Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 6
6 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN Er skóladagur barna of langur? Já 59,4% Nei 40,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Viltu aðskilnað ríkis og kirkju? Segðu skoðun þína á visir.is SJÁVARÚTVEGUR Góð síldveiði kætir Eyjamenn þessa dagana. Vinnslu- stöðin hefur verið með bátana Gull- berg og Sighvat Bjarnason úti í eina átta daga og hafa þeir landað um 2000 tonnum. Ísfélagið byrjaði að flokka um 300 tonn í gærmorgun úr sinni fyrstu ferð á miðin. Síldin er „hefðbundin Suðurlandssíld“ um 200–240 grömm og megnið, eða þrír fjórðu aflans, er ætlað til manneldis. Ætla má að milli hundrað og hundr- að og fimmtíu manns hafi atvinnu af síldinni þessa dagana í Eyjum. Síldin heldur sig austur og suður með eyjunum og svo skammt undan að annað eins hefur ekki sést lengi. Þór Vilhjálmsson starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar segir muna geysilega miklu að geta sótt síldina á hálftíma- til klukkutíma stími, en norðaustan bræla hefur hamlað veiðum á Austurmiðum. „Við höfum þurft að sækja þetta austur á land síðustu ár, en það er mjög gott að hafa þetta hérna við bæjardyrnar. Það er stanslaus veiði.“ Eyjamenn bíða þó enn færis að komast austur í stærri síld, því eftirspurn eftir millisíld er tregari en hún var í fyrra. Aukið framboð á síld frá Noregi hefur þrýst verðlagi á millisíld niður og er það áhyggju- efni margra. Einn sölumaður gekk svo langt í samtali við Fréttablaðið að kalla sölusamningana í ár „ósam- bærilega“ við þá sem fengust í fyrra. En það er enginn barlómur í Teiti Gylfasyni, forstöðumanni hjá Iceland Seafood. Hann telur að markaðirnir séu nægilega stórir til að taka við auknu framboði. „Það er ljóst að aukin samkeppni er fram- undan. Verðið í haust hefur verið ágætt, þótt það sé aðeins lægra en í fyrra. En það er engin ástæða til að vera með hrakspár í upphafi ver- tíðar. Menn verða bara að taka þetta frá degi til dags. Við gefum okkur aldrei að verð lækki fyrir- fram.“ Björn Brimar, framleiðslu- stjóri Ísfélagsins, telur einnig lík- legt að síldin seljist þokkalega, enda komi síldin sem nú veiðist í Eyjum afar fersk á markað. klemens@frettablaðið.is Stanslaus síldveiði við Vestmannaeyjar Mokveiði er af millisíld við Vestmannaeyjar. Tæpt klukkutíma stím á miðin. Vinnslustöðin landaði 2000 tonnum á átta dögum. Sölusamningar eru hins vegar ekki sambærilegir við þá sem voru í fyrra, vegna framboðs frá Noregi. ANTARES KOMINN Í HÖFN Skip Ísfélagsins kom með þrjú hundruð tonn að landi í gærmorgun. Tvö skip frá Vinnslustöðinni hafa einnig verið á síldarveiðum og veitt vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON BAUGSMÁL Íslensk lögregluyfir- völd eru sögð hafa óskað eftir aðstoð hjá lögregluyfirvöldum í Lúxemborg á fölskum forsendum við rannsókn Baugsmálsins. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf., lagði fram við yfir- heyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í gær. Embætti ríkislögreglustjóra óskaði eftir aðstoð við rannsókn á meintum brotum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jóns- sonar. Í beiðni Ríkislögreglustjóra til lögregluyfirvalda í Lúxemborg voru þeir sagðir grunaðir um fjár- drátt, fjársvik, innherjasvik og peningþvætti í tengslum við við- skipti við Kaup- thing Luxem- bourg. Í bréfi Jóns Ásgeirs, sem stíl- að er á Jón H. B. Snorrason, yfir- mann efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra, er látið að því liggja að lögreglu- yfirvöld í Lúxemborg hafi aðeins heimilað afhendingu tiltekinna gagna á þeim forsendum að þau tengdust rannsókn á brotum sem tiltekin voru í beiðni Ríkislög- reglustjóra. Gögnin hafi síðan, á seinni stigum málsins, verið notuð í öðrum tilgangi en heimildir lögregluyfirvalda í Lúxemborg gáfu tilefni til. Jón Ásgeir var í gær yfirheyrð- ur vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum er tengjast Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. og Baugi Group hf. en rannsóknin byggir á kæru sem barst frá skatt- rannsóknarstjóra til Ríkislög- reglustjóra í nóvember 2004. Ekki náðist í Jón H. B. Snorra- son í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - mh Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var yfirheyrður hjá Ríkislögreglustjóra: Aðstoð á fölskum forsendum JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON MENNTAMÁL Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að allir geti verið sammála um að spurningar um skilgreiningu á því hvað sé hófdrykkja og hvað ekki og aðrar spurningar sem tengist áfengisneyslu eigi ekki erindi inn í próf hjá níu ára börnum. „Mér vitandi hafa engar kvartanir borist ráðuneytinu,“ segir hann, „en ráðherra hefur haft frumkvæði að því að þetta mál verði tekið upp við Námsmatsstofnun og fengnar skýringar á því.“ Fréttablaðið greinir frá því á forsíðu í dag að á samræmdu prófi fjórðubekkinga í íslensku sé saga um hagamús sem fer í jólaboð til húsamúsar, drekkur þar áfengt jólaöl og verður „kát og fjörug“ og fer að „hoppa og dansa“ og tísta. Á prófinu eru börnin spurð að því hvað það merki að drekka hóflega, hvort það þýði að drekka heldur mikið, drekka mátulega mikið eða drekka næstum ekki neitt. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það hljóma afar undarlega að börn séu látin lesa um fyllerí músa í samræmdu prófunum og síðan spurð að því hvað það merki að drekka hóflega. „Þetta hljómar afar sérkennilega,“ segir hann. Sagan um húsamúsina og hagamúsina heitir Heimboð músanna og er frá árinu 1972. Hún er úr bókinni Sólhvörf - bók handa börnum eftir Oddnýju Guðmundsdóttur. - ghs Aðstoðarmaður menntamálaráðherra um „hóflega“ drykkju á prófi hjá börnum: Ráðuneytið fær skýringar MÝS DREKKA ÁFENGT JÓLAÖL Á íslenskuprófi fyrir fjórðu- bekkinga er saga um mýs sem drekka áfengt jólaöl og verður önnur þeirra „kát og fjörug“ þegar hún finnur fyrir áhrifunum. Á prófinu, sem gengur út á lesskilning, eru börnin spurð hvað það þýðir að drekka hóflega. 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið „Gott að hafa þetta hérna við bæjardyrnar.“ ÞÓR VILHJÁLMSSON HJÁ VINNSLUSTÖÐINNI. STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.