Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 20
20 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fyrir einhverjum vikum síðan sagði ég í pistli sem þessum frá viðtali sem ég hafði heyrt við Ómar Ragnarsson á gömlu gufunni og mér fannst ákaflega merkilegt. Það var áður en Ómar kom út úr skápnum. Nú er hann kominn út úr skápnum, treystir sér ekki til að vera í hlutverki íþróttafréttamannsins, vill blanda sér í leikinn eftir því sem hann segir sjálfur í blaðkálfi sem fylgdi Morgunblaðinu nú um helgina. Frásögn Ómars af samskiptum sínum við valdastéttina í landinu, eða öllu heldur afskipti valda- stéttarinnar af honum er með ólíkindum. Ég trúi því þó að í frásögninni sé Ómar sá hófsami fréttamaður sem hann hefur verið alla sína starfsævi og dragi frekar úr hótununum en hitt. Rétt er að taka það fram að Ómar notar aldrei orðið hótanir, það eru mín orð, hann er kurteisari maður en svo og talar um þrýsting og mótbárur. Hann segir frá því að hafa fengið skilaboð um að ef hann hætti ekki fréttaflutningi sínum þá skyldi hann hafa verra af. – Hvers konar þjóðfélag er það sem við búum í? Hann var ekki eingöngu beittur þrýstingi, heldur eiginkonan líka, en það virðist vera trikk sem þeir sem reyna að kúga fólk beita þegar karlar láta ekki segjast, sem sagt að hringja í frúna og athuga hvort hún geti ekki haft ,,vit fyrir“ eiginmanninum. Þessum þrýstingi, sem hann kallar svo, hefur fréttamaðurinn orðið fyrir í gegnum árin vegna þess að hann hefur sagt satt og rétt frá framkvæmdum við risavirkjunina við Kárahnjúka. Í blaðkálfinum rifjar Ómar einnig upp atburðarásina þegar ákveðið var að ráðast í þessa virkjun. Það var gert svona smátt og smátt þangað til þessi risa- framkvæmd var allt í einu tilbúin á teikniborðinu og búið að taka fyrstu skóflustunguna. Vafalaust hefur einhverjum spekingnum við stjórnvölinn þótt það hrós um skilvirkni íslenska kerfisins að framgangur málsins gekk sjö sinnum fljótar fyrir sig hér á landi en í öðrum löndum að mati Alcoa-manna. Ég man eftir því að ég fór hjá mér heima í stofu þegar ráðamenn þjóðarinnar leiddust í kross með Alcoa mönnum þegar samningurinn var undirritaður. Það er ótrúleg skammsýni finnst mér að trúa því að hér á landi getum við ekkert gert annað en að veiða fisk og bræða ál. Miklum peningum er kostað í rannsóknir á orku. Fyrir hálfum mánuði sagði ég á þessum stað frá lista sem ég fann á netinu yfir orkulindir sem rammaáætlun um virkjanir á landinu mun ná til. Til að endurtaka það sem þar kom fram þá eru tuttugu og átta virkjanir í fyrsta áfanga og búið er að setja sautján gufuaflsvirkj- anir á lista til að skoða nánar. Nauðsyn er að þessar fyrirætl- anir allar saman komi fram í dagsljósið og við fáum að vita hvað við borgum mikið á ári úr sameiginlegum sjóðum til að kanna hvar megi bora næst. Ég trúi því að þeim peningum megi ráðstafa betur og nota í rannsókn- ir og leit að öðrum atvinnutæki- færum sem við getum nýtt okkur hér á landi. Ómar lýsir því hvernig risavirkjunin getur orðið til þess að öll áhrif sem virkjanir framtíðarinnar hafi á umhverfið verði álitin smávægileg og valdi því að þeirri varkárni sem vera ber í umgengninni við landið verði ekki gætt. Ég hef hitt þá sem eru bjartsýnni en Ómar og trúa því að meira að segja virkjanafúsir sjái að stíga verður afskaplega varlega til jarðar í virkjanamálum til að ofbjóða ekki þjóðinni. Óskandi væri að þeir sem eru þannig þenkjandi hafi rétt fyrir sér. Ég er ekki alveg viss um að svo sé. Svo eru hin áhrifin, þau efnahagslegu. Í því tilliti er hér líka um slíkt risaverkefni að ræða að virkjunin og verksmiðjan fyrir austan verða næstum því sérstök hagstærð í litla íslenska hagkerf- inu. Í áratugi miðaðist öll hagstjórn á Íslandi við afkomu sjávarútvegsins. Vonandi mun hagstjórn næstu áratugina ekki snúast um virkjun og verksmiðju fyrir austan, þá verður illa komið fyrir okkur. Þess vegna er líklega betra frá efnahagslegu sjónar- miði ekki síður en umhverfislegu að setja virkjunina aldrei í gang, með öðrum orðum hleypa aldrei vatni í lónið. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnum- inn með lögum. Hugrekki Ómars Framkvæmdirnar fyrir austan VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Í DAG | Frásögn Ómars af samskiptum sínum við valdastéttina í land- inu, eða öllu heldur afskipti valdastéttarinnar af honum er með ólíkindum. Smári formaður Flest bendir til að Smári Geirsson, for- seti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, verði næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þing sambandsins hefst á Akureyri á morgun og lýkur á föstu- dag með formannskjöri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, nú borgar- stjóri í Reykjavík, hefur gegnt formanns- embættinu síðan 1990 og fer hann fyrir uppstillingar- nefnd. Er hermt að samstaða sé að nást um Smára í formanns- s t ó l i n n og virð- ist hann hafa hrist þá Halldór Halldórsson, bæjarstjóra á Ísafirði, og Árna Þór Sigurðsson, borgarfulltrúa í Reykjavík, af sér í sam- keppni um embættið. Úr nýrri átt Fari svo að Smári verði kjörinn verð- ur hann fyrsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sem kemur utan af landi. Formenn sambandsins, í rúmlega 60 ára sögu þess, hafa allir verið frá Reykjavík, nema hvað Sigurgeir Sigurðsson var jú frá Seltjarnarnesi. Lengi vel voru formennirnir embættismenn borgarinnar, líkt og for- mennska Páls Líndal, Jóns G. Tómassonar og Björns Friðfinnssonar ber með sér en seinni ár hafa stjórnmálamenn valist til starf- ans. Að mörgu að hyggja Það er annars allt annað en auðvelt verk að stilla upp álitlegri stjórn sem öllum líkar enda mikilvægt að líta til margvíslegra sjónarmiða. Vissu- lega þarf að horfa til þess að stjórnmálaflokkarnir fái full- trúa í stjórn í samræmi við kjörstyrk. Þá þarf að líta til jafnvægis milli landshlut- anna og svo vitaskuld kynja. Og eins og þetta sé ekki nóg þá þarf að gæta þess að „inn- skeifir og örvhentir,“ fái sína fulltrúa í stjórnina, eins og góður sveitarstjórnar- maður orðaði það. bjorn@frettabladid.is Um nýliðna helgi kynntu þingmenn Samfylkingarinnar tillögur um lækkun matvælaverðs. Í þeim felst að fella niður vörugjöld, innflutningstolla og lækka virðisauka-skatt á matvæli um helming. Miða þessar breytingar að því að lækka matarreikning íslenskra fjölskyldna verulega. Nú kann það að vera, að Samfylkingin kjósi að kynna þess- ar tillögur nú áður en ríkisstjórnin leggur fram sína áætlun um lækkun matvælaverðs hér á landi. Það er samt aukaatriði. Aðal- atriðið er að ná samstöðu á Alþingi um þetta mikilvæga hags- munamál. Lágtekjufólk eyðir hærri hluta tekna sinna í kaup á matvöru en efnafólk og því eiga þessar breytingar að koma sér vel fyrir þann hóp. Viðbrögð talsmanna samtaka bænda eru eðlileg. Hlutverk þeirra er að verja hagsmuni bænda, sem búa við ríkisstyrki og mikla innflutningsvernd. Stjórnmálamenn mega ekki láta undan slíkum þrýstingi þótt kosningavetur sé framundan. Hagsmunir hins dreifða almennings eru hér ríkari. Það er jákvætt ef ríkisstjórnin er búin að komast að samkomu- lagi um að lækka virðisaukaskatt á matvæli um tíu prósentustig. Það er skref í rétta átt. Slíkt myndi einnig lækka vísitölu neyslu- verðs um allt að eitt prósentustig. Þar sem skuldir Íslendinga eru að mestu verðtryggðar myndi það einnig þýða lækkun á greiðslu- byrði lána, sem er ekki síður mikið hagsmunamál launafólks. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fer með æðsta vald í málefnum flokksins, var samþykkt ályktun um að draga enn frekar úr hömlum gagnvart innflutningi. „Til að ná þessu markmiði þarf að lækka eða fella niður tolla og vörugjöld og afnema innflutningskvóta. Rétt eins og útflutningur er mikilvæg- ur skiptir frjáls og óhindraður innflutningur miklu máli við að efla samkeppni og bæta hag neytenda og þar með efla hagsæld hér á landi,“ segir þar jafnframt. Tillögur Samfylkingarinnar fara því saman við áherslur Sjálf- stæðisflokksins. Jafnframt hafa yngri þingmenn stjórnarflokks- ins bæði talað og ritað um nauðsyn þess að breyta núverandi kerfi. Það ætti því að vera ríkur vilji til þess á Alþingi að ganga lengra en að lækka bara virðisaukaskattinn! Samt má ekki gleyma bændum í þessu umbreytingarferli. Þeim hefur verið gert að starfa í úreltu kerfi framleiðslustýringar og ríkisstyrkja og hafa tekið ákvarðanir um fjárfestingar út frá því. Samfylkingin vill að teknar verði upp tímabundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Þegar slíkar tillögur eru kynntar er nauðsynlegt að fram komi hvaða fyrirkomulag verði viðhaft og hve mikið það muni kosta skattgreiðendur. Að því leyti eru tillög- ur Samfylkingarinnar vanhugsaðar. Skynsamleg leið gæti verið sú að afhenda öllum bændum sem hafa notið ríkisstyrkja skuldabréf til ákveðins tíma, jafnvel tíu ára. Það væri ávísun á reglulegar greiðslur í stað núverandi styrkja, sem yrðu lagðir af. Bændur hefðu þá um tvennt að velja; að selja skuldabréfið strax og fá dágóða upphæð í hendurnar eða halda því. Þetta gæti ýtt undir nauðsynlega hagræðingu í land- búnaði á Íslandi og aukna samkeppni. Alþingismenn verða að hafa hugrekki til að leggja fram nýjar lausnir í landbúnaðarmálum – og vinna þeim brautargengi. Þing- menn Samfylkingarinnar hafa stigið mikilvægt skref í þá átt með tillögum sínum um lækkun matvælaverðs. Samfylking um breytingar á tollum og sköttum: Lægra matarverð BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Umræðan Opið bréf til iðnaðarráðherra Kæri Jón, Þú ert að gera hrikaleg mistök. Mig hefur lengi langað til að segja þetta en ekki verið í aðstöðu til þess. Ég skrifa þetta bréf til þín og þingmanna þinna í Framsóknarflokknum sem og ríkisstjórnarinnar allrar vegna fyrirhug- aðrar virkjunar við Kárahnjúka og þar með mestu umhverfiseyðileggingar Íslandssögunnar. Með fyllingu Hálslóns hverfur Hjalladalur og þar með gífurlegt víðerni ósnortins lands. Ég bið þig um að leggja það til við ríkisstjórnina að framkvæmdinni verði frestað. Þú getur fengið þingmenn þína til að fylgja þér í því máli. Þú getur komið í veg fyrir að Framsóknarflokk- urinn reisi sér ævarandi minnisvarða um skammsýni, um virðingarleysi við land, þjóð og komandi kynslóð- ir, um brenglað verðmætamat. Þú veist jafn vel og ég að þessi minnisvarði verður fyrst og fremst tileinkað- ur Framsóknarflokknum, jafn ósanngjarnt og það er. Samstarfsflokkur ykkar í ríkisstjórn hefur haft ein- stakt lag á því að láta ykkur svara fyrir óvinsælar ákvarðanir. Þeir þegja og glotta á meðan þið skýrið málin. Ég veit að það er gott fólk og vel meinandi í Framsóknarflokknum. Ég veit að það er ekki allt sannfært um þessa framkvæmd. Hlustaðu á það fólk; hlustaðu á þjóðina. Menn hafa velt fyrir sér hvað orðið þjóðhyggja þýðir. Þú kynntir það til íslenskrar stjórnmálasögu. Getur það verið þjóðhyggja að sundra þjóðinni? Getur það verið þjóðhyggja að búa til sár á landi og íslenskri þjóðarsál sem aldrei grær? Ég held því fram að það sé til merk- is um göfuglyndi og gott gáfnafar að skoða alla möguleika á hverjum tíma; að vega og meta hvort forsendur hafi breyst. Velta fyrir sér hvaða leið sé best að fara. Hvort ákvarðanir hafi verið grundvallað- ar á réttum upplýsingum. Skipta um skoð- un ef svo skyldi vera. Lágu allar upplýsingar fyrir þegar þetta var ákveðið? Í ljós hefur komið að svo var ekki. Það er ekki of seint að gera málamiðlun. Það er ekki of seint að endurskoða málið. Er hægt að ná í þessa raforku annars staðar eins og Ómar Ragnarsson hefur lagt til? Er ekki hægt að minnka lónið og þar með þann skaða sem það veldur? Þú hefur það í hendi þér að sætta þjóðina. Þú hefur það orð á þér að hafa verið mannasættir í Framsóknar- flokknum. Gerðu slíkt hið sama fyrir þjóð þína. Í kvöld klukkan 20.00 ætlar að fólk að ganga með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi niður að Austur- velli. Kæri Jón, gakktu með því fólki. Höfundur stundar útivist. Kæri Jón RÓBERT MARSHALL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.