Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 32
■■■■ { jeppar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 Mörgum þykir að lögreglan hafi gengið fram af of mikilli hörku undanfarið og að ótækt sé að taka fólk fyrir utanvegaakstur þegar það keyrir á vegaslóðum. „Það eru alltaf einhverjir sem fara utan vega og skemma nátt- úruna og það var ástæða þess að farið var af stað með átakið Áfram veginn á réttum slóðum,“ segir Dagur Bragason, en hann á sæti í umhverfisnefnd Ferðafélagsins 4x4. Félagið hefur það að markmiði að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins. Undanfarið hefur lögregla í umdæmi Sýslumanns- ins á Selfossi verið sökuð um að ganga of hart fram í herferð gegn utanvegaakstri og dæmi séu um að menn séu stöðvaðir fyrir utanvega- akstur á vegarslóðum. „Sýslumað- urinn á Selfossi hefur túlkað það sem svo að ef vegur er ekki á korti Landmælinga þá séu ökumenn utan vegar. Ýmsir slóðar sem jeppafólk hefur notað eru ekki á þeim kort- um en eru engu að síður til staðar,“ segir Dagur. Hann segir það hafa verið eilífa baráttu að fá að ferðast um landið. „Ferðafélagið hefur á sínum snær- um slóðanefnd sem vinnur að skrá- setningu vegarslóða víða um land. Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem Sýslumaðurinn á Selfossi hefur ákveðið að nota er bara lítill hluti þeirra vega sem við notum leyfileg- ir,“ segir Dagur. Telja lögreglu ganga of hart fram Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjólaíþróttaklúbburinn, Ferða- félag Íslands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins og Landvernd kynntu í sumar átak gegn utan- vegaakstri sem hefur verið vaxandi vandamál. Þyrlum hefur verið beitt til að ná þeim sem keyra utanvegar. Ekki er þó sami skilningur hjá öllum á því hvað teljist utanvegaakstur. „Það er mikið að gera hjá okkur núna í ár. Við höfum komið að umhverfisátakinu Á réttum slóð- um ásamt fleiri aðilum. Þá erum við auðvitað alltaf að skipuleggja ferðir,“ segir Jón Snæland, ritari Ferðafélagsins 4x4. Hann segir að félagið vaxi stöðugt en félagatal- an nálgast þriðja þúsundið. Jón segir að jeppasport sé ekki eins dýrt og margir haldi. Þetta sé eitthvað sem flestir geti stundað, enda sé hægt að fá ódýra jeppa til fjallaferða. „Það er hægt að kaupa 38 tommu jeppa fyrir mun minni pening en venjulegan fjölskyldu- fólksbíl. Þetta er á færi bæði ríkra og fátækra. Við erum nýlega komin úr ferð í Setur sem er stærsti skálinn okkar, en þangað fóru 20 bílar um helgina. Um næstu helgi verður farið í 44 tommu ferð yfir Hófsvað á Túná. Þetta er frægt vað sem Guðmundur Jónasson fjallabíl- stjóri fann árið 1950. Þá eru fyrir- hugaðar þrjár nýliðaferðir fram að jólum. Við stefnum að því að fara í Jökulheima, Streið og sennilega á Hveravelli.“ Jón segir að þá sé mikil vinna unnin hjá félaginu við að merkja leiðir og slóða. „Það vantar almennileg kort af akstursleiðum og við höfum verið að vinna skrá yfir leiðir sem hægt er að fara.“ Þá hefur félagið staðið fyrir landgræðsluferðum í Þórsmörk og hafa félagsmenn verið duglegir að taka til hendinni við uppgræðslu landsins. Jón segir að öllum sé velkomið að koma í félagið og það sé auðvelt að skrá sig. „Fólk getur skráð sig á vefsíðu okkar eða komið á skrifstofuna.“ Jeppaferðir sífellt vinsælli Tæplega þrjú þúsund félagar eru skráðir í Ferðafélagið 4x4 og á vegum þess eru ellefu skálar víða um land. Félagið hefur vaxið mikið undanfarin ár og má segja að jeppa- ferðir séu vaxandi áhugamál meðal landsmanna. Við fengum Jón Snæland, ritara félagsins, til að segja okkur frá því starfi sem félagið vinnur. Jón segir að hægt sé að fá ódýra jeppa til fjallaferða, því sé jeppasportið bæði fyrir ríka og fátæka. Á myndinni má sjá jeppa Jóns, sem gengur undir heitinu Ofsi. Félagið hefur staðið fyrir landgræðsluferð- um í Þórsmörk. Félagsmenn hafa verið duglegir að leggja hönd á plóg í landgræðslu. Jón G. Snæland segir að öllum sé velkomið að koma í félagið. Sjá www.4x4.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.