Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli
Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG:
ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l
jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12
S K O Ð U N
Á síðasta áratug hafa fyrirtæki
víða um heim hafið mælingar
á þekkingarverðmætum sínum.
Þekkingarverðmæti eru þau
verðmæti sem ekki koma fram í
hefðbundnum ársreikningum fyr-
irtækja svo sem hæft starfsfólk,
rannsóknir, netsamstarf, tengsl
og hugverk.
Talið er að sænska fyrirtækið
Skandia hafi rutt brautina með
að meta þekkingarverðmæti fyr-
irtækja. Árið 1994 birti Skandia
með ársreikningi sínum viðauka
um þekkingarverðmæti. Mat fyr-
irtækja á eigin verðmætum hefur
hingað til mest verið byggt á
skráningu hefðbundins bókhalds,
en þegar um óáþreifanlegar eign-
ir er að ræða dugar þessi skráning
skammt. Mikill munur getur verið
á bókfærðu virði og markaðs-
virði fyrirtækja og sérfræðingar
telja að markaðsvirði felist meðal
annars í óáþreifanlegum eignum
eins og færni einstaklinga, innra
og ytra skipulagi ásamt eigin fé.
Óáþreifanlegar eignir hafa geng-
ið undir heitinu þekkingarverð-
mæti eða Intellectual Capital.
Þau verðmæti eru talin ómissandi
í þekkingarfyrirtækjum og verða
æ mikilvægari í öllum tegundum
fyrirtækja. Sífellt fleiri fyrirtæki
eru farin að meta þekkingarverð-
mæti sín og margir telja að slíkar
skýrslur verði jafn mikilvægar í
framtíðinni og ársreikningar eru
í dag.
Miklar breytingar hafa átt
sér stað á mælingu þekkingar-
verðmæta frá árinu 1982. Sænski
prófessorinn Göran Ross, höf-
undur bókarinnar Managing
Intellectual Capital in Practice,
hefur bent á að þróunin undan-
farin ár hafi verið frá því að
líta á fjármagn sem meginauðlind
fyrirtækja yfir í að líta á þekk-
ingarverðmæti sem mikilvæg-
ustu auðlindina. Hann bendir á
rannsóknir sem sýna að árið 1982
hafi 62 prósent eigna fyrirtækja
verið metin út frá fjárhagslegum
mælikvörðum og 38 prósent hafi
legið í þekkingarverðmætum.
Hins vegar hafi þetta breyst og
árið 2000 hafi aðeins 20 prósent
verðmæta fyrirtækja legið í fjár-
hagslegum mæli-
kvörðum þeirra
en 80 prósent
legið í þekking-
arverðmætum
og væntingum
fjárfesta.
Sif Sigfúsdóttir
MA í mannauðs-
stjórnun
Verðmætir
starfsmenn
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Málshátturinn, eins dauði er annars brauð, er tamur þjóðinni, enda
erum við að uppruna veiðimenn og bændur. Merking málsháttarins
tekur á sig ýmsar myndir í umræðunni.
Þannig var lengi vel talsverður kór sem hrópaði hátt þegar
fyrirtæki skiluðu góðum hagnaði. Ofsagróði og okur var þá gjarn-
an nærtækustu hugtökin og sprottin af bjargfastri trú á þennan
ágæta málshátt, reyndar viðsnúnum. Hugmyndin til grundvallar
upphrópunum er þá að eins brauð sé á einhvern hátt annars dauði.
Ekki verður dregin önnur ályktun að slíkri röksemdafærslu en að
hugmyndin liggi í því að grunnstærð verðmæta sé á einhvern hátt
óbreytanleg. Það er nauðsynleg forsenda ef menn ætla að komast
að þeirri niðurstöðu að gróði eins sé ávallt á kostnað annars.
Nýverið birtist röksemdafærsla sem virðist byggjast á svipaðri
forsendu. Sú ályktun var dregin upp þegar niðurstaða dómkvaddra
matsmanna vegna samráðs olíufélaganna var á þá lund að þau
hefðu ekki hagnast á samráðinu, eða í það minnsta minna en
samkeppnisyfirvöld hafa haldið fram.
Af þessu var svo dregin sú ályktun að
hér væri komin sönnun fyrir óverulegu
tjóni neytenda af samráðinu.
Þessi röksemdafærsla heldur ekki
vatni fremur en sá þráláti misskilning-
ur nokkurra stjórnmálamanna að eins
gróði sé ávallt annars tap. Það hlálega
er að sennilega neyddust þeir sem svo
tortryggja gróðann að fallast á röksemd
olíufélaganna, þar sem grunnforsendan
er sameiginleg. Það er eftir þeirri ein-
földu reglu rökfræðinnar að ef menn
fallast á forsendur og rökfærsla er
gild, þá neyðast menn til að falla á nið-
urstöðuna.
Vandinn er sá að forsendan er röng.
Kakan er ekki óbreytanleg. Það kann
vel að vera að olíufélögin hafi ekki
hagnast á samráði, það þýðir hins vegar
ekki að neytendur hafi ekki tapað á
því. Samkeppni knýr menn til að leita
nýrra leiða. Þannig er líklegt að í hörðu
samkeppnisumhverfi leiti menn allra leiða til að hagræða í rekstri
og skapa sér ný sóknarfæri með ýmiss konar vöru og þjónustu
sem þeir geta selt. Ef samkeppnisumhverfi er eðlilegt, þá njóta
bæði fyrirtækin og viðskiptavinirnir hagsaukans af stjórnvísi í
fyrirtækjunum.
Það er því fyllilega gilt sjónarmið að neytendur hafi orðið fyrir
skaða af samráði vegna þess að samráðið frestaði hagræðingu og
skilvirkni í rekstri fyrirtækjanna. Þá gildir einu hvort fyrirtækin
sjálf högnuðust eða ekki. Olíumálið á að verða lærdómsferli. Að
hluta til má rekja málið til ákveðins tíðaranda, þar sem ríkið ákvað
verð á vöru á þjónustu. Sú miðstýring er einnig til þess fallin að
hafa af neytendum hagræði í rekstri fyrirtækjanna. Það eru enn
svæði í íslensku viðskiptalífi sem lúta slíkri miðstýringu og slíkt
tefur framþróun og hagræðingu af nákvæmlega sömu ástæðu og
samráðið. Niðurstaðan er líka sú sama; neytendur borga.
Tap neytenda af samkeppnismisnotkun er óháð því
hvort fyrirtækin græða á því.
Dauði, brauð og
stærð kökunnar
Hafliði Helgason
Nútíma viðskiptaumhverfi þar
sem samkeppni verður sífellt
harðari krefst þess að mannauð-
ur fyrirtækja nýtist til fulls. Sá
kraftur og frumkvæði sem býr
í starfsfólkinu gegnir í flestum
tilvikum lykilhlutverki við sköp-
un verðmæta – hvort heldur sem
er í sprotafyrirtækjum eða hefð-
bundnum atvinnugreinum. Til
að viðhalda þessum krafti verða
fyrirtæki að hugsa sem best um
starfsfólk sitt og leggja metnað í
að halda vel utan um allar starfs-
mannaupplýsingar. Sú vinna sem
lögð er í þessa skipulagningu og
stjórnun mannauðs skilar fyrir-
tækjum verulegum ábata sé rétt
á málum haldið.
„HANDAVINNAN“ MINNKUÐ
En nauðsynleg, hefðbundin
umsýsla og utanumhald er ávallt
tímafrek fyrir þá sem sinna
starfsmönnum fyrirtækja. Hver
kannast ekki við tímann sem
fer í útreikning vinnustunda,
fjarvista, launavinnslu, orlofs-
útreikninga og upplýsingagjöf
varðandi þessi atriði, svo nokkuð
sé nefnt? Rannsóknir benda til
að tveir þriðju hlutar heildar-
vinnutíma mannauðsstjórnenda
fari gjarnan í umsýslu af þessu
tagi. Það er því eftir töluverðu að
slægjast fyrir framsýn fyrirtæki
ef hægt er að minnka þann tíma
sem fer í reglubundin skyldu-
verk og „handavinnu“ og auka í
staðinn þann tíma sem varið er
til stjórnunar mannauðs í takt við
kröfur viðskiptavina og mark-
aða.
Upplýsingakerfi taka í vax-
andi mæli mið af þessari þróun
og bjóða upp á samþættingu
mannauðsupplýsinga við önnur
gögn fyrirtækisins. Með hagnýt-
ingu upplýsingakerfa á þessu
sviði má minnka stórlega þann
tíma sem verja þarf í umsýsluna.
Aukin sjálfvirkni og möguleik-
ar á að starfsmenn jafnt sem
stjórnendur geti nálgast grunn-
upplýsingar og breytt þeim gegn-
um vefviðmót létta mikið undir.
Fyrir vikið sparast mikill tími í
mannauðsdeildum, tími sem nýta
má til verka sem skapa meira
virði fyrir fyrirtækin.
ÞARFAGREINING MIKILVÆG
Mannauðskerfi eru í boði hjá
ýmsum þjónustuaðilum hérlend-
is, t.d. AppliCon, H-Launum,
Landsteinum og Skýrr, svo
nokkur fyrirtæki séu nefnd.
Mikilvægast er að huga vel
að umfangi og þarfagreiningu
þegar mannauðskerfi er valið.
Fyrirtæki með fjölbreytta
alþjóðlega starfsemi þurfa t.d.
annars konar kerfi en smærri
fyrirtæki sem starfa eingöngu á
heimamarkaði.
Starfsemi Nýherja og dótt-
urfélaga erlendis sem hérlendis
gerir miklar kröfur til mannauðs-
kerfis fyrirtækisins. Nýherji
notar kerfi frá AppliCon þar sem
haldið er utan um allar grunn-
upplýsingar starfsmannsins,
menntun hans og þjálfun auk
þess sem fullkomið launakerfi
er samtengt mannauðskerfinu.
Jafnframt býður ráðningar-
kerfi upp á vefviðmót þar sem
umsækjendur geta slegið inn
upplýsingar og sent inn gögn.
Öll eru kerfin samtengd öðrum
upplýsingakerfum fyrirtækisins
og spara því einnig tíma í öðrum
deildum. Góðar aðgangsstýringar
auðvelda yfirmönnum aðgengi að
réttum upplýsingum, hvort held-
ur að grunngögnum starfsmanna
eða að handhægum skýrslum um
mannauð fyrirtækisins.
BETRI YFIRSÝN OG AUKIÐ HAG-
RÆÐI
Mín reynsla af notkun mannauðs-
kerfis frá AppliCon við störf mín
hjá Nýherja er að tímasparnað-
ur er verulegur og mikilvægar
upplýsingar sem erfitt væri að
nálgast eru mun aðgengilegri.
Starfsmannastjórinn hefur því
mun betri yfirsýn yfir verksvið
sitt sé slíkt kerfi notað. Jafnframt
hefur hann rýmri tíma til að
vinna að arðbærum verkefnum
vegna þess að mun stærri hluti
hinnar hefðbundnu „handavinnu“
vinnst nú sjálfvirkt í kerfinu.
Þannig eykur mannauðskerfið
ekki einungis hagræði innan fyr-
irtækisins heldur getur það bætt
framlegð þeirra sem vinna við
starfsmannastjórnina. Vissulega
eru aðstæður mismunandi milli
fyrirtækja og taka þarf tillit til
mismunandi þarfa og aðstæðna
hverju sinni en engu að síður er
ljóst að víða er sóknarfæri hvað
varðar nýtingu upplýsingatækn-
innar við stjórnun mannauðs í
íslenskum fyrirtækjum.
Öflugri mannauðsstjórnun
nauðsynleg fyrir nútímafyrirtæki
Það er því fyllilega
gilt sjónarmið að
neytendur hafi orðið
fyrir skaða af sam-
ráði vegna þess að
samráðið frestaði
hagræðingu og skil-
virkni í rekstri fyrir-
tækjanna. Þá gildir
einu hvort fyrirtækin
sjálf högnuðust eða
ekki. Olíumálið á að
verða lærdómsferli.
Sturla Jóhann
Hreinsson
starfsmannastjóri
Nýherja, AppliCon
og stundakennari
við HR.
O R Ð Í B E L G