni við suðaustanvert Eystrasalt. Per Unckel, framkvæmda- stjóri nefndarinnar, segir opnun skrifstofunnar vera mikilvægan áfanga að efl- ingu samstarfs Norðurlanda við þau héruð Rússlands sem næst þeim liggja. Í samtali við Fréttablaðið segir Unckel að í samstarfi ríkja og fyr- irtækja við Eystrasalt felist meiri möguleikar en flestir geri sér grein fyrir. „Sem framkvæmdastjóri Nor- rænu ráðherranefndarinnar hef ég lagt metnað í að opna norrænt samstarf fyrir alþjóðlegu sam- starfi,“ segir Unckel. Hann bendir á að mikilvægustu angar þess séu annars vegar samstarfið yfir Eystrasaltið, við Eystrasaltsríkin þrjú auk Norðvestur-Rússlands, og hins vegar samstarfið við Evr- ópusambandið sem eigi sér marg- ar hliðar. Norðurlöndin og Evr- ópusambandið hafa á mörgum sviðum stillt saman strengi í nálg- un sinni að samstarfi við Rússland og á Eystrasaltssvæðinu. Tortryggni rússneskra ráðamanna Unckel segir norrænu upplýsinga- skrifstofurnar eiga sér sérstaka sögu. „Fyrstu slíku skrifstofurnar voru opnaðar í Eystrasaltslöndun- um strax áður en þau hlutu form- lega aftur sjálfstæði í byrjun tíunda áratugarins, í framhaldinu var skrifstofan í St. Pétursborg opnuð og nú þessi hér í Kalinín- grad,“ útskýrir hann. Mörg ár eru síðan Norræna ráðherranefndin leitaði fyrst eftir því við rússnesk stjórnvöld að fá að opna slíka skrifstofu í Kalinín- grad, en samingaviðræður stóðu með hléum allt frá árinu 2000 unz samningar tókust loks snemma á þessu ári. Spurður hverju þetta sætti segir Unckel að vissulega hefðu áformin mætt vissri tor- tryggni meðal rússneskra ráða- manna, sem hefði tekið sinn tíma að eyða. „Slík tortryggni var vissulega fyrir hendi – ráðamenn í Moskvu spurðu sig hvað heimamenn í Kal- iníngrad vildu og hvaða markmið norrænu ríkin hefðu með starf- rækslu slíkrar skrifstofu þar – þetta tengdist líka deilunum við ESB um hvað yrði um Kaliníngrad eftir ESB-inngöngu Litháens og Póllands,“ segir Unckel. Þetta hefði að mestu leyst með sam- komulagi ESB og Rússlands um ferðafrelsi Kaliníngrad-búa í gegnum Litháen. „Það voru semsé ýmsir sam- verkandi þættir sem ollu því að það tók svo langan tíma að ná samn- ingum um þetta,“ segir Unckel. „En nú er það leyst, og að baki.“ Gagnkvæmni og langtímasjón- armið Unckel segir aðspurður að Nor- ræna ráðherranefndin leggi í Kal- iníngrad mesta áherzlu á tvennt, annars vegar skiptiáætlanir sem geri sveitarstjórnarmönnum, embættismönnum, námsmönnum og fleirum tækifæri til að dvelja við nám, starfsþjálfun og tengsla- myndun á Norðurlöndum, og hins vegar á stuðning við lítil og meðal- stór fyrirtæki. Þá sé líka lögð áherzla á rannsóknasamstarf og stuðning við starfsemi frjálsra félagasamtaka. Unckel leggur áherzlu á, að allt þetta samstarf byggi á gagnkvæmni. Hvert sam- starfsverkefni byggi á því að allir aðilar leggi sitt af mörkum, líka til fjármögnunar verkefnanna. Unckel viðurkennir að allt slíkt samstarf hafi reynzt auðveldara í Eystrasaltsríkjunum, þar sem stjórnsýslan er gegnsærri en í Rússlandi. En mikið sé í húfi fyrir Norðurlönd að eiga gott samstarf við Norðvestur-Rússland, og því gegni upplýsingaskrifstofurnar í St. Pétursborg og Kaliníngrad mikilvægu hlutverki. „Það sem fyrst og fremst ræður nálgun okkar í þessu samstarfi er skynsemi og langtímasjónarmið,“ segir Unckel. Það séu hagsmunir Norðurlanda að þróun verði á nær- svæðum þeirra í Rússlandi, og því sé talsverðu til kostað – alls fari á að gizka um 1.200 milljónir íslenskra króna að andvirði í sam- starfið við Norðvestur-Rússland, og er þá meðtalinn rekstrarkostn- aður upplýsingaskrifstofanna. FRÁ KALINÍNGRAD Unckel segir Norðurlönd, Evrópusambandið og Rússland eiga sameiginlega hagsmuni af því að efnahagsþró- un og aðrar framfarir, svo sem í umhverfisverndarmálum, verði í Kaliníngrad-héraði. LJÓSMYND/AUÐUNN Norræn tengsl efld við Kaliníngrad > Tungumálanám í framhaldsskólum haustin 1999 og 2005 Búlgaría og Rúmenía verða brátt fullgildir með- limir í Evrópusambandinu, og vex sambandið þá úr 25 aðildarlöndum í 27. En hvers vegna er ESB að stækka og hvað geta þessi lönd fært sambandinu? HVÍ GANGA ÞESSI LÖND Í ESB? Búlgaría og Rúmenía sóttu um aðild að ESB í byrjun tíunda áratugarins, ásamt átta öðrum fyrrum kommúnistaríkjum í Mið- og Austur-Evr- ópu. Ríkisstjórnir hinna landanna gerðu hraðar endurbætur á stjórnmálalegu og efnahagslegu skipulagi sínu og því fengu þau lönd aðild að ESB fyrir tveimur árum síðan. Þessi voru Tékk- land, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Slóvenía, en auk þeirra fengu Kýpur og Malta aðild það ár. Endurbæt- urnar hafa gengið hægar í Rúmeníu og Búlgaríu og því er það fyrst núna sem ráðamenn ESB telja nóg að gert til að mæta lágmarkskröfum sambandsins. Gert er ráð fyrir að þau fái aðild í ársbyrjun 2007. ERU LÖNDIN TILBÚIN TIL AÐ GANGA Í ESB? Haft hefur verið eftir talsmönnum Evrópusambandsins að löndin tvö séu í raun ekki búin að upp- fylla öll skilyrði sambandsins, en telja þó að endurbótunum verði ekki flýtt, verði löndum áfram meinuð aðild. Til dæmis var von- ast til þess að búlgörsk yfirvöld tækju á spillingu meðal ráðamanna og skipulagðri glæpastarf- semi í sumar, en lítið var úr þeim aðgerðum. Því hefur verið ákveðið að heimila Rúmeníu og Búlgaríu aðild nú, en undir afar ströngu eftirliti og verður gripið til refsiaðgerða ef fé frá ESB hverfur eða ef glæpaklíkur fá áfram að starfa óáreittar innan landanna tveggja. Búlgaría og Rúmenía verða fátækustu aðildarlönd ESB, þótt efnahagur beggja landa fari nú ört batnandi. Telja önnur aðildarríki ESB að vaxandi efnahagur og kappsamur starfskraftur landanna muni verða sambandinu til góðs í heild sinni. Eins telja talsmenn framkvæmdastjórnar ESB að löndin tvö geti betrumbætt utanríkis- og lög- reglusamstarf sambandsins, þar sem Rúmenía geti virkað sem tengill við lönd lengra í austri, og Búlgaría við Balkanskaga- og Svarta- hafslöndin. ÖNNUR HUGSANLEG AÐILDARLÖND? Tyrkland og Króatía sóttu um aðild árið 2005, en jafnframt er gert ráð fyrir að Albanía, Bosnía, Kósovó, Svartfjallaland og Serbía muni ganga í ESB í framtíðinni. FBL-GREINING: STÆKKUN EVRÓPUSAMBANDSINS Ætlað að gera Evrópu öruggari PER UNCKEL Svíinn Per Unckel hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráð- herranefndarinnar síðan í ársbyrjun 2003. Hann átti langan feril í sænsk- um stjórnmálum að baki þegar hann tók við stöðunni. Að eigin sögn hefur hann í framkvæmdastjóratíð sinni beitt sér fyrir frekari opnun norræns samstarfs fyrir víðtækara fjölþjóð- legu samstarfi í Evrópu, einkum í austur (við Rússland) og í suður (við Evrópusambandið). Unckel er lögfræðingur að mennt, en pólitískan feril sinn hóf hann árið 1971 er hann var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sænska. Árið 1976 var hann kjörinn á þing. Hann var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Carls Bildt 1991-1994. Árið 1999 varð hann formaður þingflokks Miðflokksins. Unckel hefur sagt starfi sínu lausu frá komandi áramótum. Finni eða Íslendingur eru taldir eiga mesta möguleika á að taka við stöðunni. PER UNCKEL Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. LJÓSMYND/AUÐUNN Heimild: Hagstofa Íslands 4, 4% 12 ,5 % 26 ,7 % 2005 1999 18 ,0 % 10 ,1 % 8, 9% 2005 1999 2005 1999 Þýska Franska Spænska LÆGRI VEXTIR LÆGRA LÁNTÖKUGJALD 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.