Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 6
6 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR KJÖRKASSINN 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið Átt þú þér uppáhaldslið í íslenskri knattspyrnu? Já 48% Nei 52% SPURNING DAGSINS Í DAG: Stundar þú reglulega líkams- rækt? Segðu skoðun þína á visir.is 25 ára afmælisvika 23. - 30. sept. ����������������������������� ��������� �������������������������������� � ���������������������������������������� STRANDFLUTNINGAR Það er engin forsenda fyrir strandflutningum hér við land, segir Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir forsvarsmenn aðildarfélaga sam- takanna á sömu skoðun, þar með talin flutningafyrirtæki. Verið er að kanna á vegum sam- gönguráðuneytisins hvort hugsan- legt sé að taka upp strandsiglingar við landið að nýju að einhverju leyti. Í tengslum við endurskoðun á samgönguáætlun sem nú stend- ur og í kjölfar umræðna um álag á vegakerfinu hefur Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra óskað eftir því að málið verði kannað. Efnt var nýverið til fundar í sam- gönguráðuneytinu um hugsanlega strandflutninga. Hann sátu meðal annars fulltrúar nokkurra flutn- ingafyrirtækja, Samtaka verslun- ar og þjónustu, Siglingastofnunar Íslands og ráðuneytisins. „Það kom glögglega fram á þessum fundi að það er engin for- senda fyrir þessum strandflutn- ingum,“ segir Sigurður. „Þarfir eigenda farmsins sem flytja þarf eru með þeim hætti að það er ekki til staðar áhugi á að flytja hann á sjó. Menn sögðu þó, í allri sann- girni, að ef hugsanlega kæmi til álita að greiða niður flutninga til einhvers svæðis, þá væru það Vestfirðir. Vegakerfið þangað væri ónýtara heldur en í öðrum hlutum landsins, þannig að það gæti ef til vill réttlætt tímabundna sjóflutninga þangað.“ Sigurður segir menn sammála um, að setja þurfi fjármuni í veg- inn í hundrað kílómetra radíus út frá Reykjavík. Byggja þurfi almennilegan veg til Akureyrar. Upplýst hafi verið á fundinum að leggja eigi töluverða peninga á fjáraukalögum í veginn austur fyrir fjall og einnig vesturleiðina. „Flutningatækin sem við erum að nota eru ekkert öðruvísi heldur en gerist annars staðar í heimin- um,“ heldur Sigurður áfram. „Allt þetta tal um þungaflutninga er bara bull. Það sem er lélegt hér eru vegirnir. Þeir eru þröngir, gamlir og illa byggðir. Vissulega þola þeir þessa umferð ekki vel.“ Ráðgert er að aftur verði fund- að um málið í ráðuneytinu og segir Sigurður að þá verði sjónum beint að þeim umbótum sem gera þurfi á vegakerfinu. „Við ætlum ekkert að ræða meira um strandflutninga því við teljum að þeir séu ekki raunhæfur kostur. Það er búið að slá þá hug- mynd út af borðinu hvað SVÞ og flutningafyrirtækin varðar.“ jss@frettabladid.is Engin forsenda fyrir strandflutningum Það er engin forsenda fyrir strandflutningum hér við land, segir framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir búið að slá hugmyndina út af borðinu hvað varði SVÞ og flutningafyrirtækin. Einungis þurfi betri vegi. SIGURÐUR JÓNSSON Segir búið að slá hugmyndina um strandflutninga út af borðinu. BJÖRGUNARMÁL Öryggisvika sjó- manna var kynnt í gær um borð í Sæbjörgu, skólaskipi Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra setti vikuna formlega með ávarpi og kom til athafnarinnar með held- ur óvenjulegum hætti, en hann var látinn síga niður á þilfar skips- ins úr TF-LÍF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Öryggisvikan er nú haldin í þriðja sinn í tengslum við siglingardag Alþjóðasiglingar- málastofnunarinnar. Í setningarræðu sinni mærði ráðherra meðal annars vilja og áhuga sjómannafélaga landsins til að standa vel að öryggismálum. Hann sagði þó mikilvægt að halda öryggisviku sem þessa til að reka áframhaldandi áróður fyrir auk- inni þekkingu og þjálfun sjó- manna. Sturla lagði áherslu á að enn væri margt ógert í öryggis- málum sjómanna og undirstrikaði að það væri væri ekki einungis ráðuneytið og útgerðirnar sem þyrftu að vinna að þeim málum heldur ýmsir aðrir í samfélaginu. Eimskip færði Slysavarnar- skóla sjómanna veglegar gjafir í tilefni vikunnar, en fyrirtækið gaf skólanum nýjan siglingarhugbún- að, gám sem á að nýtast við reyk- köfunarþjálfun og styrk að and- virði 100.000 krónur til eigin ráðstöfunar. - þsj Sturla Böðvarsson setti öryggisviku sjómanna með óvenjulegum hætti: Ráðherra seig niður úr þyrlu EINBEITTUR VIÐ STÝRIÐ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði mikilvægt að halda öryggisviku sem þessa til að reka áframhaldandi áróður fyrir aukinni þekkingu og þjálfun sjómanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÍTALÍA, AP Benedikt páfi sextándi fundaði með leiðtogum múslima í gær í þeim tilgangi að reyna að sefa reiði múslima í hans garð vegna ummæla hans um Múham- eð spámann og íslamstrú. Sendi- nefndir frá múslimalöndunum Íran, Írak, Tyrklandi og Marokkó mættu á fundinn, auk fulltrúa múslima á Ítalíu og fleiri aðila. Á fundinum, sem haldinn var í sumarhúsi páfans nálægt Róm, sagði páfi að „framtíð okkar“ ylti á góðu sambandi milli kristinna og múslima. Páfi hélt fimm mínútna ræðu, heilsaði síðan hverjum og einum viðstöddum með handabandi og spjallaði um stund við erindrek- ana. Hann minntist hins vegar ekk- ert á ræðuna umdeildu sem hann hélt í Þýskalandi 12. september síðastliðinn, en í henni vitnaði hann í orð keisara austrómverska keisaradæmisins á fjórtándu öld þess efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Páfi hefur beðist afsökunar á því að hafa móðgað múslima en ekki á orðum sínum og hefur það síður en svo lægt öldurnar. „Páfinn hefur lýst djúpri virð- ingu sinni fyrir íslamstrú,“ sagði Albert Edward, fulltrúi Íraka, eftir fundinn. „Nú er kominn tími til að láta kyrrt liggja og brúa bilið.“ - smk Benedikt páfi sextándi fundar með fulltrúum múslima: Reynir að lægja öldurnar BENEDIKT PÁFI SEXTÁNDI Fundaði í gær með fulltrúm múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STRANDFLUTNINGAR Sigurður bendir á að sú eftirspurn eftir strandflutningum sem var fyrir hendi þegar Mánafoss sigldi á ströndina, síðasta áætlunarskipið sem það gerði, væri að stórum hluta ekki lengur fyrir hendi með brotthvarfi kísilgúrsins. LEYNIÞJÓNUSTA Steingrímur Hermannsson og Jón Helgason, dómsmálaráðherrar Framsókn- arflokksins á tímum kalda stríðsins, neita að hafa vitað af rekstri leyniþjónustu hjá stofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS í gær. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur unnið að söfnun upplýsinga um rekstur öryggis- eða leyniþjónustu á tímum kalda stríðsins. Þær hafa vakið ýmsar spurningar, meðal annars um hvort vinstri stjórnir á þessum tíma hafi haft vitn- eskju um reksturinn. - sþs Dómsmálaráðherrar Framsóknar: Vissu ekki um leyniþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.