Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 57

Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 57
[KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Leigumorðinginn Chev Chelios (Statham) vaknar einn góðan veð- urdag og kemst að því að honum hefur verið byrlað eitur. Eina leið- in til að hægja virkni eitursins er að halda hjartslættinum gangandi á fullu. Hefst því mikið kapphlaup við tímann þar sem Chelios gerir allt hvað hann getur til að komast í adrenalínvímu, á meðan hann reynir að finna móteitur og ná sér niðri á þeim sem byrlaði honum eitrið. Uppskriftin er einföld og geng- ur ekki út á neitt nema hraða. Séu allar raunsæiskröfur hins vegar skildar eftir heima er Crank býsna vel heppnað aksjón. Bensínið er stigið í botn allt frá upphafi til enda og alls kyns stælum bætt við til að auka á áhrifin. Leikstjórarnir og jafnfram handritshöfundarnir eru tveir, Mark Neveldine og Brian Taylor, og er þetta frumraun þeirra í leikstjórastól. Bakgrunnur þeirra liggur aðallega í sjónrænum brell- um og Crank ber þess greinileg merki. Áferðin hrá en ofhlaðin þó hún haldi sér yfirleitt réttu megin við línuna. Jason Statham þekkir greinilega takmarkanir sínar, held- ur sig við harðjaxlarulluna sem hann kann best og smellur eins og flís við rass við heildarútlitið. Hin ýmsu örþrifaráð sem hann grípur til til að hraða á hjartslættinum eru oft á tíðum fyndin og mátulega grótesk. Eini tilgangur Crank er aug- ljóslega sá að láta tvær klukku- stundir líða hratt - sem tekst - en að öðru leyti skilur hún lítið eftir sig. Ofunnið útlitið í anda MTV gerir líklega að verkum að mynd- in verður afgreidd sem barn síns tíma, en mér er til efs að höfund- arnir hafi hugsað langt fram í tím- ann þegar Crank var smíðuð. Bergsteinn Sigurðsson Tveggja tíma sprettur CRANK LEIKSTJÓRAR: MARK NEVELDINE OG BRIAN TAYLOR. Aðalhlutverk: Jason Statham, Amy Smart og Dwight Yokam. Niðurstaða: Hasar hasarsins vegna lætur tvær klukkustundir líða ógnarhratt en skilur lítið annað eftir sig. Tökur á þriðju myndinni um Jack Sparrow og sjóræningana í Karíb ahafi fóru út um þúfur þegar Keith Richards mætti drukkinn á upp- tökustað. Richards samþykkti að koma fram í hlutverki föður Jacks Sparrow, sem leikinn er af Johnny Depp, í Pirates of the Caribbean: At World‘s End. Tökuliðið hafði beðið Richards með nokkurri eftirvænt- ingu þegar hann birtist loksins slagandi á sviðið, augljóslega ofur- ölvi. Bill Nighy sem fer með hlutverk í myndinni sagði í viðtali við vef- síðu kvikmyndatímaritsins Empire að það hefði kostað mikið vesen að ná Richards út úr hjólhýsi sínu. Þá hafi Gore Verbinski, leikstjóri myndarinnar, þurft að styðja við hann svo hann kæmist á tökustað. „Ef þið vilduð hafa þetta slétt og fellt þá réðuð þið rangan mann,“ mun Richards hafa svarað kurri tökuliðsins. Richards mætti aftur í tökur daginn eftir og mundi að sögn lítið eftir deginum áður. Fullur á tökustað KEITH RICHARDS Drekkur eins og svampur þótt hann sé á sjötugsaldri. Það er sjaldan lognmolla í kringum Mel Gibson og nú hefur leikarinn ákveðið að ráðast gegn Banda- ríkjastjórn og stríðsrekstrinum í Írak. Gibson er nú að kynna kvikmynd sína Apocalyptico og líkti falli veldi Maya við stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum. Ljóst hefur verið frá upphafi að kvikmyndin hefði pólitískan undirtón og hikaði Gibson ekki við að gagn- rýna ástandið í Írak. „Við sjáum ótrúlega mikla hliðstæðu við mannfórnir Maya og þann hernað sem er í gangi fyrir botni Persaflóa. Hvað eru mannfórnir ef ekki að senda menn til Íraks án nokkurs tilgangs?“ Lindsay Lohan hætti með kær- astanum sínum Harry Morton á dögunum, en var byrjuð aftur með honum nokkrum klukku- stundum síðar. Það var reyndar Harry sem sagði Lindsay upp og ástæðan var hversu stíft hún stundar skemmtanalífið. Allt er þó fallið í ljúfa löð að nýju. FRÉTTIR AF FÓLKI BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM Blóðugt meistarverk eftir Nick Cave með úrvalsleikurum í hverju hlutverki. HAGATORGI • S. 530 1919 BJÓLFS KVIÐA BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON V.J.V. TOPP5.IS ���� Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. „the ant bully“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. ���� V.J.V. TOPP5.IS ����� H.J. / MBL Tilboð 400 kr BÖRN kl. 5:50 - 8 - 10.15 B.i.12 THE PROPOSITION kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 16 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 - 10:15 Leyfð BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6 - 9 B.i. 12 MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð Hnyttin spennumynd og frábær flétta.Með þeim Steve Coogan (Around the World in 80 Days), Rebecca Romjin (X-Men) ofl. Hann var meistari á sínu sviði þar til hann hitti jafnoka sinn. THE ALIBI Lokasýningar Með hinum eina sanna Jack Black og frá leikstjóra „Napoleon Dynamite“ kemur frumlegasti grínsmellurinn í ár. Jack Black er GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. Ekki missa af fynd- nustu Walt Disney teiknimynd haustins. Með kyntröllinu Channing Tatum (“She’s the Man”) Þegar þú færð annað tækifæri þarftu að taka fyrsta sporið. Deitmynd ársins. / KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA NACHO LIBRE kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 8 - 10:15 B.i.14.ára. NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 4:50 - 8 - 10:20 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð THE WILD M/- ensku tal. kl. 4 - 6:15 - 8:10 Leyfð THE ALIBI kl. 8:10 - 10:20 B.i.16.ára. BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 10:20 B.i. 12.ára. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 UNITED 93 Síð. Sýn kl. 8 - 10 Leyfð STEP UP kl. 8 - 10 B.i. 7 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.i.14 UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 Munið afsláttinn / AKUYREYRI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.