Fréttablaðið - 26.09.2006, Side 23

Fréttablaðið - 26.09.2006, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 26. september 2006 Persona.is EYGLÓ GUÐMUNDSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR Samskipti manna Mikilvægi góðra samskipta ætti að vera öllum augljós, en svo virðist sem sumir eigi erfiðara en aðrir að átta sig á hversu mikilvægt það raunverulega er að leggja áherslu á að umgangast samferðamenn sína með hlýju, jákvæðni og virðingu. Góð samskipti er eitthvað sem flest- ir vilja eiga við aðra, eða allavega vilja flestir að komið sé fram við þá með ákveðinni virðingu og kurteisi. Samskipti er eitthvað sem langflestir sálfræðingar eru fremur uppteknir af, þar sem hluti sálfræðinnar snýst einmitt um samskipti. Ég persónulega heillast mjög af samskiptum og veit fátt dapurlega en að eiga í leiðinlegum samskipt- um, hvort sem er við maka minn, börn, aðra fjölskyldumeðlimi, vini, og svo hina „ókunnugu“ sem ég hitti á leið minni í lífinu. Sjálf reyni ég að vera þægileg í samskiptum – það tekst kannski ekki alltaf, en ég legg mig fram við að sýna öðrum kurteisi og virðingu og skiptir þá engu máli hver á í hlut. Þessvegna hrekk ég svo í kút þegar ég hitti fyrir fólk sem virðist hafa það sem mark- mið að sýna frekar dónaskap og óvirðingu í samskiptum sínum við aðra. Ég tek það fram að nánasta samferðafólk mitt – fjölskylda, vinir og kunningjar – eru yfirleitt mjög fær í mannlegum samskiptum, en ef einhver skyldi eiga „slæman samskiptadag“ þá er hægt að ræða það og að sjálfsögðu fyrirgefa. Hins vegar, þegar fólk mér ókunn- ugt, t.d. fólk sem ég þarf að kaupa þjónustu af, kemur illa fram við mig finnst mér erfiðara að brosa og labba í burtu án þess að benda viðkomandi á að „kurteisi kostar ekkert“!! Ástæða þess að ég ákvað einmitt að skrifa um mikilvægi góðra samskipta er einmitt sú að á sama klukkutímanum upplifði ég annars vegar mjög góð samskipti og hins vegar mjög slæm samskipti, og það á sama þjónustusvæðinu – en ekki af sömu þjónustuaðilum. Í fyrra skiptið var um að ræða unga stúlku sem var að afgreiða mig með mat og strax tók ég eftir því að henni fannst líklega ekki gaman í vinnunni eða kannski fannst henni ég bara svona þreytandi að vera panta mat hjá henni. Eftir að hafa hent saman því sem ég pantaði og rúllað því inní álpappír skutlaði hún matnum nánast í mig og þá fannst mér nóg boðið. Til að valda engum misskilningi ætlast ég alls ekki til að afgreiðslufólk rúlli fram rauðum dregli þegar ég kem á staðinn eða setji upp „Colgatebros“, en að sama skapi kæri ég mig heldur ekki um fýlusvip og hreinlega dónaskap! Ég ákvað því að benda þessari tilteknu stúlku á að næst mætti hún sýna meiri kurteisi og að „skutla“ matn- um til manns væri ekki vænlegt ef maður vildi áframhaldandi viðskipti. Því miður virtist viðkomandi alls ekki átta sig á að hún hafði verið dónaleg í framkomu og baðst því ekki afsökunar á hegðun sinni heldur sagðist hafa verið að „rúlla“ matnum í áttina til mín og fannst sjálfsagt heldur ekkert athugavert við fýlusvip sinn og óþjónustulund!! Ég vil taka fram að með henni voru fleiri starfsmenn sem sýndu góða þjónustu, en þrátt fyrir það bragðaðist maturinn ekki eins vel og venjulega og mun ég líklega ekki venja komur mínar á þennan stað framar. Á hinum staðnum voru hins vegar þroskaðar konur að afgreiða og þar fékk ég bæði bros, virðingu, og þjónustulipurð, sem sýndi sig í því að þessar konur voru tilbúnar til að leggja aukalega á sig til að veita mér þá þjónustu sem ég var að sækja þar. Þangað mun ég sækja þjónustu áfram! Tilgangur þessa pistils er ekki að gera lítið úr fólki sem á „slæma samskiptadaga“, heldur benda á að lítið bros og kurteisi er eitthvað sem við ættum að alltaf að vera aflögufær um að veita næsta manni. Sérstaklega á þetta við fyrirtæki sem eiga að veita viðskiptavinum sínum þjónustu – sem viðskipta- vinurinn kaupir og greiðir fyrir – því þjónustulund starfsfólks er mikil- vægur þáttur í að fá fólk til að vilja eiga viðskipti aftur við viðkomandi fyrirtæki. Sýnum hvert öðru kurteisi og virð- ingu í samskiptum, þá líður manni svo miklu betur og hver veit nema maður hafi bætt dag einhvers með því að veita honum smá bros! Gangi ykkur vel að brosa! Eygló Guðmundsdóttir, sálfræðingur Vísindamenn halda því fram að ódýrt sýklalyf hindri ekki aðeins fílaveiki (Lymphatic Filariasis) heldur dragi úr einkennum hennar. Um það bil 120 milljónir manna, aðallega búsettar á hitabeltis- svæðum, eru haldnar sjúkdómn- um, sem lýsir sér í verulegum bólgum á útlimum og kynfærum karla. Rannsóknarhópur á vegum lyflæknisfræðiskóla í Liverpool, sem sérhæfir sig í hitabeltissjúk- dómum, komst að þeirri niður- stöðu að sýklalyfið „doxycyline“ drægi úr sjúkdómseinkennum þeirra sem eru þungt haldnir af veikinni. Það er einnig talið drepa orm- inn sem á þátt í að orsaka sýking- una, en hann berst með biti mosk- ító-flugna. Núverandi lyf drepa einungis lirfur en ekki fullþroskaða orma og stöðva ekki framrás sjúkdóms- einkenna þegar hann hefur náð ákveðnu stigi, þannig að doxycyl- ine markar ákveðin þáttaskil í baráttunni við fílaveikina. Auk þess að draga úr veikindum bætir hann lífsskilyrði sjúklinga, sem verða oft hornreka vegna útlits- afskræmingar í þriðja heims ríkj- um þar sem fátækt og hjátrú eru ríkjandi. Lækning á fílaveiki Sýklalyf hefur reynst vel í baráttunni gegn fílaveiki. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Heilsustúdíó ERUM FLUTT!! Í Langarima 21-23 (Miðgarði) Grennum, stinnum, losum þig við appelsínuhúð, afeitrum líkamann, Fakebake brúnkumeðferð, leirvafningar, jurtavafningar og margt fl eira. 4,6 og 8 vikna átak í boði! Frábær opnunartilboð! Þú nærð árangri hjá okkur! Ókeypis prufutími og greining. Pantaðu tíma í s. 587-3750 Líka fyrir karlmenn! www.englakroppar.is Langarima 21-23 (Miðgarði) sími 587-3750

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.