Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 26
[ ] Í fréttum er þetta helst NÝTT FRÉTTABRÉF LEIÐSÖGUMANNA ER KOMIÐ ÚT. Lýsing á hvalaskoðunarferð með leiðsögu- mönnum Eldingar, umfjöllun um Vatnajök- ulsþjóðgarð, stærsta þjóðgarð Evrópu, og grein um vaxandi umsvif skemmtiferðar- skipa við Ísland er meðal efnis í nýútkomnu fréttabréfi leiðsögumanna. Þar er líka fjallað um aukið ferðafrelsi Kínverja og tollalækk- un fyrir ferðaþjónustu. Leiðsögumenn eru nokkuð uppteknir af hvalnum eins og fleiri og því er lýst í bréfinu að fjöldinn sem hafi farið í hvalaskoðunarferðir með Hafsúl- unni hafi slegið öll met í sumar. Ritstjóri fréttabréfsins er Stefán Helgi Valsson. British Airways býður við- skiptavinum sínum að vega upp á móti þeirri mengun sem skapast af ferðalagi þeirra með fjárframlagi. British Airways hefur skuldbundið sig til að vinna að leiðum til að draga úr mengun eins og kostur er á öllum sviðum starfsemi sinnar. British Airways er eina flugfélagið sem býður viðskiptavinum sínum að vega upp á móti þeirri mengun sem hlýst af ferðalagi þeirra með flugfélaginu með því að leggja ákveðna upphæð í sjóð sem varið er í aðgerðir gegn mengun. Það gera viðskiptavinir með því að smella á sérstakan flýtihnapp á vefsetri félagsins, reikna mengunina sem hlýst af ferðalaginu og greiða sam- svarandi upphæð til aðgerða gegn mengun. British Airways er einn kostun- araðila ráðstefnu Samtaka alþjóð- legra stjórnenda í ferðaiðnaði, ACTE (Association of Corporate Travel Executives), sem fram fór í Barcelona um síðustu helgi. Á ráð- stefnunni voru ræddar hugsanleg- ar leiðir sem ferðaiðnaðurinn getur tileinkað sér til að draga úr áhrifum iðnaðarins á loftslagsbreytingar. Í tengslum við ráðstefnu ACTE á Spáni voru ráðstefnugestir hvatt- ir til að velja þau farartæki til og frá flugvellinum sem menga minnst og ganga til þeirra fyrir- lestra sem þeir ætluðu að sækja. - jóa Borgað fyrir mengun British Airways vinnur að leiðum til að draga úr mengun á sviðum starfsemi sinnar. Helgarferðir í sumarbústaði eru vinsælar á haustmánuðum. Pakkið í ferðatöskuna kvöldið áður, þá er allt tilbúið þegar vinnudeginum lýkur daginn eftir og hægt að halda strax af stað. Helgi Pétursson og fjölskylda fóru í heldur óvanalega ferð fyrr í haust. Fjölskyldan leigði sér bát og sigldi í viku á skipa- skurðum í Suður-Frakklandi. „Þetta er einstaklega skemmti- legur ferðamáti og sérlega hent- ugur fyrir fjölskyldur og vina- hópa,“ segir Helgi Pétursson. Hann fór ásamt konu sinni, Birnu Pálsdóttur, bróður sínum, frænda og eiginkonum þeirra til Suður- Frakklands fyrr í haust. Þar leigði fjölskyldan sér bát og sigldi um í viku á skipaskurðinum Canal du Midi. „Við vorum á ferðinni í fyrstu vikunni í september þegar enn var verulega heitt yfir daginn,“ segir Helgi. „Þetta var allt mjög áreynslulaust. Við dóluðum í gegnum vínakra og frönsk smá- þorp í blíðunni.“ Ferðafélagarnir leigðu bátinn af fyrirtækinu Crown Blue Line, sem sérhæfir sig í útleigu af þessu tagi og býður báta til leigu í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Bretlandi og Írlandi. Báturinn sem þau leigðu var 42 feta langur með þremur káetum, hver um sig með snyrtingu og sturtu. „Í bátn- um var allt til alls. Í raun mætir maður bara með fötin í töskunni, allt annað fylgir bátnum, rúmföt, handklæði og allt slíkt.“ Báturinn var afhentur í bænum Castelnaudary, skammt vestan við Carcassonne. Á einni viku sigldu þau til bæjarins Port Cassafieres sem stendur við strendur Miðjarðarhafsins. „Við flugum frá Stansted til Carcassonne og svo til baka frá Montpellier,“ segir Helgi. „Þetta gekk allt snurðulaust fyrir sig með Ryanair og allt bókuðum við þetta og greiddum á Netinu. Við meira að segja pöntuðum borð á litlum frönskum sveitaveitinga- stað og allt stóð eins og stafur á bók. Við erum nú ekki mikið frönskufólk en alls staðar var fólk boðið og búið að aðstoða okkur og þjónustan lipur og þægi- leg.“ Hópurinn sigldi bátnum sjálf- ur eftir stutta yfirferð á helstu atriðum. „Þetta er mjög einfalt,“ segir Helgi. „Báturinn gengur ekki nema um sex til sjö mílur sem er ósköp fínt, hægt er að stýra bæði niðri og ofan á stýris- húsinu, sem við gerðum nú mest, enda veðrið til þess. Eitt okkar var við stýrið, hin sáu um að halda við bátinn í skipastigum eða hvíldu sig undir sólhlífinni. Mig minnir það hafi verið bróðir Ísleifur sem sagði, eftir að við vorum komin í gegnum fyrsta skipastigann, að nú lægi ekkert annað fyrir en að skila bátnum eftir sjö daga. Hann hitti naglann á höfuðið, enda var stressið í lág- marki. Við höfðum allt til alls, gátum lagt að hvar sem er, hve- nær sem er og næturstaður val- inn eftir hendinni eftir því hvar við vorum staðsett.“ Helgi og skipsfélagar sigldu á Canal du Midi sem er elsti skipa- skurður Evrópu. Canal du Midi var grafinn fyrir um þrjú hundruð árum til þess að opna flutningaleið án þess að þurfa að sigla fyrir Pýr- enea-skagann. „Þetta er mjög fal- leg leið, margir skipastigar og einn þeirra meira að segja sjö hæða,“ segir Helgi. Hann segir ekki flókið að sigla stigana, oftast hefðu þrír til fjórir bátar haft sam- flot inn í hólfin. Síðan hefðu tveir úr áhöfninni haldið í til þess að báturinn rækist ekki í aðra báta eða veggi og stokkið um borð þegar lokar á hólfunum opnuðust og haldið var áfram. Helgi segir að skipaskurðirnir séu aldagamlar flutningaleiðir, sem enn séu notaðar. „Oftast hátt- ar því þannig til að torgin í þorp- unum snúa niður að skipaskurðin- um, vínverksmiðjan, bakaríið og slátrarinn,“ segir Helgi. „Því má segja að maður geti búið í mið- bænum á hverjum stað.“ Á þessum vikutíma sigldi hóp- urinn að jafnaði um fjóra til fimm tíma á dag, en þau stöldruðu einn- ig í kastalaborginni Carcassonne sem er að stofni til frá árinu 1130 og er á heimsminjaskrá UNESCO. „Annars voru þetta falleg lítil sveitaþorp, kaffihús og veitinga- hús á bakkanum, fólk á gangi eða að veiða og svo brugðum við okkur af og til í heimsóknir í vín- gerðir héraðanna. Í einu þeirra sáum við risatunnur sem tóku um 48 þúsund lítra af víni hver. Mikil vínrækt er auðvitað á þessum slóðum og gaman að smakka vín fram smáum framleiðendum. Þau voru sum hver mjög góð og sér- valin,“ segir Helgi. „Þetta er sérlega skemmtileg- ur ferðamáti fyrir fjölskyldur og vinahópa,“ segir Helgi. „Allir hafa eitthvað fyrir stafni, menn spá í umhverfið og kennileiti. Það þarf að gæta að þegar siglt er í skipastigana og huga að annarri umferð báta. Það myndast skemmtileg stemming á kvöldin þegar nokkrir bátar liggja saman við bryggju þar sem fólk frá öllum heimshornum lætur sér líða vel og spjallar saman.“ Hvað kostnað varðar segir Helgi að það fari auðvitað eftir stærð bátsins, en hann segir að þessi ferðamáti sé svo sannarlega ekki dýrari en flug og bíll og auð- vitað allt annars eðlis. Þetta sé fyrst og fremst mjög afslappandi og öðru vísi ferðalag og þeirra ferð hafi svo sannarlega verið ógleymanleg. Siglt á skipaskurði Á leið í gegnum skipastiga. Tveir úr áhöfninni halda við bátinn og gæta þess að hann rekist ekki á aðra báta. Aðstaða til að leggja að er víða mjög góð á skipaskurðinum. Bátur íslensku ferðafé- laganna fyrir miðri mynd. Helgi þótti vel geymdur í eldhúsinu. Hér er hann að elda kjúklingabringur í rjómasósu með vínberjum og skinku handa ferðafélögum sínum. Siglt á Canal du Midi. Vika á Spáni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Hér fylgja vefslóðir fyrir þá sem vilja kynna sér frekar þennan óvanalega ferðamáta. www.crownblueline.com www.canaldumidi.com www.canaldumidi.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.