Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 58
34 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, lenti í heldur skrautlegri reynslu á laugardaginn er KR náði stigi af Val með dramatísku marki á lokamínútu leiksins. Úrslitin þýddu að KR næði 2. sæti deildarinnar sem gæfi lið- inu þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni að ári. KR-ingar höfðu því miklu að fagna en fögnuðurinn var ekki sárs- aukalaus fyrir formanninn. „Já, það mætti kannski segja að maður hefði verið kross- festur á Laugardalsvellinum,“ sagði Jónas en félagi hans, Kristinn Kjærnested, átti þar hlut að máli. Sá síðar- nefndi lýsir þessu þannig. „Maður var alveg búinn á því undir lok leiksins og ég ákvað því að tölta úr stúkunni. Ég fór á bakvið markið og er bara einn með sjálfum mér að fylgjast með leiknum. Svo kemur markið og maður trompast eins og lítill strákur í fagnaðarlát- unum. Svo þegar ég kem til baka þá kemur Jónas á móti mér með báðar hendur á lofti og biður um „high-five“. Ég var búinn að setja hendurnar í frakkann og lyfti þeim upp og tek bara á því eins og Jón Páll hefði gert. Svo lít ég við skömmu síðar og þá skelfur Jónas þarna eins og hrísla og það fossblæðir úr lófanum á honum. Þá hélt ég á bíllykli sem hafði bara nánast farið í gegnum lófann á honum. Báðir gátu þeir hlegið að atvikinu en Jónas fékk aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara KR-liðsins. „Hann tók mig til meðferðar og var ég eini maðurinn sem þurfti að huga að allan leik- inn,“ sagði Jónas og hló. „En við erum enn góðir vinir, það breytist ekkert.“ Það sem skipti mestu voru úrslit leiksins og Jónas var ánægður með þau. „Þetta var einmitt það sem við þurftum á að halda og nú getum við farið að koma okkur almennilega á kortið aftur.“ JÓNAS KRISTINSSON: FÉKK BÍLLYKIL Á BÓLAKAF Í LÓFANN Í MIÐJUM FAGNAÐARLÁTUM Slasaðist í fagnaðarlátum KR-inga FÓTBOLTI Árið 1966 skoraði átján ára unglingur að nafni George Best þrennu fyrir Manchester United gegn portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistara- liða. Þá þaggaði hann í áhorfend- um á leikvangi ljóssins í Portúgal sem fyrir rest stóðu upp og hylltu afrek hans. Tveimur árum síðar skoraði hann aftur gegn liðinu, þá í úrslitaleik keppninnar og tryggði ensku liði í fyrsta sinn Evrópu- meistaratitil. Liðin hafa mæst alls fimm sinn- um í Evrópukeppninni og í desem- ber í fyrra vann Benfica sinn fyrsta sigur á Manchester United. Sá sigur þýddi að Benfica komst áfram í 16-liða úrslit en Manchest- er United sat eftir með sárt ennið. Sir Alex Ferguson ætlar að ganga úr skugga um að það endur- taki sig ekki. Reyndar hefur Manchester United ekki unnið síð- ustu átta útileiki sína í Meistara- deildinni. Benfica er aftur á móti ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum á heimavelli og hefur liðið haldið hreinu í síðustu þremur. Í hinum leik riðilsins tekur Celtic á móti FC Kaupmannahöfn þar sem Peter Gravesen, leikmaður Celtic, mætir löndum sínum. Þá verður einnig athyglisverð viðureign Real Madrid og Dynamo Kiev en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í G-riðli tekur Arsenal á móti Porto í fyrsta leik þeirra ensku á nýjum heimavelli sínum í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. Arsene Wenger gefst kostur á að fagna tíu árum í starfi hjá Arsenal með sigri í dag á fyrrum Evrópu- meisturunum. Liðin hafa aldrei mæst í Evrópukeppninni áður en í níu ferðum Porto til Englands hefur liðinu aldrei tekist að sigra. - esá ÚR LEIK Alan Smith gengur niðurlútur af velli í Lissabon í fyrra eftir að Benfica vann 2-1 sigur á Manchester United sem um leið féll úr leik í Meistaradeildinni. NORDIC PHOTOS/GETTY Manchester United mætir aftur á leikvang ljóssins í Lissabon: Manchester United vill hefna ófara síðasta árs LEIKIR KVÖLDSINS E-RIÐILL: STEAUA BÚKAREST-OLYMPIQUE LYON 18.45 REAL MADRID-DYNAMO KIEV 18.45 F-RIÐILL: BENFICA-MANCHESTER UNITED 18.45 CELTIC-FC KAUPMANNAHÖFN 18.45 G-RIÐILL: CSKA MOSKVA-HAMBURGER SV 16.30 ARSENAL-PORTO 18.45 H-RIÐILL: AEK AÞENA-ANDERLECHT 18.45 LILLE-AC MILAN 18.45 ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Enska úrvalsdeildin PORTSMOUTH-BOLTON 0-1 0-1 Kevin Nolan (22.). STAÐA EFSTU LIÐA: CHELSEA 6 5 0 1 11-3 15 MAN. UTD 6 4 1 1 12-4 13 PORTSMOUTH 6 4 1 1 9-1 13 EVERTON 6 3 3 0 11-5 12 ASTON VILLA 6 3 3 0 8-3 12 BOLTON 6 3 2 1 5-3 11 LIVERPOOL 6 3 1 2 8-6 10 READING 6 3 1 2 8-7 10 ARSENAL 5 2 2 1 6-3 8 BLACKBURN 6 2 2 2 6-8 8 FULHAM 6 2 1 3 6-8 7 Sænska úrvalsdeildin GEFLE IF-DJURGÅRDEN 2-0 Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen byrjuðu báðir á varamannabekknum hjá Djurgården. Kári kom inn á á 69. mínútu en Sölvi kom ekkert við sögu í leiknum. IFK GAUTABORG-GAIS 0-0 Hjálmar Jónsson var í byrjunarliði Gautaborgar og lék allan leikinn. Jóhann B. Guðmundsson var í byrjunarliði GAIS en var skipt út af á 79. mínútu. KALMAR FF-BK HÄCKEN 0-0 Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópnum hjá BK Häcken. STAÐAN AIK 19 11 6 2 35-17 39 ELFSBORG 19 9 9 1 35-17 36 GÖTEBORG 20 8 8 4 33-22 32 KALMAR 20 9 4 7 28-21 31 DJURGÅRDEN 20 8 6 6 22-18 30 MALMÖ 20 8 6 6 34-29 30 HELSINGB. 19 7 7 5 29-23 28 HAMMARBY 19 9 4 6 32-28 28 GEFLE 20 7 5 8 21-28 26 GAIS 20 5 8 7 20-25 23 HALMSTAD 20 4 9 7 17-25 21 ------------------------------------------------------------ ÖRGRYTE 19 3 5 11 19-33 14 ------------------------------------------------------------ HÄCKEN 20 2 7 11 19-36 13 ÖSTER 19 3 4 12 14-36 13 Sænska 1. deildin LJUNGSKILE SK-IFK NORRKÖPING 0-0 Garðar Gunnlaugsson lék allan leikinn í liði Norrk- öping en Stefán Þórðarson var ekki í leikmanna- hópi liðsins. Austurríki - handbolti BREGENZ-UHK KREMS 32-31 FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson hefur ákveðið að hafna tilboði Fram um að taka að sér meistaraflokk félagsins. Fram hefur undanfarna daga verið í viðræðum við nokkra þjálfara en úr varð að félagið vildi semja við Heimi þar sem ekki var vilji fyrir því að halda Ásgeiri Elíassyni hjá félaginu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var allt svo gott sem klappað og klárt í gær um að Heimir myndi taka við Fram en eftir fund með FH-ingum í gær- kvöldi snerist Heimi hugur og hann mun því starfa áfram fyrir Íslandsmeistarana. Það er því enn óljóst hver tekur við Fram en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er Ólafur Þórðarson næstur á óskalista Fram. „Tilboð Fram var freistandi en ég vildi halda tryggð við mitt lið í Firðinum og hlakka til að halda starfi mínu þar áfram,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks mun hann koma að þjálfun ungra og efnilegra leik- manna hjá félaginu. Nokkur lið hafa borið víurnar í Heimi síðustu vikur, sem hefur alltaf stefnt á að gerast þjálfari, en án árangurs. Margir FH-ingar hafa viljað sjá Heimi sem aðal- þjálfara hjá félaginu en ekkert verður af því í bili þar sem Ólafur Jóhannesson hefur framlengt samning sinn við félagið. Miðað við nýjustu tíðindi er ekki ólíklegt að verið sé að munstra Heimi sem framtíðarþjálfara eftir að Ólafur stígur frá borði. Heimir er 37 ára að aldri, upp- alinn hjá KR en lék einnig með KA og ÍA áður en hann fór í FH þar sem hann lauk glæstum ferli sem Íslandsmeistari eftir langa eyði- merkurgöngu. Forráðamenn Fram sögðu snemma í gær að þeir stefndu að því að loka málinu í gærkvöld en sinnaskipti Heimis gera það að verkum að Safamýrarliðið er enn án þjálfara. henry@frettabladid.is Heimir hafnaði Fram Heimir Guðjónsson, aðstoðarþjálfari FH, hafnaði í gær tilboði frá Fram um að taka að sér þjálfun félagsins. Hann mun þess í stað skrifa undir nýjan þriggja ára samning við FH. Hann verður áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks FH. HEIMIR ÁFRAM Í HAFNARFIRÐI Heimir Guðjónsson hafnaði freistandi tilboði frá Fram og ákvað að framlengja við FH í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Sýnar völdu í gærkvöld í sérstökum Lands- bankadeildarþætti á Sýn bestu einstaklingana í síðari hluta Íslandsmótsins. Þrír bestu leikmennirnir að mati íþróttafréttamanna Fréttablaðsins og Sýnar voru Björgólfur Takefusa úr KR, Bjarni Guðjónsson frá ÍA og FH-ingurinn Tryggvi Guðmunds- son. Af þrem góðum kostum þótti Björgólfur standa upp úr en hann skoraði átta mikilvæg mörk á seinni hluta tímabilsins. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, stýrði sínum mönnum til titils þriðja árið í röð og var valinn besti þjálfarinn en aðrir þjálfarar sem sköruðu fram úr voru Teitur Þórð- arson hjá KR og Skagaþjálfararnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Garðar Örn Hinriksson var útnefndur besti dómarinn í seinni umferðinni en hann dæmdi oft á tíðum frábærlega á seinni hluta mótsins. Þeir sem komust næst honum að mati Fréttablaðsins og Sýnar voru Ólafur Ragnarsson og Jóhannes Valgeirsson. - hbg Bestir í Landsbankadeildinni: Björgólfur og Ólafur bestir BESTUR Í UMFERÐUM 10-18 Björgólfur var frábær seinni hluta mótsins. > Gísli tekur við hjá ÍA Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum þá hefur verið orðrómur í gangi um að Gísli Gíslason, fyrrum bæjarstjóri á Akranesi, myndi taka við stjórnartaumunum hjá knattspyrnu- deild ÍA og að hann ætlaði sér að ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfara liðsins. Gísli staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann myndi taka við knattspyrnudeildinni. „Það er verið að skipta um stjórn í vikunni og ég hef gefið jákvætt svar um að taka að mér formennsku hjá rekstrarfélaginu,“ sagði Gísli en er hann búinn að ráða Guðjón Þórðarson? „Það er ekki búið að ganga frá einu né neinu. Það þekkja allir þjálfaraferil Guðjóns og hann er mjög glæsilegur. Ég vil ekki segja mikið meira um málið á þessu stigi en ég er ekki í þeim hópi sem leggst á móti mjög dyggum og góðum Skagamönnum.“ FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Ólafur Jóhannesson búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við FH. Ólafur gaf í skyn í lok móts að hann vildi halda áfram með FH- liðið og forráðamenn félagsins voru fljótir til og eru búnir að loka málinu. - hbg Ólafur Jóhannesson: Framlengir við meistara FH ÓLAFUR JÓHANNESSON Áfram hjá FH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.