Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 62
 25. október 2006 MIÐVIKUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1917 Bolsévikar undir stjórn Leníns ná völdum í Rússlandi. 1955 The Tappan Company kynnir örbylgjuofninn til sögunnar. 1962 Adlai Stevenson, sendiherra Bandaríkjanna, sýnir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ljósmyndir sem sanna tilvist sovéskra eldflaugaskotpalla á Kúbu. 1962 Bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. 1983 Bandarískir hermenn ráðast inn í Grenada í kjölfar stjórnmálaumbrota í landinu. Breska skáldið Geoffrey Chaucer lést á þessum degi árið 1400, 57 ára að aldri. Chaucer hefur verið kallaður faðir enskra bókmennta, því hann kaus að skrifa á ensku frekar en á frönsku eða latínu, eins og siður lærðra manna var á þeim tíma. Eftir hann liggja mörg verk en þekktastur er hann fyrir Kantaraborgarsögur, sem hann náði ekki að ljúka við áður en hann lést. Chaucer fæddist líklega í London árið 1343, þótt nákvæm dag- eða staðsetning liggi ekki fyrir. Faðir hans var kaupmaður en lítið er vitað um æskuár skáldsins. Í upphafi hundrað ára stríðsins fór hann með hernum til Frakklands og var tekinn til fanga árið 1360. Honum var sleppt ári síðar en lítið er vitað um afdrif hans næstu árin. Árið 1366 gekk hann hins vegar í hjónaband og ári síðar fékk hann inni sem hirðmaður konungs. Í þjónustu konungs ferðaðist hann mikið, meðal annars til Flórens þar sem hann kynntist ítölskum kveðskap, sem hann studdist við í eigin kvæða- gerð. Talið er að Chaucer hafi verið kominn til einhvers konar metorða sem skáld árið 1374, þegar Játvarður III lofaði honum drjúgum vínsopa á hverjum degi til æviloka fyrir, að gera vel við sig í ljóði. Hann var í þjónustu konungs til æviloka, meðal annars sem tollheimtu- maður og byggingameistari. Talið er að hann hafi byrjað á Kantaraborgarsögum á 9. áratug 14. aldar og lagt þær á hilluna á þeim tíunda. Árið 1399 var Ríkharði II steypt af stóli og eftir það svo gott sem hverfur Chaucer úr skriflegum heimildum. Opinbert dánardægur hans er þó ekki öruggt, það var sett á legstein hans rúmlega hundrað árum eftir að hann dó. Hann var grafinn í Westminister Abbey, en árið 1556 voru líkamsleifar hans fluttar á virðulegri stað í kirkjugarðinum, sem kallaður er Skáldahornið. ÞETTA GERÐIST: 25. OKTÓBER 1400 Faðir enskra bókmennta allur PABLO PICASSO LISTAMAÐUR (1881- 1973) FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI Góður smekkur, en ömurlegt fyrirbæri. Smekkur er andstæðingur sköpunargáfunnar. AFMÆLI Ingibjörg Þorbergs, tónskáld og textahöfundur, er 79 ára. Þorfinnur Ómarsson, upplýsinga- fulltrúi, er 41 árs. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsókna- stofnunar, er 54 ára. Guðrún G. Bergmann, hótelhaldari á Hellnum, er 56 ára. Þorsteinn Bachmann, leikari, er 41 árs. Kjartan Lorange, Bergstaðastræti 43, er 80 ára. Hann verður að heiman. „Við leggjum höfuðáherslu á að bókin hafi hagnýtt gildi fyrir fólk, til dæmis þegar það þarf að fara í bankann og til læknis“ segir Torfi Geirmundarson rakari sem ásamt Wasönu Maríu vinnur að taílensk-íslensku orða- safni. Hugmyndin er runnin undan rifjum Wasönu, sem hefur unnið á rakarastofu Torfa um skeið, en hann hjálpar henni að snara hug- tökunum yfir á íslensku. Orðasafnið, sem Torfi býst við að verði um sextíu síðna langt, hefur verið í smíðum undanfarna tvo mánuði. „Við höfum leitað víða eftir styrk, til dæmis hjá borginni og í ýmsum ráðuneytum en fengið lítil viðbrögð, þótt flestir séu sammála að það sé mikil þörf á svona riti. Það eru jú um þrjú þúsund Taílendingar hér á landi og um tvö hundruð Íslendingar á Taílandi.“ Þá leitaði Torfi til JPV eftir útgáfu og býður nú eftir svari, en bókin er að hans sögn svo gott sem tilbúin til útgáfu. „Ég vona að hún komi út á næstu mánuðum, ég gef hana út sjálfur ef annað bregst en til þess þarf ég styrk,“ segir hann að lokum. Taílenskt-íslenskt orðasafn TORFI OG MARÍA Hafa unnið að orðasafninu undanfarna tvo mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Bjarney Guðrún Þórarinsdóttir (Badda) starfsmaður á Hólaborg er 60 ára í dag. Hún verður að heiman. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærs sonar okkar, fóstursonar, bróður, mágs og frænda, Kristjáns Þórðarsonar Sérstakar þakkir til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Aðalheiður Kristjánsdóttir Vigfús Árnason Þórður Rafn Guðjónsson Jónína Guðbjörg Björnsdóttir Guðjón Þórðarson Jensína Helga Finnbjarnardóttir Ingvar H. Þórðarson Elísa Vigfúsdóttir Guðmundur Þorleifsson Sigrún Óladóttir Hafsteinn Stefánsson og frændsystkin. Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Tveir liðsmenn Sniglabandsins, þeir Skúli Gautason og Pálmi Sigurhjart- arson, eiga afmæli í dag. Hljómsveit- in hefur nýverið sent frá sér nýja plötu og eins eru liðin tuttugu ár frá því að fyrsta plata hljómsveitarinn- ar, Fjöllin falla í hauga, leit dagsins ljós. Rúvtops, nýjasta afurð hljóm- sveitarinnar, er unnin upp úr útvarps- þáttum sem Sniglabandið var með á RÚV árin 2003-2004. Á henni má finna sextán lög sem hljómsveitin samdi eftir pöntunum hlustenda, og þrjátíu brot úr útvarpsþáttunum sjálfum. Pálmi Sigurhjartarson, annað afmælisbarn dagsins, var staddur á Borgarfirði eystri í gær. „Ég er á ferð um Austfirðina með Tónlist fyrir alla, það er verkefni sem gengur út á að tónlistarmenn heimsækja skóla víðsvegar um landið og kynna íslensk dægurlög og þjóðlög fyrir krökkun- um,“ sagði hann, og bætti við að hann yrði því „að heiman“ á afmælisdag- inn. „Þetta er hálfgert flökkulíf hjá mér þessa dagana, en ég fæ kannski kökusneið eða eitthvað á afmælinu,“ sagði Pálmi. Samhliða því að kynna Rúvtops ásamt öðrum meðlimum hljómsveitar- innar, flytur Pálmi tónlist sína í sýn- ingunni Þjóðarsálinni sem sýnd er í Reiðhöll Gusts í Kópavogi, og hefur því í nógu að snúast. „Svo erum við núna að vinna í lögunum úr útvarps- þáttum Sniglabandsins í sumar. Þau verða gefin út á næsta ári,“ sagði Pálmi, sem vildi ólmur nýta tæki- færið og óska Skúla vini sínum til hamingju með daginn. Skúli, stofnandi Sniglabandsins, var nýlentur í Danmörku þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Skúli sagðist þó ekki vera fluttur af landi brott. „Konan mín er hér í námi, og ég er hér eins mikið og ég get.“ Skúli stefnir á að fagna afmælinu með fjölskyldu og nán- ustu vinum. „Ætli við förum ekki eitt- hvað út að borða,“ sagði hann. Aðspurður hvort einhver áform væru um að halda upp á tuttugu ára útgáfuafmæli Sniglabandsins sagði Skúli að það kæmi vel til greina. „Við höfum verið að hugsa um það, en það er ekki orðið ljóst hvernig það verður ennþá,“ sagði hann. Starfsaldur Snigla- bandsins er nú orðinn nokkuð langur, en Skúli sagðist allt eins hafa búist við því að hljómsveitin yrði langlíf þegar hún var stofnuð. „Ég fann það eiginlega strax í upphafi að við vorum með eitt- hvað svolítið sérstakt í höndunum, það var einhver galdur í þessu,“ sagði Skúli, en að sögn hans er galdurinn enn í með- limum Sniglabandsins. Skúli segir tón- listarstefnu hljómsveitarinnar þó hafa breyst nokkuð í gegnum árin, og ætti þess væntanlega að verða vart ef Fjöl- lin falla í hauga er borin saman við Rúvtops. „Framan af var þetta mjög rokkuð hljómsveit, en við höfum nú mýkst eitthvað síðan og tónlistarstefn- an víkkað út frá bifhjólarokkinu,“ sagði Skúli. sunna@frettabladid.is SNIGLABANDIÐ: FAGNAR MARGFÖLDUM AFMÆLUM UM ÞESSAR MUNDIR Orðnir mýkri með árunum PÁLMI SIGURHJARTARSON Segir Sniglabandið starfa meðan þeir hafi gaman af því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STOFNANDI SNIGLABANDSINS Skúli Gautason var staddur í Danmörku og heldur upp á afmælið þar. FRÉTTABLAÐIÐ/HILLI ÁGÚST BOGASON, útvarps- og tónlistarmaður, er 25 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.