Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stjórnendur Baugs Group eru sagðir vera að undirbúa yfir- tökutilboð í bresku herrafatakeðj- una Moss Bros samkvæmt frétt Retail Week. Þetta munu þeir gera í samvinnu við Tom Hunter og Kevin Stanford. Moss Bros er sem kunnugt er að stærstum hluta í eigu Unity Investments, fjárfestingafélags í eigu Baugs, FL Group og Stanfords. Hlutur Unity er um 29 prósent. Gunnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Baugi, segir að fréttin sé byggð á getgátum einum og ekkert yfirtökutilboð sé í smíðum. Áður hefur komið fram að stjórnendur Baugs vilja ganga frá yfirtökunni á House of Fraser (HoF) áður en ráðist verð- ur í næstu stórverkefni. Samkvæmt frétt blaðsins er hugmyndin sú að gera Moss Bros að eins konar Mosaic Fashions herrafatanna þannig að keðjan verði regnhlíf yfir fleiri herra- fatakeðjur. Mosaic var lítið fyrirtæki eins og Moss sem óx, meðal annars með yfirtökum, upp í stórfyrirtæki sem er metið á fimmtíu milljarða króna. Moss er verðlagt á tæpa níu milljarða króna. Þar sem Unity er stærsti hlut- hafinn í Moss ætti það ekki að eiga í vandræðum með að ráðast í yfirtöku í samvinnu við stjórn- endur félagsins kjósi menn að fara út í þá sálma. Moss Bros hefur átt undir högg að sækja líkt og margar tískuverslunarkeðjur í Bretlandi og skilaði slöppu milliuppgjöri. Félagið, sem er þriðji stærsti smásalinn í sölu á jakkafötum á eftir Marks & Spencer og Burton, skilaði helmingi minni hagnaði fyrir skatta á fyrri hluta ársins en á sama tímabili árið 2005. Alls nam hagnaður eitt hundrað millj- ónum króna. 25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R ÞRIÐJA STÆRSTA HERRAFATAKEÐJAN Baugur er sagður vilja kaupa Moss Bros til að búa til nýtt Mosaic Fashions á sviði herrafatnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/MOSS BROS PLC. Baugur hafnar orðrómi um yfirtöku á Moss Bros Hugmyndin er að búa til Mosaic Fashions á sviði herrafatn- aðar samkvæmt frétt Retail Week. Framboð af fiski jókst nokkuð á milli vikna á fiskmörkuðum í síð- ustu viku og fékkst nokkuð hátt meðalverð fyrir hvert kíló eða 158,80 krónur á kíló fyrir 1.642 tonn af fiski. Til samanburðar var mjög lítið framboð í síðustu viku enda seldust einungis 1.200 tonn af fiski á markaðnum. En meðalverðið var mjög hátt eða 166,25 krónur og hafði sjaldan verið hærra. Líkt og fyrri vikur var ýsa söluhæsta tegundin. Meðalverð fyrir slægða ýsu var 167,54 krón- ur á kíló sem er 4,71 krónu minna en í síðustu viku. Þá var þorskur sem fyrr í öðru sæti en kílóið af slægðum fiski fór á 251,93 krónur sem er 9,23 króna hækkun á milli vikna. - jab FISKUR Í KARI Þorskur var í síðustu viku sem fyrri vikur annar söluhæsti fiskurinn á mörkuðum. MARKAÐURINN/VILHELM Ýsan í fyrsta sæti Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador kemur hingað til lands 1. nóv- ember og verður hér í fjóra daga. Í nefndinni eru um 40 manns frá 14 fyrirtækjum sem sækja Ísland heim í því augna- miði að koma á viðskiptasam- böndum við íslensk fyrirtæki, auk þess að kynna sér íslenska sögu og menningu. Í nefndinni eru fulltrúar frá fyrirtækjum á sviði fata- og skartgripahönnunar, bifreiða- varahluta, auglýsinga- og mark- aðsmála, prjónaiðnaðar og bóka- útgáfu, svo eitthvað sé nefnt. Í fréttatilkynningu um heim- sóknina segir að undirtektir íslenskra fyrirtækja hafi þegar verið mjög góðar og virðist ljóst af viðbrögðunum að áhugi er á auknum viðskiptum við þennan heimshluta. - jab ST. JOHN Á NÝFUNDNALANDI Viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador kemur hingað í nóvember til að koma á viðskiptasamböndum við fyrirtæki. Viðskiptanefnd leitar tækifæra hér Avion Group hefur verið valið annað framsæknasta fyrir- tæki Evrópu á lista Europe’s Entrepreneurs for Growth og heldur öðru sætinu á Europe’s 500 listanum yfir mest vaxandi og atvinnuskapandi fyrirtæki í Evrópu annað árið í röð. Kögun er í 7. sæti, Össur í 67. sæti en Creditinfo Group Ltd. í því 81. Þá er TM Software í 122. sæti listans. Í niðurstöðunum sem birtar voru í gær kemur fram að með- alstór fyrirtæki eru leiðandi í atvinnuaukningu í Evrópu og hafa skapað 150.000 ný störf í Evrópu á undanförnum þremur árum. Íslensku fyrirtækin fimm sköpuðu 5.947 ný störf á tíma- bilinu frá 31. desember 2002 til sama dags þremur árum síðar og mældist árleg aukning 72 pró- sent sem er um fimmfalt meðal- tal í Evrópu. Avion fjölgaði starfsmönnum úr 672 í 4500 á þessu þriggja ára tímabili og nemur aukningin um 570 prósentum. Aukningin nam 916 prósentum hjá Kögun en var minni hjá hinum fyrirtækjunum þremur. Í fréttatilkynningu frá Avion Group er haft eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni félagsins, að valið sé mikill heið- ur fyrir félagið og staðfesting á því öfluga starfi sem Avion Group hafi unnið undanfarin misseri. - jab STJÓRNARFORMAÐUR AVION GROUP Avion Group er í 2. sæti á lista tímaritsins Europe’s 500 yfir mest vaxandi og atvinnu- skapandi fyrirtæki í Evrópu. MARKAÐURINN/STEFÁN Avion Group skapar mikla atvinnu ���������������������������������������������������������� ������������������� ������������������������������ �������������������������������������� ������������������������������������ ������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������ ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������� �������������������������������������������������������� ����� ���������������������������������������������� ���������� ���������������� ���������� �������������� ������������������� ������������������� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 5 4 1 Seðlabankinn tekur ákvörðun um stýri- vexti á fimmtudag í næstu viku. Vextirnir eru nú 14 prósent. G r e i n i n g a r d e i l d Glitnis telur mestar líkur á að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum en segir þó ekki loku fyrir það skotið að vextir verði hækkaðir um 25 punkta. Gerist það fara stýrivextir í 14,25 prósent. Deildin segir í Morgunkorni sínu í gær að færa megi rök fyrir óbreyttum vöxtum. Gengi krón- unnar hafi hækkað töluvert, verðbólgu- horfur batnað og verðbólguálag á fjár- málamarkaði dregist snarlega saman. Þá hefur íbúðaverð staðnað á síð- ustu mánuðum, að sögn deildar- innar. - jab Útiloka ekki vaxtahækkun SEÐLABANKI ÍSLANDS Bankinn tekur ákvörðun um stýrivexti í næstu viku. Glitnir segir mestar líkur á óbreytt- um vöxtum. MARKAÐURINN/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.