Fréttablaðið - 07.10.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 07.10.2006, Síða 39
LAUGARDAGUR 7. október 2006 7 Sögulegt yfirlit náttúrulækn- inga Faðir náttúrulækningastefnunnar er gríski læknirinn Hippókrates, sem jafnframt er talinn faðir læknisfræðinnar og var uppi á 5. öld fyrir Krists burð. Hippókrates lagði megináherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma með réttum lifnaðarháttum. Upphafsmaður náttúrulækninga- stefnunnar hér á landi, Jónas Kristjánsson læknir, vildi auka lífsgæði þjóðarinnar með heil- brigðari lífsháttum. Hann hvatti fólk til að bera ábyrgð á eigin heilsu og kappkostaði að miðla þeirri þekkingu og fróðleik sem sönnust var og réttust á hverjum tíma. Hann stóð ætíð traustum fótum í þekkingarheimi vís- indanna. Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði hefur starf- að í áratugi og byggir á heildræn- um lækningum. Þar er heilsuvandi einstaklinganna skoðaður með það í huga að líta þurfi á andlegt, líkam- legt og félagslegt ástand í sam- hengi. Fræðsla og fagleg ráðgjöf er stór þáttur í starfinu og er þar lögð mest áhersla á heilsuvernd og bætta lífshætti. Náttúrulækn- ingastefna Heilsustofnunar NLFÍ er í fullu samræmi við markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um bætt heilbrigði og heilsu- vernd. Í dag hafa fjölmargir bæst í hóp þeirra sem starfa í anda náttúru- lækningastefnunnar og sinna heildrænni heilsufræði. Matthild- ur Þorláksdóttir náttúrulæknir er þeirra á meðal en hún rekur nátt- úrulækningastofu og matstofu í Grafarvogi. Matthildur greinir fæðuóþol og orkustíflur af öðrum völdum og ráðleggur fólki með fæðuval og lífsstíl. Hún vinnur líka með „colon“ eða ristilhreins- anir og smáskammtalyf. Frá Hippó- kratesi til Matthildar VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ER EIN ÞEIRRA FJÖLMÖRGU SEM ÞAKKA MATTHILDI HEILSU SÍNA OG HAMINGJU. HÉR ER HENNAR SAGA. Ég varð ófrísk í ágúst 2004. Strax í september var ég byrjuð að æla. Hélt að þetta yrði bara fyrstu vikurnar en þetta hélt bara áfram alla meðgönguna. Var látin prófa alls kyns lyf til að stoppa ógleðina. Ekkert gerðist. Var lögð inn í desember til að fá næringu í æð. Ég ældi stund- um tuttugu sinnum á dag. Læknarnir sendu mig í einhverjar rannsókn- ir, en ekkert kom út úr þeim. Þessi meðganga endaði með tíu daga innlögn á sjúkrahúsi. Próteinið var farið að hækka hjá mér og blóðþrýstingur. Fæðingin var sett af stað í 38. viku og gekk hún vel. En þremur dögum eftir fæðingu fór ég að kippast til, var komin með meðgöngueitrun. Var sett á gjörgæslu í þrjá daga. Þetta var allt frekar leiðinlegt. Ég hélt að ógleðin og uppköstin myndu hætta eftir fæðingu, en svo var aldeilis ekki. Var alltaf í skoðun hjá læknum. Fór í magaspeglun en ekkert sást. Læknarnir gáfust upp á mér. Það endaði með því að ég fór til Matthildar og hún greindi hjá mér mikið fæðuóþol. Það voru sextán fæðutegundir sem hún bað mig að taka út, og viti menn, ég hætti að æla og líf mitt varð aftur eins og það átti að vera. Ristillinn í mér var líka orðin stíflaður. Hún setti mig í colon. Það losaði um ristilinn og kom kerfinu aftur í gang. Dæmi um fæðu sem ég má ekki borða: Lamba- og svínakjöt. Sykur, hveiti, ger. Appelsínur, áfengi, kaffi, bananar, vínber. Mygluostar. Djúpsteiktur matur og fleira. Ef ég passa mig á að borða ekki þessar fæðutegundir líður mér rosalega vel. Skapið er allt annað og hvernig mér líður í dag! Fyrir utan það var svo rosalegt hvað ég safnaði á mig bjúg. Þó að ég hafi ekki borðað neitt á meðgöngunni þyngdist ég um 21 kíló. Ég var afmynduð af bjúg. Augun sokkin, fæturnir eins og blöðrur. Eftir að ég breytti mataræðinu missti ég átta kíló í hvelli. Litli strákurinn minn byrjaði að fá magakveisu níu mánaða. Þá byrjaði ég að gefa honum sojajógúrt og graut. Hafði bara fengið brjóstamjólk, ávexti og grænmeti fram að því. Honum leið skelfilega, kúkaði blóði og grenjaði marga tíma á dag. Fór með hann til læknis en þeir fundu ekk- ert. Leitaði ráða hjá Möttu. Hann var þá með glútenóþol og sojaóþol. Maðurinn minn fór til Möttu núna í ágúst. Hann hefur alltaf verið að drepast í hálsinum. Hann var eins og gamall karl á hverjum morgni. Hrækjandi upp úr sér slími og óþvera. Hann hefur alltaf verið svona. Ég pantaði tíma hjá Möttu og sagði honum að fara. Hann var ekki æstur fyrst en sér ekki eftir því. Hann var með svo mikla sýrumyndun í líkam- anum. Hún sagði honum að hætta í öllum mjólkurmat og drekka bara hrísgrjónamjólk í staðin. Ekkert hveiti, sykur og ger. Hann er nýr maður. Reynslusaga: Á gjörgæslu vegna fæðuóþols Litli rauðhærði drengurinn hennar Valgerðar var með glúten- og sojaóþol. Gríski læknirinn Hippókrates www.rumogsofi.is Með hverju keyptu sófasetti eða rúmi fylgir „sexy“ stóll á meðan birgðir endast… Allt næstum því ókeypis! - Nánast á kostnaðarverði! Geggt kúl, marr ;-) AMERICAN ANTARES (Hinn sívinsæli Framsóknarsófi á kosningatilboði) LINEA CLEAN 40-70% afslát tur AF ÖLLU Ódýrasta fellihýsið á markaðnum! Sérstakt tilboð fyrir „unga“ eldri borgara á rúmum. Unglingavandamálin leyst í eitt skipti fyrir öll! Opnunartími 12–18, um helgar 11–17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.