Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 44
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR12 Sveitabærinn Hólmur við Kirkjubæjarklaustur. Hér var fyrsti verkmenntaskólinn á Íslandi til húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÓNARHORN TOPP5: JAMIE LEE CURTIS Leikkonan Jamie Lee Curtis (1958) er dóttir leikar- anna Tony Curtis og Janet Leigh, sem er sjálfsagt þekktust fyrir hlutverk sitt í hrollvekjunni Psycho (1960). Það er því vel við hæfi að Curtis skyldi fyrst vekja athygli á sér í annarri heimsþekktri hryllingsmynd, það er Halloween (1978). Curtis lék í kjölfarið í nokkrum blóðugum hrollvekjum og um tíma benti flest til að hún ætti ekki eftir að fá hlutverk í annars konar myndum. Með gaman- myndinni Trading Places (1983) sýndi Curtis hins vegar að henni var meira til lista lagt en að öskra úr sér lungun og í kjölfarið tóku tilboðin að streyma til hennar. Hápunkti ferilsins var síðan náð á seinni hluta 9. áratugarins með myndum á borð við A Fish Called Wanda (1988). 1. True Lies (1994). Njósnari (Arnold Schwarzenegg- er) grípur til róttækra ráða þegar hann fer að gruna eiginkonu sína um framhjáhald. Curtis fer á kostum í hlutverki eiginkonunnar. Lengi vel stóð til að gera framhald, en það fór út um þúfur vegna stjórnmálaþátttöku aðalleikarans. 2. A Fish Called Wanda (1988). Fjórir afar ólíkir glæpamenn sameina krafta sína í bankaráni en ákveða síðan að svíkja hvern annan. Bráðfyndin gamanmynd með einvalaliði leikara, sem tilnefnd var til fjölda verðlauna og uppskar meðal annars Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki karla (Kevin Kline). 3. Halloween (1978). Með þessari mynd var ákveðnum þáttaskilum náð í gerð hrollvekja, þar sem atburðarásin var í fyrsta sinn staðsett í hinum venjubundna veruleika, sakleysislegu úthverfi í smábæ. Curtis feiknagóð í aðalhlutverkinu sem hún endurtók þrisvar sinnum, fyrst 1980, svo 1998 og loks 2003. 4. Trading Places (1983). Tveir ósvífnir milljarða- mæringar víxla hlutverkum ríks uppskafnings og fátæks þrjótar til að sjá hvernig þeir muni reiða sig af. Frammistaða Curtis í hlutverki kjaftforu vændiskonunnar Opheliu færði henni meðal annars Bafta-verðlaun. Myndin vakti ekki síður athygli á öðrum leikara að nafni Eddie Murphy. 5. Prom Night (1980). Grímuklæddur morðingi hrellir hóp ungmenna, sem grunuð voru um að hafa borið ábyrgð á dauða lítillar stúlku nokkrum árum áður. Þótt myndin sjálf þyki kannski ekkert stórvirki, er hún í hávegum höfð hjá hrollvekju- unnendum og Curtis fín í hlutverki systur látnu stúlkunnar. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ����������������������� �������������������������������������������������� ��������������������������������������� ������������������������������� ������������� ������������������������������� �� � � � � �� � �� � � �� �� � � � �� � �� �������� �����������������������

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.