Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 82

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 82
 7. október 2006 LAUGARDAGUR42 Erlendum verkamönn- um fjölgar með hverju árinu og eru nú umtals- verður hluti vinnuafls- ins. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað þeirra, svo mjög að halda mætti að allir lifðu þeir í einberri eymd og vesöld. Klem- ens Ólafur Þrastarson fór á stúfana og komst að því að svo er ekki. M argir Pólverjarnir sem eru við störf hér á landi, komu ekki einungis hing- að vinnunnar vegna, þótt hún hafi vissulega ráðið þar mestu um. Þeir sáu þetta framandi land í ævintýra- ljóma og voru spenntari fyrir kynn- um af því, en að skreppa til dæmis yfir landamærin til Þýskalands. Einn viðmælandi sagði svo, um orsakir vistaskiptanna. „Þegar ég fékk tilboð um vinnu á Íslandi, hugsaði ég um þetta sem risavaxið ævintýri að koma hingað. Hér eru eldfjöll og ýmsar furður sem ekki er hægt að sjá í Evrópu. Mig lang- aði til að sjá þetta með eigin augum og verða mér úti um reynslu.“ Flestir farandverkamennirnir sem rætt var við vegna þessarar greinar eiga það sammerkt að hafa fundist Ísland ógnvekjandi í fyrstu. Sumir sóru í upphafi dvalarinnar að snúa heim við fyrsta tækifæri. En þeir eru einnig sammála um að Ísland venjist með tíð og tíma, á einhvern illskýranlegan máta, og flestir geta vel hugsað sér að vera hér lengur, jafnvel að setjast að fyrir fullt og allt. Farandverkamennirnir eru margir hverjir að kynnast útlönd- um í fyrsta skipti með Íslandsför- inni og segja þeir að lífið hér sé gjörólíkt því sem þeir lifðu heima fyrir. Tilveran í verbúðinni Íslandi er mun einfaldari: „Vinna og ekkert stress“ er algengt viðkvæði. Helsta umkvörtunarefnið er samt einsemdin. Eiginkonur mannanna voru lítt hrifnar af því að rífa sig upp og yfirgefa heim- kynnin til að flytjast á kalda og dýra eyju, fjarri fjölskyldunni. Karlarnir fóru því einir og sendu aurinn heim. Eitt af því sem menn- irnir sakna sárt er pólsk matar- gerð. Stanislav í pólsku verslun- inni MiniMarket í Breiðholti segir þá Pólverja sem búi á Íslandi gjarnan splæsa í pólska skinku og agúrkur. Einstæðir karlar kaupi oft kjöt í dósum ofan í sjálfa sig og hiti sér súpu á kvöldin. Þeir sækja í pólska bragðið. Messur og ferðalög um landið Pólverjarnir gera þó meira en að strita, éta og sofa. Þeirra „verbúð- arlíf“ er talsvert heilnæmara en það líferni íslenskra farandverka- manna sem lýst er í textum Tolla og Bubba. Til dæmis eru þeir marg- ir hverjir duglegir að sækja kaþ- ólskar messur og fara í sund. Þeir reyna flestir að sjá sem mest af landinu og hafa farið í Bláa lónið; kíkt á Gullfoss og Geysi, svo eitt- hvað sé nefnt. Tveir félagar sögðu blaðamanni frá ferð sinni á „ísfjall- ið mikla“ Langjökul, en hún var farin á lítilli Toyota Corolla-bifreið. Voru þeir ekki óánægðir með það Erlendar stoðir samfélagsins Norbert hefur unnið hér á landi í sex ár, en ætlaði fyrst að vera í eitt ár. Hann kann vel við sig á Íslandi; telur landið gott og þegnana sömuleiðis. Hann bendir hins vegar á að hingað bráðvanti pólskt sendiráð. „Öll vandræði okkar þurfum við að fara með til Óslóar, í sendiráðið þar,“ segir Norbert. „Einnig er óskiljanlegt af hverju ekki er flogið beint til Póllands, við erum mörg þúsund Pólverjar hérna og allir fljúga heim til sín einu sinni, tvisvar, á ári.“ Norbert er vinnusamur og segir sumt líkt með þjóðunum tveimur. „Við Pólverjar erum alveg eins og þið, nema við vinn- um meira. Vinnudagurinn er oft- ast frá átta til sjö, nema á föstu- dögum og laugardögum, þá erum við búnir fyrr, kannski um klukk- an þrjú eða fjögur. Eftir vinnu á föstudögum fer ég í vínbúð eða heim til mín og á laugardögum förum við konan mín að versla saman. Ég hitti líka aðra Pólverja mest um helgar, því á virkum dögum er lítill tími til þess.“ Norbert, starfsmaður og túlkur Faglagna ehf. Vantar sendiráð og beint flug heim NORBERT VIÐ STÖRF FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Renata hefur verið á Íslandi í þrjá mánuði og er nú á leiðinni aftur til Póllands. Hún kom til landsins til að þéna peninga, en einnig til að læra íslensku og æfa sig í ensku. Hún kynnti sér Ísland á netinu áður en hún kom hingað og segir fjölmarga Pólverja spennta fyrir Íslandi, en ekki bara vegna vinnu. „Hér eru afar skrýt- in fyrirbæri,“ segir Renata og telur fyrst til veðurfar og öfgar dags og nætur. „Þetta er allt nýtt fyrir mér. Ég er glöð að hafa séð þetta, þótt ég hafi ekki séð allt sem ég vildi sjá.“ Renata segir reynsl- una af Íslandsdvöl sinni ómetan- lega. Aðspurð hvort henni hafi ekki tekist að safna sér einhverjum aurum, svarar Renata hlæjandi að henni hafi tekist að safna sér fyrir miðanum heim og þar með hafi markmiðinu verið náð. Hana lang- aði til að geta staðið á eigin fótum og segir ungt fólk ekki hafa mikla möguleika í Póllandi þótt það sé háskólamenntað eins og hún. „Ekki nema maður sé dóttir for- setans. Allir vilja sjálfstæði frá foreldrum sínum. Það er auðveld- ast að fá það með því að fara utan til vinnu. Fyrst þegar ég kom til Íslands var ég skelfingu lostin, alveg skíthrædd. Nú hef ég aðlag- ast og kann að meta mun fleiri hluti hér en áður. Ég verð samt að snúa til fjölskyldu minnar á ný.“ Renata, háskólamenntuð afgreiðslustúlka: Var skelfingu lostin Nuno Silvestre er portúgalskur verkstjóri, uppalinn í Algarve og hefur langa reynslu af farand- verkamennsku. Hann hefur starf- að á Spáni, Frakklandi og á Eng- landi, en líður best á Íslandi. Nuno telur landinu til kosta, ótrúlegt en satt, veðrið: „Síðasti vetur var ótrú- lega fallegur, sérstaklega himinn- inn og norðurljósin. Á Spáni finnst mér hins vegar alltof heitt og Eng- land, tja, England er ágætis land, en þar er sífelld rigning.“ Fyrsta vinnureynsla Nunos hérlendis var í Kárahnjúkavirkjun og segir hann að eftir þá reynslu sé veturinn í Reykjavík leikur einn. Nunos og Damian, pólskur félagi hans, eru sammála um að samskipti þeirra við Íslendinga séu vandræðalaus. „Okkur er sagt hvað við eigum að gera og ekkert vesen. Bara „góðan daginn, geriði þetta og þetta“ og ekkert meira.“ Inntir eftir því hvort þeir sakni ekki inni- haldsríkari samskipta, svarar verkstjórinn: „Við þurfum ekkert að tala meira, að minnsta kosti ekki í vinnunni. Við erum á Íslandi til að vinna, ekki tala.“ Pólverjinn Dami- an tekur undir þetta heilshugar. Þeir Nuno og Damian segjast njóta lífsins á sunnudögum: „Ég fæ mér oft kaffi á Segafredo við Lækj- artorg, því þeir gera espressó sem minnir mig á Portúgal,“ segir Nuno, en Damian fer oftast á Sel- foss til að skemmta sér: „Þar er stórfínt kvikmyndahús og þar á ég líka vin frá Þýskalandi.“ Nuno dauðsaknar sinna nán- ustu, matarins og portúgalska bjórsins. „En það er allt að breyt- ast til batnaðar,“ segir Nuno bros- andi, því konan hans er nýkomin til Íslands. Nuno og Damian: Erum hér til að vinna, ekki tala NUNO ER VINSTRA MEGIN EN DAMIEN TIL HÆGRI. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS afrek. Einnig sækja mennirnir í félagsskap vinnufélagana. Hjá einu fyrirtæki var til að mynda farið í ferðalag á golfvöllinn Bakka- kot um síðustu helgi og var það í fyrsta skipti sem Pólverjarnir hjá því fyrirtæki höfðu spilað golf. Vakti það mikla lukku. Vinsælt er einnig að spila fótbolta á sunnu- dögum og þeir sem eiga afruglara horfa á pólsku sjónvarpsstöðina Polsat. „Maður getur þá að minnsta kosti séð eitthvað af Póllandi,“ sagði einn viðmælandinn afsak- andi. Vinnan göfgar manninn Allir þeir sem blaðamaður náði tali af við ritun þessarar greinar, sögðust ánægðir með dvöl sína hér á landi og vildu að því yrði komið á framfæri að þeim liði vel hér. Einnig, að þeir séu ekki þræl- ar eins og margir telji; þeir hafi ekki komið alla þessa leið til þess eins að láta fara illa með sig, þá væri betur heima setið. Undantekningarlítið eru far- andverkamennirnir ánægðir með vinnustaði sína. Launin eru „í lagi, en ekki rausnarleg“ og Pólverjun- um er hugleikin dýrtíðin á Íslandi. Þeim finnst ósanngjarnt að miðað sé við þjóðerni þegar laun eru ákveðin. Laun verkamannanna eru sögð tvisvar til þrisvar sinn- um hærri hér en í Póllandi, en þeir segja samanburðinn ósanngjarn- an: „Atvinnurekendur byrja oft á því að spyrja okkur hversu mikið við fáum í laun í Póllandi og nota það sem viðmið. Þeir spyrja aldrei hversu mikið við borgum í húsa- leigu í Póllandi eða hvað brauð og mjólk kosti.“ Það mætti ráða af máli verka- manna og atvinnurekanda að Pól- verjar væru sú allra vinnusam- asta þjóð í heimi. Þeir eru komnir hingað til að vinna, segja þeir sí og æ, og eru stoltir af: „Við Pólverjar erum hér í vinnu fyrir Ísland, ekki Pólland. Við erum að byggja risa- mannvirki fyrir landið ykkar. Sum störf virðast Íslendingar ekki geta leyst af hendi. Sjaldan sér maður Íslending í verkamannavinnu og ég hef barasta aldrei séð Íslending skúra!“ sagði einn viðmælandi og skellti upp úr. „Hvað gerðist eigin- lega ef útlendingarnir færu úr landi?“ VIÐ VÉLINA HEFUR HANN STAÐIÐ SÍÐAN Í KAFFITÍMAN- UM. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.