Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 4
4 7. október 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ 06.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,8299 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,91 68,23 127,49 128,11 86,06 86,54 11,541 11,609 10,21 10,27 9,282 9,336 0,5750 0,5784 100,26 100,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR F í t o n / S Í A BANDARÍKIN Fylgi Repúblikana- flokksins hefur dalað nokkuð sam- kvæmt skoðanakönnunum eftir að fréttist af ósæmilegri hegðun bandaríska þingmannsins Marks Foley gagnvart snúningapiltum á þinginu. Demókrataflokkurinn hefur óspart notað sér málið til þess að hamra á andstæðingum sínum og meðal annars krafist þess að Dennis Hastert, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, segði af sér vegna þess hvernig hann tók á málinu í upphafi. Hastert var sakaður um að hafa reynt að gera lítið úr alvöru þess, þar sem hann gagnrýndi fyrst og fremst demókrata fyrir að gera þetta að fjölmiðlamáli í aðdrag- anda þingkosninga. Einnig hefur hann verið sakaður um að hafa vitað af málinu áður en það komst í fjölmiðla fyrir viku, en hann neit- ar því. Hastert hafnar öllum kröfum um afsögn, en á fimmtudaginn sneri hann við blaðinu og segir Repúblikanaflokkinn taka fulla ábyrgð á málinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri af áhrifamönnum í Repúblikana- flokknum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Hastert, þar á meðal Bill Frist, leiðtogi flokksins í öld- ungadeild þingsins, og George Bush eldri. „Hann á ekki að verða neitt fórnarlamb,“ sagði James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráð- herra, í gær. Málið snýst um að Foley hefur árum saman sent snúningapiltum á þingi dónaleg skilaboð í tölvu- pósti. Hann sagði af sér þing- mennsku í lok síðustu viku, eftir að málið komst í hámæli, skráði sig í áfengismeðferð og hefur einnig upplýst að hann sé samkyn- hneigður. Einnig segist hann sjálf- ur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á unglingsaldri. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudaginn að hefja ítarlega rannsókn á málinu. Nefndin ætlar að kalla nærri fimmtíu manns til yfirheyrslu vegna málsins. Marg- ir þeirra eru þingmenn eða starfs- fólk þingsins. Rannsóknin mun þó einkum beinast að því hvernig ráðamenn á þinginu tóku á málinu, þegar fyrst fór að fréttast af því, frekar en að hegðun Foleys sér- staklega. Nefndin ætlar að taka sér nokkrar vikur í að rannsaka málið, og fullyrðir ekkert um það hvort rannsókninni verði lokið fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 7. nóvember. gudsteinn@frettabladid.is Repúblikanar missa fylgi vegna hneykslis Demókratar notfæra sér óspart hneykslismál Marks Foley, sem sagði af sér þingmennsku fyrir viku. Bush forseti lýsir stuðningi sínum við Hastert, forseta fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar vilja að segi af sér. SIÐANEFND HEFUR RANNSÓKN Doc Hastings, formaður siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skýrði frá því að nefndin ætli sér að rannsaka Foley-málið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STJÓRNMÁL Frumvarp um afnám einkasölu Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins á bjór og léttu víni var lagt fram á Alþingi í gær. Er þetta fjórða þingið í röð þar sem frum- varpið er lagt fram. Í því er kveðið á um að sveitar- stjórnum verði falið að veita fólki eða fyrirtækjum leyfi til sölu bjórs og léttvíns. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf- stæðisflokki, er sem fyrr fyrsti flutningsmaður en Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingunni, er í hópi meðflutningsmanna. Guðrún kveðst sannfærð um ágæti þess að færa léttvínssöl- una til einkaaðila. „Þetta er það sem koma skal og er raunin þegar horft er til vinnulags úti á landi. Þetta er því aðeins spurning um að taka stærra skref.“ Guðrún segist ekki óttast að neysla áfengis aukist, verði sala bjórs og léttvíns flutt til einkaaðila. „Ég held að þetta breyti engu, aðgengið er það mikið hvort eð er. Drykkjuvenjur hafa breyst eftir að bjórinn kom, fólk drekkur minna af sterku víni og þetta er áfram skref í þá átt.“ Frumvarp til laga sem girða fyrir auglýsingar á áfengi í skjóli óáfengra drykkja eða drykkja í líkum umbúðum og áfengir drykkir, var einnig lagt fram í gær. Ögmundur Jónasson hjá Vinstri grænum er fyrsti flutningsmaður þess. - bþs Frumvarp um heimild einkaaðila til sölu bjórs og léttvíns lagt fram fjórða þingið í röð: Þetta er það sem koma skal GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR vill að einkaaðilar fái að selja bjór og léttvín. DÓMSMÁL Nítján ára piltur var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Pilturinn sló til annars manns fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbar fyrir rúmu ári með þeim afleiðingum að sá hlaut töluverða áverka. Við handtöku fundust einnig rúm 15 grömm af amfetamíni í fórum árásarmannsins. Honum var gert að greiða fórnarlambi sínu 120.000 krónur auk vaxta í skaðabætur. Pilturinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota. - þsj Héraðsdómur Reykjavíkur: Líkamsárás og fíkniefnabrot LÖGREGLUMÁL Þrjú innbrot voru tilkynnt lögreglunni í Reykjavík á fimmtudag. 17 ára piltur hefur gengist við tveimur þeirra en lögreglunni höfðu borist haldgóð- ar upplýsingar um piltinn í gær og teljast þau því að mestu upplýst. Pilturinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu þrátt fyrir ungan aldur. Í þriðja innbrotinu var brotist inn í raðhús í borginni og stolið þaðan tölvubúnaði og myndavél. Að sögn lögreglu mun rannsókn þess máls halda áfram. - þsj Þrjú innbrot í Reykjavík: 17 ára braust tvívegis inn LEIKSKÓLAMÁL Í könnun sem gerð var á öllum leikskólum í Reykja- vík nú um mánaðamótin kemur í ljós að enn vantar starfsfólk í 83 stöðugildi. Nú vantar þrjá eða fleiri til starfa á sjö leikskólum í borginni en fyrir nokkrum vikum voru þessir leikskólar sautján talsins. Flesta vantar til starfa á leikskólum í Miðbæ, Hlíðum, Árbæ og Grafarholti. Á bilinu 36-39 leikskólastöður hafa verið auglýstar í Fréttablað- inu síðustu þrjár helgar. - hs Mannekla á leikskólum: Vantar áttatíu starfsmenn LEIKSKÓLASTARF Enn vantar 83 starfs- menn á leikskóla í Reykjavík. FERÐAMÁL Ferðamálaráð Evrópu og ETAG hafa unnið skýrslu undir heitinu „Tourism Trends for Europe“. Í skýrslunni er fjallað um þá þætti sem líklega hafa áhrif á þróun ferðamála næstu árin. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri segir athyglisvert að gert sé ráð fyrir hækkandi meðalaldri ferðamanna. Þá er í skýrslunni gert ráð fyrir að rafrænar dreifi- og söluleiðir breyti kauphegðun fólks og ferðatilhögun í framtíð- inni. Magnús segir að líta beri á breytingarnar sem tækifæri sem hægt sé að nýta til aukinna umsvifa hér á landi. - hs Ferðaþjónusta: Hækkandi ald- ur ferðamanna FERÐAMENN Gert er ráð fyrir að meðal- aldur ferðamanna hækki. Verkfalli lokið Danskir foreldrar í Árósum önduðu léttar í gær þegar borgaryfirvöld sam- þykktu fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, því þá munu leikskólakennarar mæta aftur til starfa á mánudag eftir þriggja vikna verkfall. Leikskólakennararnir og fjölmargir foreldrar voru þó ekki sáttir, því fjárhagsáætlunin kallar eftir sparnaði upp á 410 milljónir danskra króna, sem mun bitna einna harðast á börnum og öldruðum. DANMÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.