Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 16
Vífill Karls- son atvinnu- ráðgjafi segir að yfir- völd geti ekki beinlínis leitt þá þróun sem mun eiga sér stað. „Þau geta hins vegar gert það sem er skynsamlegt og hlúð að grunn- gerðinni, vegagerð, fjarskipta- kerfi og þess háttar og beitt sér varðandi uppbyggingu opin- berra stofnana, innan ákveðinna skynsemismarka þó,“ segir hann. Spurður hvort hann sé hlynntur þeim aðferðum sem Norðmenn hafa meðal annars beitt í byggðamálum, að bjóða upp á skattaívilnanir fyrir íbúa í jaðarbyggðum, segir hann ýmis- legt benda til þess að sú leið sé skynsamleg. „Það er til að mynda ákveðin áhætta fólgin í því fyrir fyrirtæki í iðnaði að staðsetja sig utan alfaraleiðar. Samfélagslegur ávinningur af því að hvetja fyrirtæki til að staðsetja sig í jaðarbyggðum er þó nokkuð ljós, fólksins vegna,“ segir hann. Hann nefnir dæmi um flutn- ing á óunnu sjávarfangi á vegum landsins sem nemur, samkvæmt nýlegri skýrslu, 60 þúsund tonn- um á ári. „Ef það væri unnið sem næst löndunarhöfn er hægt að lækka flutningskostnaðinn um helming, sem reiknast um 300 milljónir á ári,“ segir hann. Skattaívilnun skynsamleg VÍFILL KARLSSON Sveitarfélögin á landinu eru alls 79, en af þeim eru átta á höfuð- borgarsvæðinu. Eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu uppfyllir skilyrði landfræðinganna um dauðvona sveitarfélag, Kjósar- hreppur. Einungis þrettán sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eiga, samkvæmt kenningunum, ein- hverja von um bjarta framtíð. Öll nema tvö eru innan 120 kílómetra radíus frá Reykjavík. Stefán Ólafsson, prófessor í þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands, segir að sú mynd sem hafi verið dregin upp af byggðaþróun á Íslandi í Fréttablaðinu undan- farna daga sé í fullkomnu sam- ræmi við niðurstöður sem hann setti fram í bókinni Búseta á Íslandi sem unnin var fyrir Byggðastofnun 1997. „Ljóst er að þróunin hefur einfaldlega haldið áfram síðan þá,“ segir hann. Engin fjölgun á landsbyggðinni Á síðasta aldarfjórðungi hefur Íslendingum fjölgað um 31 pró- sent. Á sama tímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 54 prósent en íbúum utan höfuð- borgarsvæðisins um fjögur pró- sent og munar þar mest um fjölg- un íbúa á Suðurnesjum. Ef íbúafjöldaþróun á lands- byggðinni á síðasta aldarfjórðungi er skoðuð og Suðurnes eru undan- skilin kemur í ljós að íbúum á landsbyggðinni hefur ekkert fjölg- að á tímabilinu. Ágeir Jónsson, hagfræðingur og forstöðumaður Greiningar- deildar Kaupþings, segir að fólks- flutningar frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið sé þróun sem muni halda áfram hægt og bítandi. „Það þýðir þó ekki að staðir á landsbyggðinni leggist í eyði, heldur verði breyting á nýtingu þeirra,“ segir hann. „Ef til vill hafa fólksflutningar ekki sömu þýð- ingu og áður þar sem hug- takið búseta er að breytast mjög hratt. Nú býr fólk ekki lengur á einum stað og dvelur þar ætíð held- ur er algengt að eiga tvö heimili og dvelja á þeim til skipt- is,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mörg bæjar- félög séu að breytast samfara þessu þannig að í stað þess að fara í eyði nýtast þau nú sem þjónustu- svæði fyrir ferðafólk og frístunda- búsetu. Þá skyldi því ekki gleymt að mjög víða hafi erlendir ríkis- borgarar komið í stað þeirra íslensku. „Þá sjáum við aðra staði stækka, sem eru óhefðbundnir þéttbýlisstaðir, svo sem háskóla- þorpin á Bifröst, Hvanneyri og Hólum í Hjaltadal,“ segir Ásgeir. „Þetta eru vaxandi þéttbýlisstaðir sem bjóða upp á ákveðin lífskjör sem aðrir staðir gera ekki.“ Verð hæst í miðborgum Vífill Karlsson, atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við Við- skiptaháskólann á Bifröst, segir að hvarvetna sé verð á fasteignum í borgum hærra en í næstu byggð- um. „Meginreglan er sú að verð er hæst í miðborgum og hækkar smám saman því sem fjær henni dregur,“ segir Vífill. Hann segir verðmuninn fyrst og fremst ráðast af tvennu sem kaupandinn raði jafnframt sjálfur í forgangsröð. „Annars vegar af aðgengi sem borgin veitir og hins vegar að náttúrugæðum sem strjálbýlið býður upp á,“ segir Víf- ill. „Í strjálbýli er talað um skyn- virði, sem lýtur að mjög mörgu. Til að mynda útsýni, kyrrð, nálægð við náttúru og stærð lóðar,“ segir hann. Munurinn að aukast hér Vífill segir að verðmunurinn taki breytingum og séu ýmsar skýr- ingar á því hvers vegna munurinn aukist eða minnki. „Munurinn hefur verið að auk- ast hér á Íslandi og talað hefur verið um stærðarhagkvæmni í því tilliti, það borgi sig að búa þétt,“ segir Vífill. „Ég vinn að doktors- ritgerð minni um þetta efni um þessar mundir og held því fram að stærðarhagkvæmnin sé að aukast vegna þess hve þjóðin er orðin menntaðri. Því sérhæfðara sem vinnuaflið verður, því mikilvæg- ara er að það sé staðsett á stærri markaði svo að næg tækifæri bjóðist,“ segir Vífill. „Ég vil halda því fram að þetta sé ástæðan fyrir byggðaþróuninni og þar af leið- andi þróun fasteignaverðs,“ segir hann. Aðdráttarafl skiptir máli Ásgeir bendir jafnframt á að tengslin milli búsetu og vinnu séu nú farin að losna meira en áður þannig að auðvelt er orðið að búa á einum stað og starfa á öðrum. „Aðdráttarafl staðanna er farið að skipta meira máli um það hversu eftirsóknarverðir þeir eru til búsetu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að höfuðborgar- Þróunin mun ekki stöðvuð Flóttinn af landsbyggðinni Alls má setja 59 sveitarfélög á landinu á úreld- ingarlista ef tekið er mið af kenningum tveggja bandarískra landfræðinga um framtíðarhorfur sveitarfélaga. Höfuðborgarsvæðið Kjósarhreppur Suðurnes Grindavíkurbær Vesturland Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Helgafellssveit Eyja- og Miklaholtshreppur Dalabyggð Vestfirðir Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Norðurland vestra Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Höfðahreppur Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Norðurland eystra Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Grímseyjarhreppur Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Aðaldælahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Austurland Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Suðurland Vestmannaeyjabær Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur Sveitarfélög á úreldingarlista* *Kenningar hjónanna Deborah og Frank Popper voru settar fram í lok níunda áratugarins og miðuðust að því að meta framtíðarhorfur tiltekinna sveitarfélaga á sléttunum miklu í miðjum Bandaríkjunum. Þær fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem gæfu vísbendingu um að sveitarfélag ætti sér ekki viðreisnar von. Ef sveitarfélagið uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. GARÐUR SANDGERÐISBÆR VOGAR 7. október 2006 LAUGARDAGUR16 SVEITARFÉLÖG MEÐ FRAMTÍÐ OG MANNFJÖLDAÞRÓUN EFTIR LANDSHLUTUM REYKJANESBÆR AKRANESKAUPSTAÐUR GRUNDARFJÖRÐUR SNÆFELLSBÆR BOLUNGARVÍK ÁRBORG HVERAGERÐISBÆR ÖLFUS REYKJAVÍKURBORG SELTJARNARNES GARÐABÆR ÁLFTANES KÓPAVOGSBÆR HAFNARFJÖRÐUR MOSFELLSBÆR STYKKISHÓLMSBÆR STEFÁN ÓLAFSSON MANNFJÖLDAÞRÓUN Á NORÐURLANDI VESTRA 1988–2005 30% 20% 10% 0% -10% -20% -30% 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 20051988 -14,3% MANNFJÖLDAÞRÓUN Á VESTFJÖRÐUM 1988–2005 30% 20% 10% 0% -10% -20% -30% 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 20051988 -25,3% MANNFJÖLDAÞRÓUN Á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU 1988–2005 30% 20% 10% 0% -10% -20% -30% 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 20051988 +32,1% 120 km radíus frá Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.