Fréttablaðið - 26.09.2006, Page 8

Fréttablaðið - 26.09.2006, Page 8
8 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR VEISTU SVARIÐ? HESTAMENNSKA Dýraverndarfélög í Danmörku verða beðin um að skerast í leikinn vegna frétta um að maður á Norður-Jótlandi selji fólki aðgang að tveimur íslensk- um hrossum til kynlífsiðkana. Þetta segir Jón Albert Sigur- björnsson, formaður Landssam- bands hestamannafélaga, sem mun senda erindi þessa efnis til danska Íslandshestafélagsins. Þetta óvenjulega mál hefur verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum, þar sem fram hefur komið að dönsk lög banni ekki athæfi manna gegn dýrum af þessu tagi. Tveir danskir blaða- menn heimsóttu umræddan mann á Norður-Jótlandi undir því yfirskyni að þeir ætluðu að kaupa þá þjónustu sem hann bauð fram. Þeir tóku myndir á falda myndavél. Reyndist mað- urinn vera með tvo hross, til þessara nota á stalli, sem hann sagði vera þriggja vetra stóðhest og tíu vetra hryssu, sem væru bæði íslensk. Frásögn Fréttablaðsins af þessu máli vakti mikla athygli og fjölmargir tjáðu sig í framhaldi af henni á spjallsíðum hesta- manna. Jón Albert sagði ekki annað koma til greina heldur en að reyna að fá þetta athæfi stöðv- að með öllum ráðum. - jss HÖRÐ VIÐBRÖGÐ Fréttir um að verið sé að níða íslenska hesta í Danmörku hafa vakið hörð viðbrögð hér á landi. Landssamband hestamanna lætur til sín taka: Vill stöðva danska hestaníðið LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn, 17 og 18 ára gamlir, sköpuðu stórhættu þegar þeir fóru í kappakstur á sunnudagskvöld. Lögreglan mældi þá á 128 kílómetra hraða á Miklubraut þar sem hámarkshraði er 80. Menn- irnir voru svo uppteknir af kappakstrinum að þeir urðu ekki varir við að lögreglan veitti þeim eftirför. Glæfraakstur mannanna hélt því áfram niður Reykjanes- braut og sveigðu mennirnir glæfralega hjá annarri umferð. Lögreglan náði loks að stöðva ökumennina ungu við Smárann í Kópavogi. Þeir mega búast við fjársektum. - þsj Tveir ungir menn í ofsaakstri: Urðu ekki varir við lögregluna 1 Í hvaða evrópsku höfuðborg urðu mikil mótmæli á sunnu- daginn? 2 Lög hvaða goðsagnakenndu rokksveitar komu nýlega út í vögguvísuútgáfum? 3 Hver er fyrirliði Evrópuliðsins sem bar sigur úr býtum í Ryder- keppninni um helgina? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar 28. september kl. 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær 27 ára karl- mann, Loft Jens Magnússon, í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að veita manni á sextugs- aldri banahögg á skemmtistaðnum Ásláki í Mosfellsbæ aðfaranótt 12. desember árið 2004. Níu daga gæsluvarðhald, sem ákærði sat í eftir árásina, dregst frá dómnum. Var Lofti einnig gert að greiða ekkju Ragnars 8,3 milljónir króna í miskabætur og þremur sonum Ragnars tæplega fjórar milljónir króna samtals. Loftur var ákærður fyrir stór- fellda líkamsárás en hann veitti Ragnari eitt högg, sem olli heila- blæðingu vegna slagæðarrofs. Loftur neitaði sök í málinu, út frá málsatvikalýsingu í ákæru. Fyrir dómi sagðist hann hafa veitt Ragn- ari höggið í sjálfsvörn, eftir að hann hefði ráðist að sér. Í dómi héraðsdóms segir að málatilbúningur ákærða „sam- ræmist engan veginn frásögn vitna af samskiptum ákærða og Ragnars heitins í eða við anddyrið,“ þar sem árásin átti sér stað. Er því ekki fallist á það í dómn- um að Loftur hafi veitt Ragnari banahögg í sjálfsvörn. Að því virtu hve langt var liðið frá árásinni og hve „óvægna umfjöllun ákærði hefði sannar- lega hlotið hjá einstökum fjöl- miðlum“, þrátt fyrir að sök hans teldist ósönnuð til þessa dags, þótti tveggja ára fangelsisdómur hæfileg refsing. Samkvæmt sakavottorði, sem vitnað er til í dómsorði, hefur Loft- ur tíu sinnum komið við sögu lög- reglu fyrir umferðarlagabrot en aldrei fyrir ofbeldisbrot. Ekki liggur fyrir ennþá, sam- kvæmt upplýsingum frá Birni Ólafi Hallgrímssyni, verjanda Lofts, hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. magnush@frettabladid.is Hlaut tveggja ára fangelsi Loftur Jens Magnússon, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að veita manni banahögg á skemmtistaðnum Ásláki í Mosfellsbæ. AÐSTANDENDUR Í HÉRAÐSDÓMI Aðstandendur Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið hnefahögg í hálsinn, sjást hér fallast í faðma eftir uppkvaðingu dóms. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLYS Átján ára stúlka slasaðist á höfði þegar hún hjólaði á bíl á Kirkjugarðsstíg við Suðurgötu á sunnudagskvöld. Að sögn lögreglu hjólaði stúlkan gegn einstefnu með þeim afleiðingum að hún lenti í hlið bíls sem þar var á ferð. Hún var ekki með reiðhjólahjálm og hlaut nokkuð alvarlega höfuð- áverka. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem hún fór í aðgerð. Læknir á gjörgæsludeild í Fossvogi sagði í gær að ástand stúlkunnar væri gott og búið væri að útskrifa hana af sjúkrahúsinu. - þsj Hjálmlaus stúlka hjólaði á bíl: Fékk alvarlega höfuðáverka 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.