Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 57
[KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Leigumorðinginn Chev Chelios (Statham) vaknar einn góðan veð- urdag og kemst að því að honum hefur verið byrlað eitur. Eina leið- in til að hægja virkni eitursins er að halda hjartslættinum gangandi á fullu. Hefst því mikið kapphlaup við tímann þar sem Chelios gerir allt hvað hann getur til að komast í adrenalínvímu, á meðan hann reynir að finna móteitur og ná sér niðri á þeim sem byrlaði honum eitrið. Uppskriftin er einföld og geng- ur ekki út á neitt nema hraða. Séu allar raunsæiskröfur hins vegar skildar eftir heima er Crank býsna vel heppnað aksjón. Bensínið er stigið í botn allt frá upphafi til enda og alls kyns stælum bætt við til að auka á áhrifin. Leikstjórarnir og jafnfram handritshöfundarnir eru tveir, Mark Neveldine og Brian Taylor, og er þetta frumraun þeirra í leikstjórastól. Bakgrunnur þeirra liggur aðallega í sjónrænum brell- um og Crank ber þess greinileg merki. Áferðin hrá en ofhlaðin þó hún haldi sér yfirleitt réttu megin við línuna. Jason Statham þekkir greinilega takmarkanir sínar, held- ur sig við harðjaxlarulluna sem hann kann best og smellur eins og flís við rass við heildarútlitið. Hin ýmsu örþrifaráð sem hann grípur til til að hraða á hjartslættinum eru oft á tíðum fyndin og mátulega grótesk. Eini tilgangur Crank er aug- ljóslega sá að láta tvær klukku- stundir líða hratt - sem tekst - en að öðru leyti skilur hún lítið eftir sig. Ofunnið útlitið í anda MTV gerir líklega að verkum að mynd- in verður afgreidd sem barn síns tíma, en mér er til efs að höfund- arnir hafi hugsað langt fram í tím- ann þegar Crank var smíðuð. Bergsteinn Sigurðsson Tveggja tíma sprettur CRANK LEIKSTJÓRAR: MARK NEVELDINE OG BRIAN TAYLOR. Aðalhlutverk: Jason Statham, Amy Smart og Dwight Yokam. Niðurstaða: Hasar hasarsins vegna lætur tvær klukkustundir líða ógnarhratt en skilur lítið annað eftir sig. Tökur á þriðju myndinni um Jack Sparrow og sjóræningana í Karíb ahafi fóru út um þúfur þegar Keith Richards mætti drukkinn á upp- tökustað. Richards samþykkti að koma fram í hlutverki föður Jacks Sparrow, sem leikinn er af Johnny Depp, í Pirates of the Caribbean: At World‘s End. Tökuliðið hafði beðið Richards með nokkurri eftirvænt- ingu þegar hann birtist loksins slagandi á sviðið, augljóslega ofur- ölvi. Bill Nighy sem fer með hlutverk í myndinni sagði í viðtali við vef- síðu kvikmyndatímaritsins Empire að það hefði kostað mikið vesen að ná Richards út úr hjólhýsi sínu. Þá hafi Gore Verbinski, leikstjóri myndarinnar, þurft að styðja við hann svo hann kæmist á tökustað. „Ef þið vilduð hafa þetta slétt og fellt þá réðuð þið rangan mann,“ mun Richards hafa svarað kurri tökuliðsins. Richards mætti aftur í tökur daginn eftir og mundi að sögn lítið eftir deginum áður. Fullur á tökustað KEITH RICHARDS Drekkur eins og svampur þótt hann sé á sjötugsaldri. Það er sjaldan lognmolla í kringum Mel Gibson og nú hefur leikarinn ákveðið að ráðast gegn Banda- ríkjastjórn og stríðsrekstrinum í Írak. Gibson er nú að kynna kvikmynd sína Apocalyptico og líkti falli veldi Maya við stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum. Ljóst hefur verið frá upphafi að kvikmyndin hefði pólitískan undirtón og hikaði Gibson ekki við að gagn- rýna ástandið í Írak. „Við sjáum ótrúlega mikla hliðstæðu við mannfórnir Maya og þann hernað sem er í gangi fyrir botni Persaflóa. Hvað eru mannfórnir ef ekki að senda menn til Íraks án nokkurs tilgangs?“ Lindsay Lohan hætti með kær- astanum sínum Harry Morton á dögunum, en var byrjuð aftur með honum nokkrum klukku- stundum síðar. Það var reyndar Harry sem sagði Lindsay upp og ástæðan var hversu stíft hún stundar skemmtanalífið. Allt er þó fallið í ljúfa löð að nýju. FRÉTTIR AF FÓLKI BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM Blóðugt meistarverk eftir Nick Cave með úrvalsleikurum í hverju hlutverki. HAGATORGI • S. 530 1919 BJÓLFS KVIÐA BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON V.J.V. TOPP5.IS ���� Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. „the ant bully“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. ���� V.J.V. TOPP5.IS ����� H.J. / MBL Tilboð 400 kr BÖRN kl. 5:50 - 8 - 10.15 B.i.12 THE PROPOSITION kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 16 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 - 10:15 Leyfð BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6 - 9 B.i. 12 MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð Hnyttin spennumynd og frábær flétta.Með þeim Steve Coogan (Around the World in 80 Days), Rebecca Romjin (X-Men) ofl. Hann var meistari á sínu sviði þar til hann hitti jafnoka sinn. THE ALIBI Lokasýningar Með hinum eina sanna Jack Black og frá leikstjóra „Napoleon Dynamite“ kemur frumlegasti grínsmellurinn í ár. Jack Black er GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. Ekki missa af fynd- nustu Walt Disney teiknimynd haustins. Með kyntröllinu Channing Tatum (“She’s the Man”) Þegar þú færð annað tækifæri þarftu að taka fyrsta sporið. Deitmynd ársins. / KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA NACHO LIBRE kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 8 - 10:15 B.i.14.ára. NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 4:50 - 8 - 10:20 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð THE WILD M/- ensku tal. kl. 4 - 6:15 - 8:10 Leyfð THE ALIBI kl. 8:10 - 10:20 B.i.16.ára. BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 10:20 B.i. 12.ára. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 UNITED 93 Síð. Sýn kl. 8 - 10 Leyfð STEP UP kl. 8 - 10 B.i. 7 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.i.14 UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 Munið afsláttinn / AKUYREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.