Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 22
[ ] Heilsa fóta okkar er í flestum tilfellum ekki ofarlega á gát- listanum. Ásdís Arngeirsdóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, segir þó mikilvægt að huga að heilsu fótanna til að koma í veg fyrir ýmsa fylgikvilla sem fótskekkja leiðir af sér. Ásdís Arngeirsdóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, ritaði nýverið grein í Gigtina, tímarit Gigtarfélags Íslands, þar sem hún ræðir um mikilvægi góðrar heilsu fótanna. „Það er mjög mis- jafnt hversu mikla hugsun fólk leggur í heilsu fóta sinna,“ segir Ásdís. „Þetta er farið að breytast í dag og fleiri sem hugsa vel um fæturna sína og vilja láta sér líða vel. Gigtarsjúklingar eru þeir sem eru í meiri áhættu með að fá fótskekkju, líkþorn og siggmynd- un en auðvitað á þetta við alla.“ Ásdís segir mikilvægt að fólk láti skoða fætur sína einu sinni á ári, líkt og farið er í eftirlit til tannlæknis. Mikilvægast er þó að leita strax til sérfræðings ef vart verður við verki í fótum, mikið sigg eða líkþornamyndun. „Það eru allmargir sem þjást af fót- skekkju. Hún myndast þegar tábergið sígur, þegar of mikið álag er á framfótinn. Þetta er sér- staklega algengt hjá konum sem ganga mikið á háum hælum og hjá fólki sem gengur í skóm sem eru opnir í hælinn, eins og inni- skóm, klossum og öðru. Fót- skekkjan getur svo leitt til þess að stóra táin fellur til hliðar og hinar tærnar kreppast saman. Afleiðingarnar eru svo þær að öll líkamsstaðan skekkist. Einnig getur verið um að ræða skekkju í hæl en fótskekkjan getur valdið bakverkjum, taugar klemmast og óþæginda verður vart í mjöðm- um. Því miður er ekki hægt að laga tábergssig en til að rétta úr skekkjunni má styðjast við inn- legg sem veita fætinum hvíld.“ Ásdís segir að fólk þurfi að huga betur að skófatnaði sínum. Of þröngir skór eru vondir fyrir fæturna og geta leitt til líkþorna- myndunar. „Við mælum helst með fótlaga skóm en það er alltaf erfitt fyrir okkur fótafræðingana að berjast gegn tískustraumun- um,“ segir Ásdís. Einfalt ráð til að skera úr um hvort skór séu hæfilega breiðir er að draga útlínur þeirra á blað, draga svo útlínur fótarins á blað, og bera saman. „Fæturnir eru það tæki sem halda okkur uppi. Líði okkur illa í fótunum líður okkur illa alls stað- ar og sú vanlíðan getur jafnvel dregið úr þreki okkar og orku. Fæturnir eru okkar farartæki og mikilvægt að hugsa vel um þá.“ johannas@frettabladid.is HUGAÐ AÐ FÓTUNUM Farið reglulega til fótaaðgerðafræð- ings. Látið táneglurnar aldrei verða of langar eða siggið of þykkt. Haldið hita á fótunum með því að vera í góðum sokkum sem eru ekki með stífri teygju. Ekki er mælt með fótabaði í lengur en fimm mínútur. Mikilvægt er að þurrka fæturna vel, sérstaklega milli tánna. Nuddið fæturna með góðu kremi til að viðhalda mýkt en ekki setja krem á milli tánna. Gangið og gerið fótaæfingar til að viðhalda hreyfi- getu í liðunum. Tekið úr tímaritinu Gigtin. Hugað að fótunum, farartæki líkamans Ásdís Arngeirsdóttir, löggiltur fótaaðgerafræðingur, segir vondan skófatnað geta leitt til fótskekkju.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Undirbúningur er hafinn vegna verkefnisins Hreyfing fyrir alla, sem er tilraunaverkefni um að fjölga skipulögðum hreyfitil- boðum fyrir fullorðna og eldra fólk með því að efla almenn- ingsíþróttadeildir íþróttafé- laga. Í síðustu viku stóð heilbrigðis- ráðuneytið, ásamt Lýðheilsustöð og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, fyrir samráðsfundi vegna undirbúnings verkefnisins. Ætl- unin er að skapa tækifæri til að sinna þeim fjölmörgum einstakl- ingum og hópum sem skortir hvatningu og stuðning til að hreyfa sig en hafa ekki getu eða áhuga á að nýta sér þá þjónustu sem er þegar í boði. Einnig er ætlunin að skapa ódýran valkost sem getur brúað bil sem getur skapast eftir að meðferð hjá heilbrigðiskerfi lýkur. Verkefninu er ætlað að standa í eitt ár og nú er leitað að hentugum tilraunasvæðum. Óskað hefur verið eftir liðsinni hagsmunaaðila á landsvísu við undirbúning verk- efnisins enda er ætlunin að prófa árangur og hagkvæmni nýrrar þjónustu, með það fyrir augum að hún verði varanleg og yfirfæran- leg á allt landið. Fundinn sátu fulltrúar ýmissa hagsmunahópa og félaga. Hann reyndist gagnlegur og voru þátt- takendur sammála um mikilvægi verkefnisins. Grein af vef Lýðheilsustöðv- ar, www.lydheilsustod.is. Hreyfing fyrir alla Ætlunin er að skapa tækifæri til að sinna þeim sem skortir hvatningu og stuðning til að hreyfa sig. Vatnið er hollt og gott. Ekki má drekka of mikið af því og ekki of lítið. Er ekki bara best að drekka þegar maður er þyrstur og velja þá vatnið frekar en gosdrykkina. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 29. sept. kl. 18:00 - 20:00 í Síðumúla 33, 2 hæð til hægri. Upplýsingar og skráning í síma 694 7997 Ásta Kristrún Ólafsdóttir - BA, CCDP Ráðgjafi Þetta er mitt líf! Námskeið fyrir konur þar sem tekið verður fyrir: Andlegt ofbeldi Dulið andlegt ofbeldi „Hvunndags“ ofbeldi Viðbrögð við andlegu ofbeldi SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* ��������������� ���������������������������������������������������������� ������������� ����������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������� ���������������� �����������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.