Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 8
8 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR ������ ���������������������������������������������������������������� ��������������������� �������� ��������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ���������� ������������ ������� ����� ��������������������� ���������� �������������������������������������������� ������������������������ ����������������������� ������������� ������������� ��������� ������������������������� ������������������������ ����������� �������������������������� ���������������� ����������������� ����������������������������������������������������� ���������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������������� ���������������� Framboð í forval VG á höfuðborgarsvæðinu vegna alþingiskosninga 2007 Auglýst er eftir framboðum í forval Vinstrihreyfi ngarinnar – græns framboðs vegna alþingiskosninga 2007 í kjördæm- unum Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjör- dæmi. Framboðsfrestur er til kl. 17.00 laugardaginn 11. nóvember 2006 og skulu tilkynningar um framboð berast skrifl ega fyrir þann tíma merktar sem hér segir Vinstrihreyfi ngin – græn framboð b.t. kjörstjórnar VG á höfuðborgarsvæðinu Pósthólf 175 121 Reykjavík Þeir sem vilja stinga upp á frambjóðanda geri það einnig skrifl ega til kjörstjórnar. Uppástungur þurfa að berast eigi síðar en 4. nóvember 2006 og mun kjörstjórn þá leita eftir samþykki þeirra sem bent hefur verið á. Uppástungum um frambjóðendur á að fylgja heimilisfang þeirra og símanúmer. Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu BANDARÍKIN, AP „Glæpir hans hafa þröngvað ævilangri fátækt upp á hundruð ef ekki þúsundir manna,“ sagði Sim Lake dómari við dóms- uppskurð sinn yfir Jeffrey Skill- ing, fyrrum framkvæmdastjóra Enron á mánudag. Skilling hlaut tuttugu og fjög- urra ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir aðild sína að víðtæku fjármálamisferli sem olli gjaldþroti Enron árið 2001. Þetta var einn harðasti dómur sem fallið hefur í hvítflibbaglæpa- máli í Bandaríkjunum. Enron var bandarískt orkufyrir- tæki með höfuðstöðvar í Houston, Texas. Fyrir gjaldþrotið störfuðu um 21 þúsund manns hjá fyrirtæk- inu, sem var eitt hið stærsta í heiminum á raforku-, gas-, pappírs- og fjarskiptamarkaðnum. Við gjaldþrotið misstu þúsundir manna vinnu sína auk eftirlaunaréttar síns, og fjárfestar töpuðu milljörð- um dollara. Skilling hefur staðfastlega haldið því fram að hann sé saklaus af öllum ákærum. Í dómssal bar hann því við að hann harmaði afdrif Enron, en þegar út var komið gætti lítils iðrunartóns þegar hann til- kynnti blaðamönnum ætlun sína um að áfrýja dómnum. „Ég trúi því að ég hljóti upp- reisn æru,“ sagði Skilling við blaðamenn. Skilling og Ken Lay, stofnandi Enron, voru í maí síðastliðnum fundnir sekir um innherjaviðskipti, fjár- og bókhaldssvik, að hafa leynt skuldum fyrirtækisins og ýkt hagnað þess. Lay lést hins vegar úr hjartasjúkdómi í sumar. Skilling, sem er 52 ára og þriggja barna faðir, mun þó væntan- lega ekki þurfa að sitja alla 292 mánuðina í varðhaldi. Enn er óvíst hvenær hann verður fluttur í fangelsi, en mælt hefur verið með því að hann sitji dóm sinn af sér í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Þar til er hann í stofufangelsi heima hjá sér, þar sem honum er gert að vera með rafstýrt ökkla- band sem á að koma í veg fyrir að hann fari úr húsi. Eftir að í fangelsið er komið, getur hann skorið 52 daga af hverju dæmdu ári með góðri hegð- un og ljúki hann áfengis- og geðheilsumeðferð, fellur eitt ár af dómnum. Eignir Skillings verða gerðar upptækar og eins er honum gert að greiða yfir átján milljónir dollara í bætur. smk@frettabladid.is Fær 24 ára fangelsi Fyrrverandi framkvæmdastjóri bandaríska orku- fyrirtækisins Enron hlýtur 24 ára fangelsisdóm fyrir fjársvikamál sem olli gjaldþroti fyrirtækisins. DÆMDUR MAÐUR Fyrrum framkvæmdastjóri Enron, Jeffrey Skilling, til hægri, mætti í lögreglufylgd í dómssal í Houston í Texas á mánudag, þegar hann var dæmdur í 24 ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir aðild sína að víðtæku fjármálamisferli sem olli gjaldþroti fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BAGDAD, AP Írakar hafa fallist á að gera nú fyrir árslok tímaáætlun um yfirtöku heimamanna á öryggismálum í landinu, að því er Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, fullyrti í gær. Jafnframt sagði Khalilzad að Bandaríkjamenn yrðu að efla starfsemi sína í Írak um helming til þess að geta náð árangri. Þetta sagði hann í Bagdad í gær á sameiginlegum blaðamannafundi með George Casey herforingja, sem er æðsti yfirmaður bandaríska heraflans í Afganistan. Casey sagðist á fundinum hafa trú á því að Írakar gætu innan hálfs annars árs tekið við öryggisgæslu í landinu. „Ég tel að það þurfi 12 til 18 mánuði í viðbót eða svo, þangað til írösku öryggissveitirnar verða fullfærar um að að taka að sér ábyrgð á eigin öryggismálum,“ sagði Casey á fundinum í gær. Ofbeldi fer jafnt og þétt vaxandi í Írak. Nú í þessum mánuði hefur til dæmis mannfall meðal bandarískra hermanna verið meira en nokkru sinni. - gb CASEY OG KHALILZAD Yfirmaður bandaríska herliðsins í Írak og sendiherra Bandaríkjanna í Írak héldu sameiginlegan blaðamannafund í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríkjamenn segjast bjartsýnir á að Írakar taki brátt við öryggismálum í Írak: Hálft annað ár ætti að duga FERÐAMENN Erlendum ferðamönn- um fjölgaði um 14,5 prósent í nýliðnum september- mánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í talningu Ferðamála- stofu í Leifsstöð. Fyrstu níu mánuði ársins fóru rúmlega 325 þúsund erlendir ferða- menn um flugstöðina en á sama tímabili í fyrra voru þeir rúmlega 303 þúsund og nemur aukningin því 7,2 prósentum. Flestir ferðamenn koma frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Danmörku en mest er fjölgun ferðamanna frá Norðurlöndunum og Bretlandi. - hs Fjölgun erlendra ferðamanna: Fleiri ferða- menn í ár FERÐAMENN Ferða- mönnum frá Norður- löndunum og Bretlandi fjölgar mest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.