Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 8
8 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR VEISTU SVARIÐ? HESTAMENNSKA Dýraverndarfélög í Danmörku verða beðin um að skerast í leikinn vegna frétta um að maður á Norður-Jótlandi selji fólki aðgang að tveimur íslensk- um hrossum til kynlífsiðkana. Þetta segir Jón Albert Sigur- björnsson, formaður Landssam- bands hestamannafélaga, sem mun senda erindi þessa efnis til danska Íslandshestafélagsins. Þetta óvenjulega mál hefur verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum, þar sem fram hefur komið að dönsk lög banni ekki athæfi manna gegn dýrum af þessu tagi. Tveir danskir blaða- menn heimsóttu umræddan mann á Norður-Jótlandi undir því yfirskyni að þeir ætluðu að kaupa þá þjónustu sem hann bauð fram. Þeir tóku myndir á falda myndavél. Reyndist mað- urinn vera með tvo hross, til þessara nota á stalli, sem hann sagði vera þriggja vetra stóðhest og tíu vetra hryssu, sem væru bæði íslensk. Frásögn Fréttablaðsins af þessu máli vakti mikla athygli og fjölmargir tjáðu sig í framhaldi af henni á spjallsíðum hesta- manna. Jón Albert sagði ekki annað koma til greina heldur en að reyna að fá þetta athæfi stöðv- að með öllum ráðum. - jss HÖRÐ VIÐBRÖGÐ Fréttir um að verið sé að níða íslenska hesta í Danmörku hafa vakið hörð viðbrögð hér á landi. Landssamband hestamanna lætur til sín taka: Vill stöðva danska hestaníðið LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn, 17 og 18 ára gamlir, sköpuðu stórhættu þegar þeir fóru í kappakstur á sunnudagskvöld. Lögreglan mældi þá á 128 kílómetra hraða á Miklubraut þar sem hámarkshraði er 80. Menn- irnir voru svo uppteknir af kappakstrinum að þeir urðu ekki varir við að lögreglan veitti þeim eftirför. Glæfraakstur mannanna hélt því áfram niður Reykjanes- braut og sveigðu mennirnir glæfralega hjá annarri umferð. Lögreglan náði loks að stöðva ökumennina ungu við Smárann í Kópavogi. Þeir mega búast við fjársektum. - þsj Tveir ungir menn í ofsaakstri: Urðu ekki varir við lögregluna 1 Í hvaða evrópsku höfuðborg urðu mikil mótmæli á sunnu- daginn? 2 Lög hvaða goðsagnakenndu rokksveitar komu nýlega út í vögguvísuútgáfum? 3 Hver er fyrirliði Evrópuliðsins sem bar sigur úr býtum í Ryder- keppninni um helgina? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar 28. september kl. 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær 27 ára karl- mann, Loft Jens Magnússon, í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að veita manni á sextugs- aldri banahögg á skemmtistaðnum Ásláki í Mosfellsbæ aðfaranótt 12. desember árið 2004. Níu daga gæsluvarðhald, sem ákærði sat í eftir árásina, dregst frá dómnum. Var Lofti einnig gert að greiða ekkju Ragnars 8,3 milljónir króna í miskabætur og þremur sonum Ragnars tæplega fjórar milljónir króna samtals. Loftur var ákærður fyrir stór- fellda líkamsárás en hann veitti Ragnari eitt högg, sem olli heila- blæðingu vegna slagæðarrofs. Loftur neitaði sök í málinu, út frá málsatvikalýsingu í ákæru. Fyrir dómi sagðist hann hafa veitt Ragn- ari höggið í sjálfsvörn, eftir að hann hefði ráðist að sér. Í dómi héraðsdóms segir að málatilbúningur ákærða „sam- ræmist engan veginn frásögn vitna af samskiptum ákærða og Ragnars heitins í eða við anddyrið,“ þar sem árásin átti sér stað. Er því ekki fallist á það í dómn- um að Loftur hafi veitt Ragnari banahögg í sjálfsvörn. Að því virtu hve langt var liðið frá árásinni og hve „óvægna umfjöllun ákærði hefði sannar- lega hlotið hjá einstökum fjöl- miðlum“, þrátt fyrir að sök hans teldist ósönnuð til þessa dags, þótti tveggja ára fangelsisdómur hæfileg refsing. Samkvæmt sakavottorði, sem vitnað er til í dómsorði, hefur Loft- ur tíu sinnum komið við sögu lög- reglu fyrir umferðarlagabrot en aldrei fyrir ofbeldisbrot. Ekki liggur fyrir ennþá, sam- kvæmt upplýsingum frá Birni Ólafi Hallgrímssyni, verjanda Lofts, hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. magnush@frettabladid.is Hlaut tveggja ára fangelsi Loftur Jens Magnússon, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að veita manni banahögg á skemmtistaðnum Ásláki í Mosfellsbæ. AÐSTANDENDUR Í HÉRAÐSDÓMI Aðstandendur Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið hnefahögg í hálsinn, sjást hér fallast í faðma eftir uppkvaðingu dóms. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLYS Átján ára stúlka slasaðist á höfði þegar hún hjólaði á bíl á Kirkjugarðsstíg við Suðurgötu á sunnudagskvöld. Að sögn lögreglu hjólaði stúlkan gegn einstefnu með þeim afleiðingum að hún lenti í hlið bíls sem þar var á ferð. Hún var ekki með reiðhjólahjálm og hlaut nokkuð alvarlega höfuð- áverka. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem hún fór í aðgerð. Læknir á gjörgæsludeild í Fossvogi sagði í gær að ástand stúlkunnar væri gott og búið væri að útskrifa hana af sjúkrahúsinu. - þsj Hjálmlaus stúlka hjólaði á bíl: Fékk alvarlega höfuðáverka 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.