Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 30
■■■■ { jeppar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Það höfðu verið umræður um það á netinu að 4x4 félagið væri ekki að skipuleggja nógu mikið af ferð- um fyrir lítið breytta eða óbreytta bíla. Ég kom af stað umræðu um hvort ekki væri rétt að stofna til félagsskapar þeirra sem væru með óbreytta bíla en hefðu áhuga á að vera með,“ segir Sigurlaugur Þor- steinsson, formaður Litludeildar- innar. „Í framhaldi af þessu fór ég og ræddi við formann 4x4 félags- ins og hann hvatti mig til að vinna frekar að þessu. Félagið útvegaði húsnæði undir starfið og öflug- ur hópur kom að málinu. Þetta var fyrir þremur árum og svo vel gekk að fljótlega var haldið í ferð í Hólaskóg og síðan í Landmanna- laugar. Sama ár fórum við svo á Mýrdalsjökul með 27 bíla, nær alla óbreytta.“ Sigurlaugur segir að nafn deild- arinnar hafi komið til vegna þess að menn hafi talað um að vera á litlum dekkjum og stórum dekkjum. „Við vorum allir á litlum dekjum og því var ákveðið á stofnkvöldinu að kalla deildina Litlu deildina.“ Í Litlu deildinni fer fram kennsla fyrir þá sem koma nýir inn í starfið. „Við erum að kenna fólki grunnatriðin í sambandi við fjallaferðir, hvaða tegundir af spottum það þarf að vera með. Það eru sérstakir teygju- spottar sem við notum, en þeir þola allt að 16 tonna átak. Þá kennum við fólki að hleypa lofti úr dekkjum til að bílarnir fljóti betur í snjónum og svo kennum við fólki hvernig eigi að bjarga sér úr hinum ýmsu aðstæðum. Það má segja að þetta sé alhliða fræðsla fyrir nýja jeppa- menn. Tilgangurinn með þessu starfi er að koma fólki inn í hópinn og það hefur gengið mjög vel.“ Litla deildin hefur staðið fyrir fjölda ferða þar sem óbreyttir bílar fara á fjöll. Öryggisins vegna eru þó alltaf stærri bílar með í ferðun- um sem geta dregið óbreyttu bílana ef einhverjir festa sig. „Við höfum ekki verið mikið í því að kynna þetta starf fyrr en nú þar sem við höfum verið að móta starfið hingað til,“ segir Sigurlaugur. Hann segir að framtak þess hóps sem standi að litlu deildinni hafi fengið mjög góðar viðtektir og að mikið af fólki hafi komið inn í starfið eftir að hafa prófað að fara í ferð með deildinni. „Það eru allir velkomnir í ferðir með okkur, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Það er spennandi dagskrá hjá okkur í vetur og við vonum að sem flestir gangi til liðs við okkur.“ Venjulegir jeppar geta líka farið á fjöll Innan ferðafélagsins 4x4 er stafandi hópur sem kallast Litla deildin. Þar er vettvangur fyrir byrjendur í jeppa- ferðum og þá sem eiga óbreytta bíla til að komast inn í starfið. Litla deildin hjá 4x4 býður upp á ferðir fyrir fólk sem á lítið breytta eða óbreytta jeppa. Vel er hægt að komast á óbreyttum jeppa um fjöll og firnindi og njóta náttúrufegurð- arinnar sem er einstök á fjöllum. Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Samkvæmt lögum skal vera sjúkrakassi eða -púði í öllum breyttum bifreið- um, svo og hóp- og skólabifreiðum. Vart þarf að tíunda gildi þess að eftir þeim lögum sé farið og raunar ætti slíkur búnaður að vera til staðar í öllum bílum og farartækjum. Innihald sjúkrakassans skal vera samkvæmt fyrirmælum landlæknis en samkvæmt þeim er lágmarksbúnaður þessi:  Verkjatöflur  Heftiplástur  Grisjuplástur  Sárabindi  Sáraböggull  Sílíkongrisjur eða sambærilegt (fyrir skafsár)  Saltvatn til sárahreinsunar eða sambæri- legt (einnota)  Teygjubindi  Skæri Til viðbótar við þennan búnað má bæta ýmsu lauslegu við sem getur nýst vel á ferðalögum. Hælsærisplástur eða gerviskinn ætti að vera staðalbún- aður hjá öllum sem stunda gönguferðir á sínum ferðalögum. Skurðaplástur og smáplástrar geta oft komið sér vel, sem og blautklútar til hreinsunar. Íþróttalímband getur komið í staðinn fyrir heftiplástur en líka nýst sem límband við önnur tækifæri. Að lokum koma öryggisnælur sér oft vel, sem og sólarvörn, kæliáburður og einnota latexhanskar. Engu gildir þó hversu vel sjúkrakassinn er búinn ef engin er kunnáttan. Best væri ef allir lærðu skyndihjálp á þar til gerðum námskeiðum en jeppa- og ferðafólk ætti að líta á það sem skyldu sína, enda oft á ferðinni utan alfaraleiðar þar sem langt getur verið í læknisaðstoð. Eitt slíkt námskeið getur því skilið milli lífs og dauða. Hvað á að vera í sjúkrakassanum? Skyldubúnaður í breyttum bílum en gagnslaus án þekkingar. Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag. Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.