Fréttablaðið - 07.10.2006, Síða 102

Fréttablaðið - 07.10.2006, Síða 102
 7. október 2006 LAUGARDAGUR62 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 óskiptu 6 halló 8 blaður 9 þrá 11 vörumerki 12 fyrirtæki 14 náskyldur 16 skóli 17 klettasprunga 18 for 20 bardagi 21 traðkaði. LÓÐRÉTT 1 ofneysla 3 í röð 4 ítalskur ofnréttur 5 suss 7 uppnám 10 knæpa 13 pfn. 15 nótt 16 flík 19 kyrrð. LAUSN Einhver umdeildasta kvikmyndapersóna seinni tíma, Kasakinn Borat, gæti hugs- anlega verið á leiðinni til landsins en þetta staðfesti Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri hjá Senu. Samkvæmt Guð- mundi verður Borat í Kaupmannahöfn 2. nóvember en heldur svo til Sydney. Mynd hans verður frumsýnd í Reykjavík 3. nóvember og nú er róið að því öllum árum að fá grínistann til að millilenda hér á landi enda langt flug frá Kastrup til andfætlinganna í Ástralíu. Kvikmyndin Borat: Cultural Learn- ings of America for Make Benefit Glori- ous Nation of Kazakhstan hefur vakið heimsathygli og eru ráðamenn í Kasak- stan alveg brjálaðir yfir því sem þarna birtist á hvíta tjaldinu. Meðal þess sem Borat heldur fram í myndinni er að þjóð- ardrykkurinn í Kasakstan sé gerjað hrossahland, þar njóti dýrin meiri rétt- inda en konur og að áhugamál sem njóti virðingar meðal þjóðarinnar séu til dæmis nauðganir og sifjaspell. Ríkis- stjórnin í Kasakstan sá sér meðal annars þann kost vænstan að kaupa fjögurra síðna auglýsingu í New York Times en þar var landið hreinsað af öllu því sem birtist í myndinni. Mál Borats var jafn- framt tekið upp á fundi George W. Bush og forseta Kasakstans, Nursultan Nazar- bayev, en landið hefur verið öflugur stuðningsmaður Bandaríkjanna í stríð- inu gegn hryðjuverkum. Fréttamaðurinn Borat er sköpunar- verk breska gamanleikarans Sasha Bacha Cohen og birtist fyrst í gaman- þáttunum um Ali G sem slógu eftirminni- lega í gegn hér á landi fyrir nokkrum árum. - fgg Unnið að komu Borats til Íslands TIL ÍSLANDS Þessi persóna Sacha Baron Cohen hefur gert allt brjálað um allan heim og hann gæti verið á leiðinni til Íslands. FINNST BORAT EKKI FYNDINN Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans, hefur ekki húmor fyrir því gríni sem Borat gerir að landinu. ... fær Valdimar Örnólfsson sem gerir Müllers-æfingar á hverjum morgni og segir þær flestra meina bót. Leikur KF Nörd og FH vakti mikla athygli á miðvikudaginn, ekki síst fyrir þá staðreynd að á völlinn mættu sjö þúsund manns til berja augum fótboltalið sem ekkert getur og Íslandsmeistarana etja kappi en þess má geta að „aðeins“ þrjú þúsund manns mættu á bikarúrslitaleik Keflavíkur og KR í meistaraflokki karla. Í ljósi þess hversu vel gekk á nú að hamra járnið á meðan það er eitt og eru forstöðumenn sjónvarpsstöðvarinnar Sýn sagðir róa að því öllum árum að gera sem mest úr „nördaæðinu“. Hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að reynt verði að fá sænska nördaliðið til að spila vináttuleik hér á landi og jafnvel koma á fót Norðurlandamóti nördaliða. Það var fríður hópur manna sem spásseraði saman um miðborgina um hádegisbilið í gær. Þetta voru þeir Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi; Árni Þór Vigfússon, forkólfur á sjónvarpsstöðinni Sirkus; Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrum samstarfsmaður Árna á Skjá einum, og Ingvar Sverrisson, athafnamaður og bróðir Sveppa. Ekki er vitað hvaða áform þeir félagar hafa verið að ræða en ekki er ólíklegt að lagt hafi verið á ráðin um uppsetningu söngleiks næsta sumar. Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir þykir sjaldan eða aldrei hafa litið betur út en einmitt nú. Ástæða þess er sú að Helga hefur tekið mataræði sitt algerlega í gegn. Nú borðar Helga ekkert hvítt hveiti, ekkert ger og alls engan sykur. Helga borðar nú eingöngu grænmetisfæði og lýsir því stolt yfir að hún sé orðin grænmetisæta. - fgg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT: 2 öllu, 6 hæ, 8 mas, 9 ósk, 11 ss, 12 firma, 14 náinn, 16 fg, 17 gjá, 18 aur, 20 at, 21 tróð. LÓÐRÉTT: 1 óhóf, 3 lm, 4 lasanja, 5 uss, 7 æsingur, 10 krá, 13 mig, 15 nátt, 16 fat, 19 ró. Jónína Benediktsdóttir athafna- kona slær ekki slöku við og hefur nú tekið að sér að leiðbeina Íslend- ingum í svokallaðri detox-meðferð á heilsuhóteli í Póllandi. „Þetta er alveg ótrúlega gott,“ segir Jónína, sem hefur farið oft í detox-með- ferð sjálf. „Þetta tekur tvær vikur. Fyrstu þrjá til fjóra dagana borðar fólk bara grænmeti og ávexti. Ef læknir telur það ráðlegt fastar það svo í sjö daga. Þannig losar líkam- inn sig við hin og þessi eiturefni og fólki líður miklu betur eftir á. Maður verður klár og skýr í kollin- um ef maður fastar.“ Jónína starfar fyrir heilsuhót- elið pólska og sér um að sækja íslenska gesti þegar þeir koma á flugvöllinn í Gdansk. „Ég lóðsa þá um svæðið, þýði og kynni fyrir þeim meðferðina. Fólk greiðir 90 þúsund krónur og innifalið í því er húsnæði og fæði í tvær vikur, nudd í fjögur skipti og ýmislegt fleira.“ Auk þess stendur ýmislegt annað til boða, allt frá ristilhreinsunum til balletsýninga. „Stólpípuhreins- anir eru rosalega vinsælar í dag,“ segir Jónína. „Fólk greiðir sér- staklega fyrir þær en það er hræ- ódýrt eins og annað í Póllandi.“ Jónína segist hafa orðið vör við mikinn áhuga á ferðunum. „Sér- staklega hjá ungu fólki sem á við offitu að stríða. En þetta er líka vinsælt hjá gigtar- og krabba- meinssjúklingum sem vilja lina verkina. Þetta er kjörið til þess.“ Jónína ætlar að setja upp heima- síðuna detox.is í næstu viku en þangað til geta áhugasamir haft samband við hana í gegnum net- fangið joninaben@hotmail.com. -bs Jónína afeitrar Íslendinga í Póllandi JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Hefur sjálf farið margoft í detox-meðferð og líður henni alltaf vel á eftir. Aðdáendur sjónvarpsþáttarins Stelpurnar geta tekið gleði sína á ný því nú standa yfir æfingar á þriðju þáttaröðinni. Einhverjar mannabreytingar hafa hins vegar orðið á hópnum og hafa þær Helga Braga Jónsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir fengið fasta stöðu en Brynhildur Guðjónsdóttir verð- ur ekki með að þessu sinni. Auk þess hverfur Steinn Ármann Magnússon af vettvangi auk Bergs Ingólfssonar en Kjartan Guðjóns- son verður á sínum stað. Þá munu Strákarnir, þeir Auðunn Blöndal, Pétur Jóhann Sigfússon og Sverir Þór Sverrisson koma til með að leika í þáttunum. Má því með sanni segja að Strákar og Stelpur séu loks komin í eina sæng. Leikstjórinn Sævar Guðmunds- son var nýkominn af æfingu með stelpunum og var að taka á móti strákunum þegar Fréttablaðið náði tali af leikstjóranum en hann tekur við keflinu af Ragnari Bragasyni sem stýrði síðustu þáttaröðinni. Sævar hefur að mest unnið við aug- lýsingar fyrir framleiðslufyrirtæk- ið Saga Film en vakti fyrst athygli fyrir æði skrautlegar stuttmyndir frá Akureyri þar sem uppistaðan voru hvers kyns áhættuatriði. Hann hefur nýlokið við að gera sjónvarps- þáttinn Venna Páer fyrir Skjá einn og tekur nú við einum vinsælasta gamanþætti þjóðarinnar. „Auðvitað eru miklar kröfur gerðar en mér líst bara vel á þetta,“ sagði Sævar. „Ég er aðallega spenntur og þetta verð- ur miklu meiri keyrsla en ég hélt, mikið efni tekið upp á skömmum tíma,“ útskýrir leikstjórinn. Lærifaðir þáttanna, Óskar Jónas- son, verður ekki langt undan en hann og Sævar hafa að undanförnu verið að velja „sketsa“ fyrir þáttinn og tökustaði. Sævar og Óskar eru ekki ókunnugir hvor öðurm en þeir hafa unnið töluvert saman og gerðu meðal annars tvö áramótaskaup saman. Sævar er sagður mikill heiðurs- maður á heimasíðu Saga Film en hlær þegar þessi lýsing er borin undir hann. „Ég er aðallega vinnu- þjarkur og á það til að gleyma mat- arhléum í öllum æsinginum,“ segir Sævar og því greinilegt að stjörnun- um verður pískrað út á næstu miss- erum. freyrgigja@frettabladid.is SÆVAR GUÐMUNDSSON: PÍSKAR STJÖRNUNUM ÚT Á TÖKUSTAÐ Strákar og Stelpur í eina sæng STELPURNAR Töluverðar mannabreytingar hafa orðið á hópnum. Brynhildur Guð- jónsdóttir verður ekki með auk þess sem Steinn Ármann er horfinn á braut. LÆRIFAÐIR ÞÁTTANNA Óskar Jónasson verður Sævari til aðstoðar en þeir félagar hafa setið sveittir við að velja sketsa og töksustaði. SÆVAR GUÐMUNDSSON Tekur við keflinu af Ragnari Bragasyni og leikstýrir þriðju seríunni af Stelpunum. STRÁKARNIR Þeir Sverrir Þór, Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal verða Stelpunum innan handar. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.