Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 26.09.2006, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. september 2006 5 Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók formlega í notkun nýja heilsugæslustöð á Skagaströnd í síðustu viku. Hús Heilsugæslustöðvarinnar á Skagaströnd er um 250 fermetrar að stærð auk tengigangs, en stöðin tengist dvalarheimilinu Sæborg í því skyni að samnýta búnað og þjónustu sem samnýtanleg er. Á stöðinni er aðstaða fyrir lækni og hjúkrunarfræðing og einnig er um 40 fermetra aðstaða í stöðinni fyrir sjúkraþjálfara. Heilsugæslustöðin þjónar um 500 manns. Heildarkostnaður við byggingu gæslunnar er um 65 milljónir króna, en þess má geta að í tengslum við nýbygginguna voru tæki og búnaður stöðvarinnar endurnýjuð. Hún er því búin öllum þeim tækjum sem í dag eru talin sjálfsögð á stöð af þessari stærð. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, sagði þegar hún ávarpaði starfsfólk og gesti í dag að ánægjulegt væri sjá og gera sér grein fyrir mikilvægi hinnar nýju stöðvar á Skagaströnd fyrir íbúa svæðisins. Undirstrikaði ráðherra mikilvægi grunnþjónustu heilsugæslunnar. Hún væri þjónusta sem stæði öllum landsmönnum til boða á svæðinu sem þeir búa á. Heilsu- gæslan eigi að vera aðgengileg og biðtími stuttur. Af vef heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins. Skagstrendingar fá nýja heilsugæslu Ný heilsugæsla var opnuð á Skagaströnd. Ný rannsókn gefur til kynna að fólk sem kaupir mat á netinu velji heldur heilbrigðari kosti ef þeir standa til boða. Rannsóknin var gerð á fimm hundruð áströlskum netverjum sem kaupa mat á vefnum. Kom í ljós að þegar boðið var upp á heilsusamlegri kost á skjánum völdu langflestir að kaupa frekar þann mat. Þannig tókst þeim að minnka fituinnihald matarkörf- unnar um tíu prósent. Rannsakendur telja að með því að láta glugga birtast á skjá neyt- enda væri einnig hægt að auka fræðslu til fólks til að minnka sykur og saltát og stuðla þannig að heilsusamlgera líferni. Meðalaldur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni var 40 ár. Eftir því sem fólk var eldra og þyngra var það líklegra til að taka heilsu- samlegri kostinum sem þeim var boðinn. Af heilsuvef BBC Fólk vill borða betur Með því að láta glugga með tilboði um heilsusamlegri kosti birtast tölvum þeirra sem kaupa mat á netinu, er hægt að minnka fituinnihald matarkörfu netverja til muna. Ginseng hefur verið notað í Asíu í yfir 5.000 ár, fyrst og fremst til að auka andlegt og líkamlegt starfsþrek. Rannsókn- ir benda einnig til að það styrki ónæmis- kerfið. Þegar ginseng er notað, flytur blóðið aukið magn súrefnis til frumnanna. Hámarkseinbeiting krefst innra jafnvægis og einnig líkamlegs og andlegs þróttar. Ginseng eykur bæði andleg og líkamleg afköst. Það hefur í áranna rás verið mikið notað af íþróttafólki, skákmönnum, leikurum og öðru fólki í störfum sem gera miklar kröfur til hugar og handa. Jafnt rannsóknir sem reynsla fjölda fólks um heim allan hafa staðfest ágæti ginsengs til auka líkamlegt og andlegt starfsþrek og viðhalda góðu heilsufari. Ný og betri bætiefnabiblía bætiefnið } Ginseng EYKUR ANDLEGT OG LÍKAMLEGT STARFSÞREK. Lille Collection Fagráð um málefni heilaskaða stendur fyrir málþingi fimmtudaginn 28. september 2006, kl. 13.00-16.00 í hringsal LSH við Barnaspítala Hringsins. Markmið með málþinginu er að fræða og vekja athygli á þessum málaflokki, jafnframt því að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Málþingið er stutt af Landspítala - háskólasjúkrahúsi og Reykjalundi. Jafnframt hefur Velferðarsvið Reykja- víkur lýst yfir vilja til að leggja þessu málefni lið. Nánar á www.serstokborn.is Málþing um heilaskaða AÐGANGUR ÓKEYPIS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.